Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
Hlykkjótt heimskautalægð
Það hefur varla farið fram hjánokkrum manni að miklarvetrarhörkur hafa herjað á
Bretlandseyjar og meginland Evr-
ópu í vikunni. Snjóað hefur á ólík-
legustu sólströndum og samgöngur
víða farið úr skorðum. Á sama tíma
hefur verið vor í lofti hér heima og
víðar á norð-
urslóðum. Það er
ekki á hverjum
degi sem hitastig
mælist hærra á
Cape Morris Jesup
á Norður-
Grænlandi en í
Lundúnum, sem
eru þúsundum
kílómetra sunnar á hnettinum.
Hitastigið á fyrrnefnda staðnum
losaði 6 gráður á dögunum, sem er
að vísu ekki met, en fara þarf allt
aftur á sjötta áratuginn til að finna
eins langvinnt hitakast þar um slóð-
ir.
Hvað er eiginlega á seyði og þurf-
um við Íslendingar að hafa ein-
hverjar áhyggjur af þessu óvenju-
lega veðurfari sem vísindamenn
klóra sér nú í höfðinu yfir og hafa
gripið til orða eins og „galið“, „und-
arlegt“ og „einfaldlega sjokkerandi“
til að lýsa?
„Venjulega er ástandið þannig að
mjög öflug heimskautalægð er yfir
norðurheimskautinu og þar mynd-
ast pollur af mjög köldu lofti sem
sleppur ekki svo auðveldlega í
burtu. Loftið hringsólar en færist
yfirleitt ekki á suðlægari slóðir
enda þótt það nái að vísu stundum
til okkar,“ útskýrir Halldór Björns-
son, hópstjóri veðurs og loftslags
hjá Veðurstofu Íslands. „Síðustu ár
þá telja menn sig sjá að þessi heim-
skautalægð sé aðeins hlykkjóttari
en áður, sem þeir tengja við lofts-
lagsbreytingar og minni hafís, og
fyrir vikið slæðast angar af henni
suður á bóginn. Á móti kemur heitt
loft norður á bóginn.“
Halldór segir að slík frávik séu
ekki óeðlileg, á hverjum vetri hafi
kalt loft slæðst suður á bóginn ein-
hvers staðar umhverfis heim-
skautasvæðin.
„Núna er hins vegar annað að
gerast ofan á þetta; svokölluð
skyndihlýnun í heiðhvolfi. Sú hlýn-
un á sér stað á nokkurra ára fresti
en er samt það óregluleg að ekki er
hægt að spá fyrir um hana, nema
með í mesta lagi tveggja til þriggja
vikna fyrirvara. Menn sáu þetta fyr-
ir með aðeins um viku fyrirvara að
þessu sinni,“ segir Halldór og bætir
við að þetta fyrirbrigði hafi ekki
verið tengt sérstaklega við hlýnun
jarðar.
Að sögn Halldórs flýta þessi skil-
yrði fyrir því að heimskautalægðin
brotnar upp með þeim afleiðingum
sem við höfum orðið vitni að í vik-
unni. Hún hafi nú klofnað upp í
nokkra búta og fyrir vikið streymi
óvenjumikið kalt loft suður og heitt
loft til norðurs.
Gæti stafað af breytingum
á hafísmagni
„Það eru heilmiklar vangaveltur um
þessa þróun og rök hníga að því að
þetta hafi með breytingar á haf-
ísmagni að gera. Ekkert hefur þó
verið staðfest í þeim efnum og rétt
að halda því til haga að hér er um
vangaveltur að ræða. Mögulega eru
einhverjir allt aðrir þættir að valda
þessu. Enn eru ekki öll kurl komin
til grafar, en þetta er mikið rann-
sakað þessi misserin“.
Allur gangur er á því hvaða áhrif
þessir tveir samverkandi þættir
hafa hér á landi; þeim getur fylgt
bæði hlýtt og kalt loft. Að þessu
sinni fengum við hlýja loftið meðan
löndin austar og sunnar í álfunni
fengu að kenna á kalda loftinu. Nú
er kalda loftið að færast til okkar
frá Skandinavíu.
Veðrið á Íslandi hefur oft verið
betra á þessum árstíma og Halldór
staðfestir að síðustu ár hafi verið
óvenjuleiðinleg að þessu leyti; til að
mynda hafi 37 lægðir komið á okkar
slóðir á þriggja mánaða tímabili vet-
urinn 2014 - 2015 og Veðurstofan
verið með viðvörun samfellt fyrir
einhvern hluta lands eða miða.
„Síðustu vikur meðan lægðagang-
urinn var hvað mestur var óvenju-
mikið flökt í spám sem hefur ekki
verið vandamál síðustu árin. Þetta
var því óvenjulegt og gerði starf
veðurspáfræðinganna erfiðara. Svo
voru stundum óskemmtilegar villur
í spánum. Í síðasta óveðrinu spáð-
um við vondu veðri víða og negldum
það sums staðar, eins og í Skaga-
firði. Á Siglufirði og Ólafsfirði mun-
aði hins vegar tugum metra á vind-
hraða – sem er vita gagnslaus spá.
Það er mjög svekkjandi þegar spár
eru svona rangar, en þarna var
reikninet veðurlíkansins, sem er
tveir og hálfur kílómetri, líklega of
gisið til að herma þróun veðursins
yst á Tröllaskaga rétt í þessu til-
viki.“
Ágætlega viðrar á Íslandi í
augnablikinu og Halldór telur allar
líkur á því að „þessi virkilega leiðin-
legi kafli“ sé að baki þetta árið. „Við
erum komin inn í mars og þá horfir
nú alla jafna til betri vegar, sér-
staklega þegar kemur fram yfir
miðjan mánuðinn. En auðvitað
þekkja Íslendingar það að hér á
landi geta komið tímabil með
lægðagangi yfir landi, með úrkomu
og vindi, nánast hvenær sem er árs-
ins. En það er enn þá kalt í Evrópu
og maður hefur verið að sjá tölur
eins og fimmtán stiga frost í Dan-
mörku sem er óvenjulegt.“
Halldór er sammála því að við
hér á norðurslóðum myndum við
líklega ekki kippa okkur mikið upp
við óveður sem geta valdið miklum
usla í Evrópu en við búum þar að
mun ríkari reynslu en frændur okk-
ar sunnar í álfunni. „Sjaldgæft
veðurlag veldur yfirleitt talsverðum
usla. Sama veður veldur minni usla
á stöðum þar sem menn eru vanir
slíku veðri. Akureyringum kann t.d.
að finnast lítið til um snjóþyngsli
sem Reykvíkingar barma sér yfir“
Vorverkin hafin við
Nýbýlaveg í Kópavogi.
Morgunblaðið/Hari
Veðurfar hefur verið með óvenjulegasta móti á Íslandi, Grænlandi og sunnar í Evrópu undanfarið. Þetta stafar af samverkandi
þáttum sem hafa áhrif á heimskautalægðina mislyndu yfir norðurheimskautinu. Kalt loft streymir suður og heitt loft norður.
„Þetta er frávik
meðal frávika,“
segir Michael
Mann, for-
stöðumaður
Earth System
Science Center
í Bandaríkjun-
um, í samtali
við breska blað-
ið The Guardi-
an og vísar þar til veðurfarsins
að undanförnu. „Þetta er nógu
óvenjulegt í sögulegu samhengi
til að valda áhyggjum og bendir
til þess að fleiri óvæntar uppá-
komur gætu verið í vændum
þegar við höldum áfram að pota
í þá reiðu skepnu loftslagið.“
Að sögn Mann hafa norður-
slóðir löngum verið forystusauð-
urinn í þessu sambandi vegna
hinnar forhertu hringrásar sem
magnar hlýnun af mannavöldum
á þeim slóðum. „Og norður-
slóðir eru að senda okkur
stranga viðvörun.“
Mann tekur þó fram að hita-
kastið hafi ekki staðið nægilega
lengi til þess að hægt sé að meta
hvort það komi til með að
breyta spánni fyrir hraða hlýn-
unar á norðurslóðum. „Þetta
bendir þó til þess að við gætum
verið að vanmeta áhrif stuttra
og skyndilegra hitakasta.“
Potað í skepnuna
Loftslags- og jarð-
eðlisfræðingurinn
Michael Mann.
’
Þar sem það hlýnar mjög hratt á norðurslóðum getum
við fastlega gert ráð fyrir því að komandi ár muni færa
okkur jafnvel fleiri dæmi um fordæmalaust veðurfar.
Robert Rohde, vísindamaður hjá Berkeley Earth-stofnuninni.
INNLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
ORRI@MBL.IS
Halldór verst allra frétta þeg-
ar hann er spurður um vor-
og sumarveðrið. Ekki sé
heilladrjúgt að spá meira en
tvær til þrjár vikur fram í tím-
ann. „Fyrsta vikan er yfirleitt
býsna gagnleg, megindrættir
í lagi í annarri viku en þriðja
vikan óljósari. Spágeta er
breytileg ár frá ári og árið í ár
hefur verið óvenjuslæmt í
þessu tilliti. Þegar menn geta
ekki spáð um þróun lægða í
næstu viku er mjög erfitt að
segja til um það hvað muni
gerast í næsta mánuði.“
Vont ár
fyrir spár
Halldór Björnsson