Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Qupperneq 27
Sumarlína Burberry 2018 eftir Christ- opher Bailey. 4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Vila 3.990 kr. Fallegur blúndutoppur. HAF Store 41.900 kr. Vasi úr Pallo-línu Carinu Seth Andersson. Línan er hand- blásin í Smálöndum í Svíþjóð. Zara 11.995 kr. Köflóttir jakkar eru aðalmálið um þessar mundir. Asos.com 6.000 kr. Hvít ökklastígvél frá Public Desire. Geysir 46.800 kr. Flott peysa frá franska tískuhúsinu Isabel Marant. Net-a-Porter.com 27.000 kr. Töff gallabuxur frá M.I.H. Jeans. Í þessari viku … Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Óskalistinn að þessu sinni er hversdagslegur. Köflóttar kápur eru vinsælar um þessar mund- ir og fann ég eina afskaplega fína í Zöru sem er í þægilegu sniði og fulkomin fyrir vorið. Maria-Black.com 8.000 kr. Eyrnalokkur frá danska hönnunarhúsinu Mariu Black í möttu gulli. Hönnuðurinn Raf Simons, listrænn stjórnandi Calvin Klein, hefur hannað línu af töskum fyrir þekkta töskumerk- ið Eastpak. Línan er innblásin af framtíðarsýn kvik- myndarinnar Blade Runner. Töskurnar eru meðal annars plast- húðaðar sem gefur þeim skemmtilegt útlit og yfirbragð en línan var fyrst kynnt á þriðjudag. Töskurnar og bakpokarnir eru meðal annars fáanleg á vefsíðu Eastpak eastpak.com. Fatahönnuðurinn Raf Simons hannaði skemmtilega línu fyrir Eastpak. AFP BAKPOKAR Í ANDA BLADE RUNNER Einstakir bakpokar fyrir Eastpak Pokarnir eru meðal annars plasthúðaðir. Riccardo Tisci mun taka við starfi listrænsstjórnanda hjá Burberry af Christopher Bai-ley sem sagði starfi sínu lausu á síðasta ári eftir 17 ár hjá Burberry. Áður hafði Riccardo Tisci starfað sem listrænn stjórnandi franska tískuhúss- ins Givenchy í um áratug eða frá 2005 til 2017. Mun Ítalinn því færa starfsstöðvar sínar frá París til London og verður fyrsta lína Tisci fyrir Burberry kynnt í september á þessu ári. Riccardo Tisci, sem er einn eftirsóttasti hönnuður dagsins í dag, breytti miklu fyrir Givenchy þegar hann starfaði þar. Hönnun hans einkennist mikið til af glæsileika og dökkri litapallettu. Hann hefur ein- stakt auga fyrir smáatriðum og eru hátískulínur Gi- venchy sannkölluð listaverk. Hann var fyrstur að kynna svokallaða lúxus- götutísku og færði til að mynda strigaskóna á hærri stall og er mikill áhrifavaldur þegar kemur að þeirri strigaskótísku sem er allsráðandi í dag. Það verður því forvitinilegt að sjá hvað gerist hjá Burberry í ná- inni framtíð þar sem Christopher Bailey hefur ávallt haldið svolítið í hefðir með merkinu og hefur fengið langan tíma til þess að móta tískuhúsið eftir eigin höfði. Riccardo Tisci til Burberry Í vikunni var tilkynnt að ítalski hönn- uðurinn Riccardo Tisci hefði verið ráðinn listrænn stjórnandi breska tískuhússins Burberry. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Strigaskór frá Givenchy. Fyrsta lína Riccardo Tisci fyrir Bur- berry verður kynnt í september. Sumarlína Riccardo Tisci fyrir Givenchy 2018.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.