Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 26

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 26
Skerið skalottlaukinn niður gróflega og setjið með edikinu ásamt fáfnisgrasinu og piparnum. Hitið að suðu og sjóðið niður við lágan hita þangað til að tvær til þrjár matskeiðar af bragðbæti eru eftir. Skírið smjörið með því að bræða smjör í potti og látið krauma í nokkrar sekúndur og takið af hitanum, leyfið mjólkurprótein- unum að sökkva til botns. Hellið smjörfitunni til hliðar (að skíra smjörið tryggir að sósan verði þykk). Þeytið eggjarauðurnar í stutta stund í hitaþolinni skál og blandið svo bragðbætinum við og færið svo eggjablönduna yfir vatnsbað. Þeytið eggin þangað til að þau fara að þykkna (gætið að hit- anum, hafið aðra hendina á skálinni til að finna hvaða hiti leikur um eggin, verði þér heitt á hendinni þá eru eggin líka í hættu). Þegar eggin hafa þykknað (og tvöfaldast að rúmmáli) má hella smjörinu saman við í þunnri bunu og samtímis þeyta það svo af krafti saman við. Saxið niður fáfnisgras og setjið út í sósuna. Soðinn ferskur aspas: Setjið vatn í pott og saltið ríkulega. Hitið að suðu Brjótið neðan af aspasinum. Takið í hvorn endann um sig og beygið þangað til að hann gefur sig. Sjóðið í vatninu í tæpar fimm mínútur og leggið svo á disk. Saltið og piprið. Gott er að dreifa smá sítrónusafa og parmes- anosti yfir. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is Lambafille: 1 kg lambafille 50 g smjör 2 greinar ferskt timjan, (2-3 greinar) Salt og pipar Rjómalöguð sveppasósa: 250 g sveppir 1 stk. hvítur laukur 2 stk. hvítlauksrif 50 g smjör 150 ml hvítvín (má sleppa) 250 ml rjómi frá Gott í matinn 2 stk. lárviðarlauf 4 greinar ferskt timjan, 4-5 greinar Smjörbolla til þykkingar (eða sósujafn- ari) Salt og pipar Kartöflur - Pommes Anna: 1 kg kartöflur 100 g smjör salt og pipar Lambafille: Látið kjötið standa við stofuhita í klukkustund áður en það er steikt til að tryggja að það verði mjúkt eftir steikingu. Skerið létt í fituna til að opna hana upp, saltið og piprið ríkulega. Bræðið smjör á pönnu og þegar það er bráðið bætið timjan- greinunum út í. Setjið því næst lambið varlega á pönnuna með fituna niður. Steikið þangað til að hún hefur tekið á sig fallegan gullinbrúnan lit og steikið svo á hinni hliðinni. Það er gott að ausa bræddu smjörinu upp á puruna til að bæta bragð hennar enn þá frekar. Þegar lambið er fallega brúnt að utan er það sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað þangað til að kjarnhiti nær 50-54 gráðum (eftir smekk). Hvílið í nokkrar mínútur áður en það er skorið. Rjómalöguð sveppasósa: Skerið sveppina í sneiðar eða bita. Flysjið og skerið laukinn og hvítlaukinn smátt. Bræðið smjör í potti og steikið fyrst laukinn í nokkrar mínútur við miðlungshita. Bætið svo sveppunum og lárviðarlaufunum saman við og steikið um stund þar til sveppirnir fara að taka lit. Saltið og piprið. Bætið því næst hvítlauknum sam- an við og steikið áfram við lágan hita þar til að allur vökvi af sveppunum er gufaður upp og sveppirnir fara að karmelliserast. Hellið hvítvíninu á pönnuna og sjóðið upp áfengið. Bætið því næst lambasoðinu og timjaninu saman við og sjóðið niður um þriðjung. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið rjómanum saman við og hitið að suðu. Fjarlægið lárvið- arlaufin og timjan-greinarnar með gaffli. Þykkið sósuna með smjörbollu eða sósujafnara. Smakkið sósuna til. Kartöflur baðaðar í smjöri - Pommes Anna: Sneiðið kartöflurnar næfurþunnt með mandólíni. Penslið eldfast mót með smjöri. Raðið kartöflunum þétt niður og penslið með smjöri á milli laga auk þess að salta og pipra reglulega. Þrýstið kartöflunum niður í mótið. Penslið efsta lagið með smjöri. Bakið á grillinu við óbeinan hita í 45-55 mínútur. Lambafillet með rjómalagaðri sveppasósu Innihald: 240 g dökkt súkkulaði (t.d. 56%) 60 g ósaltað smjör ¼ tsk. gott sjávarsalt 4 stk. eggjarauður 6 stk. eggjahvítur 3 msk. sykur Meðlæti: Þeyttur rjómi frá Gott í matinn og súkkulaðiegg Aðferð: Bræðið súkkulaðið, smjörið og saltið saman við vægan hita. Kælið aðeins og hrærið eggjarauðunum svo saman við. Þeytið eggjahvíturnar ásamt sykrinum þar til stífþeytt. Bætið ¼ af þeyttu eggjahvítunum saman við súkkulaðiðblönduna og pískið vel saman við. Bætið svo restinni af eggjahvítunum út í og hrærið varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Setjið í lítil glös eða eina stóra skál og kælið í a.m.k. 2 klst. Best er að gera músina um morgun ef það á að bera hana fram að kvöldi, enn betra að gera hana daginn áður. Berið músina fram með þeyttum rjóma og skreytið t.d. með litlum súkkulaðieggjum eða berjum og rifnu súkkulaði. Frönsk súkkulaðimús Nautalund: 1 kg nautalund, helst miðbitinn 50 g smjör Salt og pipar Bernaise sósa: 8 stk. eggjarauður 400 g smjör 2 msk. ferskt estragon 2 msk. bernaise bragðbætir, 2-3 msk. Bernaise bragðbætir: 300 ml hvítvínsedik 4 greinar ferskt estragon, 4-5 greinar 1 stk. skalottlaukur 10 stk. létt mulin piparkorn, 10-15 stk. Aspas: 500 g aspas salt og pipar Þessi uppskrift er fyrir fjóra. Nautakjöt: Látið kjötið standa við stofu- hita í klukkustund áður en það er steikt til að tryggja að það verði mjúkt eftir steik- ingu. Snyrtið kjötið vandlega og saltið og pipr- ið ríkulega. Bræðið smjör á pönnu og steikið nautið á Nautalund með bernaise sósu og ferskum aspas hverri hlið í um 30 sekúndur. Steikið þangað til að hún hefur tekið á sig fallegan gullinbrúnan lit. Það er gott að ausa bræddu smjörinu upp á steikina til að bæta bragð hennar enn frekar. Þegar lundin er fallega brún á öllum hliðum að utan er kjötið sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað þangað til að kjarnhiti nær 50-55 gráðum (eftir smekk). Hvílið í nokkrar mínútur áður en það er skorið. Fullkomin bernaise sósa: Útbúið bernaise bragðbæti með því að hella hvítvínsedikinu í pott.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.