Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Síða 29
Þessi önnur stærsta borg Mar-
okkó býr yfir mikilli sögu og er
stundum sögð menningarhöf-
uðborg landsins. Miðalda-
hverfið, Fes el-Bali, hefur mikið
aðdráttarafl. Allt frá árinu 1989
hafa staðið þar yfir umfangs-
miklar viðgerðir en vonast er til
að í lok þessa árs hafi samtals
3.370 hús verið endurbætt.
Stærsta einstaka verkefnið er
Khizanat al-Qarawiyyin, sem er
talið vera eitthvert elsta bóka-
safn í heimi en það var opnað
árið 859. Áður var það aðeins
opið fáum fræðimönnum og há-
skólanemum.
Fes el-Bali er jafnframt
stærsta bíllausa svæði í mið-
borg í heiminum.
Þarna er markaður með
matvörum og öðrum marokk-
óskum vörum. Þar sem bílar
fyrirfinnast ekki er ekki óal-
gengt að sjá asna draga kerrur á
þessu svæði, líkt og ferðamað-
urinn hafi farið aftur í tímann í
einni svipan.
FES, MAROKKÓ
Aftur í tímann
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Laos er lítið land í Suðaustur-Asíu sem hefur heilmikið
aðdráttarafl fyrir breiðan hóp fólks. Ævintýrafólk getur
ferðast um neðanjarðarhella í ám, á tengilínu í frumskóg-
inum eða klifrað, dýravinir geta farið í skoðunarferðir og
virt fyrir sér apa og fíla á meðan menningarvitar geta
skoðað forn musteri.
Landið er grænt og vænt, ekki aðeins í útliti heldur
stendur það framar öðrum löndum á þessu svæði í heim-
inum hvað varðar umhverfisvæna ferðamennsku. Stór
svæði í landinu eru vernduð og svæðin þar sem hægt er
að skoða fíla eru sjálfbær og hafa verndun og hag fílanna
að leiðarljósi.
Höfuðborgin Vientiane þykir afslöppuð en einnig þykir
það mikil lífsreynsla að heimsækja andlegu höfuðborgina
Luang Prabang sem er á minjaskrá UNESCO.
Laos er í markaðsátaki sem stendur og stefnir að því
að laða til sín metfjölda ferðamanna í ár en markmiðið
er að ná fimm milljón ferðamönnum til landsins.
Búddagarður í höfuð-
borginni Vientiane.
GettyImages/iStockphoto
LAOS
Ævintýraferðir og fornminjar
Kuang Si-fossarnir.
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast
upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐ
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Hinum megin á hnettinum liggur
Nýja-Sjáland, land sem í sumu er ekki
svo ólíkt Íslandi, þar eru til að mynda
eldfjöll og í stað norðurljósanna er
hægt að sjá suðurljós (aurora austral-
is). Margir þekkja stórbrotið lands-
lagið úr Hringadróttinssögu-
myndunum og hið ógnvænlega rugby-
lið landsins, en landið hefur upp á
margt fleira að bjóða. Um 15% þjóð-
arinnar eru maórar og er tungumál
þeirra opinbert tungumál í landinu
auk ensku. Siðir maóra eru mikilvægir
í nýsjálenskri menningu.
Adáendur „art deco“-arkitektúrs,
líkt og fólk þekkir t.d. frá í pastellit-
uðum húsum Miami-borgar, fá sitt-
hvað fyrir sinn snúð í Napier á
Norðurey en landið skiptist í tvær eyj-
ar, Norðurey og Suðurey, auk fjölda
minni eyja. Ástæðan fyrir þessum ein-
kennandi arkitektúr er að Napier var
endurbyggð á fjórða áratugi síðustu
aldar eftir miklar skemmdir af völdum
jarðskjálfta af stærðinni 7,8. Um miðj-
an febrúar ár hvert er fjórða áratug-
inum fagnað í borginni með gömlum
bílum, tísku og tónlist að hætti þessa
tíma heila helgi. Á öðrum árstímum
er hægt að heimsækja Art deco-
miðstöðina við sjóinn og fræðast nán-
ar um byggingastílinn og borgina.
Á Suðurey er landslagið magnað en
en þar er m.a. vetrar-íþróttaborgin
Queenstown sem er samt þess virði
að heimsækja allt árið. Líka er hægt
að mæla með heimsókn til Wanaka
sem er í rúmlega klukkustundar fjar-
lægð frá Queenstown, þar sem m.a. er
hægt að stunda klifuríþróttir í sér-
stökum garði í nágrenni borgarinnar.
Art deco er alls-
ráðandi í Napier.
NÝJA-SJÁLAND
Útivist og arkitektúr
Suðurey.
GettyImages/iStockphoto