Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Side 28
FERÐALÖG Þeir sem eru á leið til New York ættu endilega aðskella sér á Downton Abbey-sýninguna sem stendur
til 2. apríl. M.a. er hægt að skoða eldhús Mrs. Patmore.
Downton Abbey-sýning
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.3. 2018
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu
GettyImages/iStockphoto
Ferðalög á
framandi slóðir
Í síðustu viku var á þessum síðum mælt með öðruvísi borgarferðum í
Evrópu en nú er komið að lengri ferðalögum. Hér eru taldir upp fimm
áfangastaðir á framandi slóðum sem eru jafnframt á listum ferðatímarita
yfir heitustu áfangastaði ársins 2018. Ferðalög geta verið lykillinn að nýrri
lífsreynslu og opnað hlið að aukinni víðsýni, ekki síst þegar ferðalangurinn
kemst í snertingu við aðra menningu og lífshætti.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Bláa hliðið, Bab
Bou Jeloud, í
Fes í Marokkó.
PERÚ
Matarmenning
og mikil saga
Lamadýr á slóðum
Inka við Machu Piccu.
Flestir tengja Machu Picchu
hvað mest við landið enda hafa
þessi mannvirki Inka frá 15. öld
mikið aðdráttarafl fyrir ferða-
fólk en það er margt fleira að
sjá í landinu en gamlar minjar.
Til að mynda hefur útivistarfólk
nóg að gera þarna en víða er
hægt að fara í ævintýrasiglingar
á ám, svifvængjaflug og hjóla-
ferðir, svo eitthvað sé nefnt.
Enn fremur eru margar skipu-
lagðar gönguferðir um Inka-
slóðir.
Í höfuðborginni Lima eru
mörg söfn sem varpa ljósi á
mikla sögu landsins en þessi
nærri tíu milljón íbúa stórborg
þykir jafnframt vera matarhöf-
uðborg Suður-Ameríku. Tveir
veitingastaðir í landinu eru á
topp tíu yfir bestu veitingastaði
í heimi (theworlds50best.com).
Central, veitingastaður mat-
reiðslumannsins Virgilio Mart-
ínez, situr í fimmta sæti en
hann þykir fara með gesti í lit-
ríkt ferðalag um perúvíska mat-
argerð, frá sjávarbotni til hæstu
fjalla. Í áttunda sæti er Maido,
veitingastaður Mitsuharu
Tsumura, en þar er japönsk-
perúvísk matargerð í hávegum
höfð. Í borginni er líka gott úr-
val af mat fyrir vegan-fólk og
grænmetisætur.
Lima er matarhöfuð-
borg Suður-Ameríku.
GettyImages/iStockphoto
Ríkið Uttarakhand er þekkt sem land guðanna því
þar er að finna svo marga heilaga staði hindúa sem
hafa lengi laðað til sín bæði indverska og alþjóðlega
gesti. Gaman er að segja frá því að hálf öld er liðin frá
því að borgin Rishikesh í Uttarakhand fékk heimsókn
frá einhverjum frægustu gestum sínum, Bítlunum, en
þangað ferðaðist sveitin þegar frægðarsól hennar
skein hvað hæst í febrúar 1968 til að læra hugleiðslu
hjá Maharishi Mahesh Yogi. Af liðsmönnum sveit-
arinnar virðast John Lennon og George Harrison
hafa fundið hvað sterkasta tengingu við Indland en
þeir dvöldu þarna í sex vikur og sömdu mörg lög á
meðan.
Enn getur fólk komið til Uttarakhand til að dýpka
jógaiðkun sína en þar eru margir jógaskólar og hefur
Rishikesh m.a.s. verið kölluð jógahöfuðborg heimsins
en þarna er hægt að læra margar tegundir af jóga og
hugleiðslu.
Borgin er í norðurhluta landsins, við rætur
Himalaja-fjallanna við fljótið Ganges. Hægt er að fara
til Rishikesh á hvaða árstíma sem er en betra er að
forðast júní þegar getur orðið mjög heitt og júlí en þá
eru hótel umsetin vegna hátíðarinnar Savan. Hægt
er að mæla með ferðalagi í febrúar og mars og líka
frá ágúst til október.
RISHIKESH, INDLANDI
Jógahöfuðborg
heimsins
GettyImages/iStockphoto