Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 22
Getty Images/iStockphoto Truflaðar trufflur Þótt trufflur vaxi ekki villtar á Íslandi er hægt að búa til himneska rétti með truffluafurðum sem fást í betri sælkeraverslunum landsins. Lyftu elda- mennskunni upp á hærra plan og komdu á óvart með nýju bragði! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir fjóra 8 sneiðar af hráskinku 8 sneiðar af melónu hvíttrufflu-balsamedik Hreinsið melónu, skerið hana í sneiðar af sömu þykkt og hitið grillið vel upp á með- an. Leggið melónusneiðarnar á brennandi heitt grillið og eldið í stutta stund á báð- um hliðum. Setjið melónusneiðarnar í djúpan disk og leggið hráskinku yfir. Í lokin dreypið þið yfir hvíttrufflu- balsamediki og njótið. Frábær forréttur. Grilluð melóna með hráskinku og hvíttrufflu-balsamediki MATUR Truffluolíu, trufflusmjör, truffluhunang, truffluhrísgrjón, truffluost,trufflupasta og heilar trufflur í krukkum er hægt að kaupa í sælkera- verslunum og betri búðum hérlendis, t.d. frá fyrirtækinu Savitar. Truffluvörur 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018 Fyrir 3-4 600 g andabringur 40 g krukka af hunangi með hvítum trufflum 100 ml balsamedik 50 ml rjómi salt og pipar klípa af smjöri, ca. 1 tsk. Skerið ytri húð andabring- unnar með beittum hníf, en ekki í kjötið, með beinum skurði og þverskurði, þar til það myndast grind. Saltið og piprið á báðum hliðum. Bræðið klípu af smjöri á steikarpönnu og brúnið síð- an andabringurnar á báðum hliðum. Til að gera bringurnar stökkar skal setja þær í ofn í 5 mínútur við 200°C. Þegar andabringan er tilbúin skuluð þið setja hana á skurðbretti. Bætið bal- samediki, rjóma og 20 g af hunangi með hvítum truffl- um í pönnuna þar sem anda- bringan var elduð. Hitið sós- una þar til hún þykknar. Skerið andabringuna og látið sneiðarnar á disk með heitum kartöflum eða á sal- atbeð. Klárið réttinn með sós- unni sem þið voruð að laga og dreypið „dassi“ af hun- angi með hvítum trufflum yfir. Stökk andabringa með truffluhunangi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.