Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018 Barnaverndarmál hafa veriðmjög til umræðu. Sú umræðahefur verið allhávær að und- anförnu og stundum óvægin. Ekki svo að skilja að það kalli ekki á stór orð þegar í ljós kemur að á veg- um sveitarfélags hefur verið starf- andi fólk sem á að vera börnum til verndar en hefur síðan sjálft orðið uppvíst að því að beita varnarlausa skjólstæðinga sína ofbeldi. En þýðir það að allt starf sem unn- ið er á vegum barnaverndaryfirvalda hjá sveitarfélögum sé í molum? Að sjálfsögðu ekki. Það er ekki að undra að grandvöru fólki sem unnið hefur störf sín af alúð og trúmennsku sárni alhæfingarnar. Öllu og öllum er hrært saman í einn graut. Í þeim graut er einnig Barna- verndarstofu að finna. Hún starfar á landsvísu og hefur með höndum ráð- gjafar- og aðhaldshlutverk. Hún hef- ur eðli máls samkvæmt iðulega gagn- rýnt aðkomu sveitarfélaganna að þessum málum, bæði almennt og einnig einstökum málum. Barnaverndarstofa hefur stundum sætt gagnrýni fyrir að fara svo hart fram að undan hefur sviðið. Ábend- ingarnar hafa einnig stundum þótt orka tvímælis í héraði. Hvernig á annað að vera í erfiðasta málaflokki sem til er? Nú hefur velferðar- ráðherrann, Ásmundur Einar Daða- son, stigið fram og skýrt frá því að hann vilji gaumgæfa þennan núning allan, samskiptareglur og form. Það er vel, þótt þar með verði ekki allur ágreiningur úr sögunni. Það verður hann aldrei. Hér er hins vegar stigið heillavænlegt og lofsvert skref. Eftir stendur að í þessum mála- flokki verður enginn aðili, hversu fag- legur sem hann er, óskeikull. Og þar sem kvikan í lífi fólks, tengsl við börn sín við erfiðustu aðstæður sem hugs- ast getur, eru annars vegar, hljóta iðulega að koma upp sárindi og reiði í garð einstaklinga og stofnana. Og þar sem þær eru ekki óskeikular þurfa þær, sem og kerfið allt, að vera opnar fyrir gagnrýni og aðhaldi utan úr þjóðfélaginu. En gagnrýnandinn hefur líka skyldur. Sérstaklega ef um er að ræða þau sem kjörin eru til slíkra verka. Þeim er ætlað að fara fram af þekkingu og yfir- vegun í þessum viðkvæma mála- flokki. Ég efast um að ég sé sá eini sem hefur orðið hugsi yfir ýmsum yfirlýs- ingum alþingis- manna og reynd- ar stundum framsetningu fréttamiðla sumra. Ég hef trú á því að þegar málin eru skoðuð fordómalaust muni koma í ljós að þegar á heildina er litið hafi samskipti barnaverndar- nefnda og Barnaverndarstofu verið góð og yfirleitt mjög góð í tímans rás. En einn er sá þáttur í starfi Barna- verndarstofu sem ónefndur er og það eru barnahúsin svokölluðu. Með til- komu Barnahússins íslenska voru rannsóknir á meintum brotum gegn börnum færðar úr lögreglustöðvum og dómssölum í barnvænt, vinsam- legt og faglegt umhverfi. Upphafs- maður þessa fyrirkomulags er for- stjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson. Hann hefur verið fenginn til að fara víða um lönd að kynna Barnahúsið og verið sér- staklega boðið að vera við opnun barnahúsa sem nú eru starfrækt í um 60 borgum í 13 löndum, öll að ís- lenskri fyrirmynd. Bragi hefur jafn- framt verið í forsvari fyrir svokallaðri Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins sem framfylgir og þróar mannréttinda- sáttmála barna. Hvers vegna skyldi ég skrifa um þetta efni með þessum hætti? Það er vegna þess að ég hef kynnst þessu starfi bæði sem mannréttinda- ráðherra og í starfi mínu innan Evr- ópuráðsins. Þess vegna fagnaði ég því þegar ákveðið var að gera Braga Guð- brandsson að frambjóðanda Ís- lands í Barna- réttarnefnd Sam- einuðu þjóðanna. Ég er ekki að biðjast vægðar fyrir hönd for- stjóra Barna- verndarstofu í umræðu um skipulag barnaverndarmála og samskipti hans við sveitarfélög og stundum pólitískt valdafólk fyrr og nú. Þetta er hins vegar ákall um að hann fái notið sann- mælis fyrir þau verk sín sem óum- deild eru og að sú umræða sem nú á sér stað varpi ekki rýrð á þau og eyði- leggi þar með möguleika Íslands að gera sig gildandi á því sviði mannrétt- indamála þar sem við helst vildum vera: í vörninni og sókninni fyrir börn í vanda. ÁKALL! ’En gagnrýnandinnhefur líka skyldur. Sér-staklega ef um er að ræðaþau sem kjörin eru til slíkra verka. Þeim er ætlað að fara fram af þekkingu og yfirvegun í þessum við- kvæma málaflokki. . Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Morgunblaðið/Eggert VETTVANGUR Rithöfundurinn Auður Jóns- dóttir sagði sögu á Facebook: „Steinunn Stefáns: Auja, þú ert strax orðin gul í framan af þessum reyk- ingum. Bára Huld (rekur capribar á föstudögum): Nei, hún lítur svo vel út. Steinunn: Nei, ég sé þetta á aug- unum í þér, þau eru farin að missa lit. Þú ert orðin of gömul til að vera að reykja svona. Bára Huld: Nei, það finnst mér bara alls ekki! ... Eigum við ekki að fá okkur eina áður en ég fer ...“ Annar rithöfundur, Óttar M. Norðfjörð, sagði frá því að hann hefði keypt pálmatré enda er hann í Barcelona á Spáni: „Ég keypti pálmatré. Ég á pálmatré.“ Einn vinur hans stakk upp á því að hann tæki örugglega mynd af sér „með pálmann í höndunum“. Síðan spruttu upp umræður um nafn á pálmanum. Einn vinur stakk upp á að hann myndi heita Olof því það væri einmitt dánardagur Olofs Palme. Óttar stakk sjálfur upp á Palmela Anderson en rithöfundurinn Ævar Örn Jós- epsson kom hugsanlega með lausnina og kom með tillöguna: „Olof Palmela And- erson“. Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi deildi frétt um rannsóknina um áfallasögu kvenna: „Ótrúlega spenn- andi og þörf rann- sókn. Ég ætla svo sannarlega að taka þátt og hvet aðrar konur til þess.“ AF NETINU Í þessari fjölbreyttu sérferð kynnumst við hinnigullfallegu Slóveníu en landið er löngum þekkt fyrir náttúrufegurð sína: alpa, skóga, ár og vötn, hella og glæsilega kastala sem prýða útsýnið. Við munum kynnast mörgum fallegumbæjum í þessari ferð og við heimsækjum einnig höfuðborgina, Ljubljana. Ferðin endar í Portoroz eða „Rósahöfninni“ sem stendur við Adríahafið. Við fljúgum frá Keflavík til Trieste á Ítalíu og ökum til fjallaþorpsins Kranjska Gora sem liggur í hlíðum slóvensku alpanna (Júlíönsku Alparnir), en þar munum við njóta sveitasælunnar fyrstu tvær næturnar. Á leið okkar til Kranjska Gora þorpsins ökum við meðfram þjóðgarðinum Triglav sem fær nafn sitt af hæsta fjalli Slóveníu en þar kynnumst við mörgum fallegum þorpum á leið okkar. Á þriðja degi ökum við til vatnanna Bohinj og Bled og höldum áfram að njóta undurfagurrar náttúrunnar sem lætur engan ósnortinn. Við gistum í eina nótt í bænum Bled sem stendur við samnefnt vatn í hlíðum Karawanks fjallgarðsins, rétt við landamæri Austurríkis. Næst liggur leið okkar til höfuðborgarinnar Ljubljana en borgin þykir afar falleg og þægileg að stærð til að fara um hana fótgangandi. Dvalið er í Ljubljana í 2 nætur. Frá Ljubljana er leiðinni haldið til láglendis Slóveníu og gist í bænumNovoMesto. Á leið okkar til Portoroz heimsækjum við hina frægu dropasteinshella Postjana ásamtmerkilegu safni um lífríki Cerknica vatnsins. Við endum svo ferðina í strandbænum Portoroz þar sem gist verður síðustu 3 næturnar. Portoroz er fallegur bær og auðvelt er að heimsækja nágrannabæinn Piran en þangað er hægt að fara fótgangandi. Flogið heim frá Trieste til Keflavíkur. Frá kr. 259.995 m/fæði skv. ferðal. Bi rt m eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th .a ðv er ðg etu rb re ys tá nf yri rva ra . E N N E M M / S IA • N M 8 0 7 2 5 Fagra SLÓVENÍA 8. júní í 10 nætur Frá kr. 259.995 m/fæði skv. ferð Netverð á mann m.v. 2 í gistingu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Akstur samkvæmt ferðatillögun. Gisting á 4* hótelum með morgunverði alla daga, 7 kvöldverðir innifaldir dagana 1, 2, 3, 4, 6, 7 og 8. Aðgangseyrir í safnið Liznjek, sigling um vatnið Bled í Pletna bát og aðgangseyrir í kirkju á Bled eyju, kynnisferðir í Bled, Ljubljana Novo Mesto og sigling með léttum hádegisverð í Novo Mesto, heimsókn í Hús Etno, aðgangseyrir í safn Cerknica vatnsins og aðgangseyrir í Postojna hellana. Íslensk fararstjórn m.v. lágmarksþátttöku 20 manns. Fararstjóri: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir Gullfallega Slóvenía er löngum þekkt fyrir náttúrufegurð sína: alpa, skóga, ár og vötn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.