Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.03.2018, Page 37
4.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Kvikmyndir Penelope Cruz var mjög reið út í Sölmu Hayek fyrir að segja ekki fyrr frá þeim hótunum og kynferðislegu áreitni sem Hayek lenti í af hálfu Har- veys Weinstein. Þær leikkonur eru nánar vinkonur og Cruz var ekki sátt með að Hayek hefði ekki deilt þessu með henni fyrr. Hayek segir frá þessu í viðtali við Town and Country tímaritið og segist ekki hafa viljað skella þessu öllu á Cruz og eyðileggja faglegt samband Cruz við Weinstein, sem hvað sem öllu leið, gerði bestu bíómyndirnar. Sjálf hefði hún lengi ver- ið að melta hverju hún lenti raunverulega í með Weinstein og hún hefði ekki einu sinni treyst sér til að segja eiginmanni sínum frá þessu, hún hefði ein- faldlega kallað Weinstein eineltissegg. Cruz sár út í Hayek Salma Hayek var lengi að meðtaka áreitni Weinsteins. AFP Sjónvarp Trúnó er heiti nýrrar sjónvarps- þáttaraðar sem hægt er að sjá á Sjónvarpi Símans Premium. Í þáttunum segja Emilíana Torrini, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius og Lay Low frá lífi sínu og störf- um. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa farið í gegnum erfiða lífsreynslu en í þátt- unum fara þær í gegnum erfiða atburði og hvernig sú reynsla hefur hjálpað þeim í list- inni. Einnig er spjallað við nána vini og sam- starfsmenn tónlistarkvennanna fjögurra. Leikstjóri þáttanna er Margrét Seema Taky- ar en handritshöfundur Anna Hildur Hildi- brandsdóttir. Tónlistarkonur á trúnó Morgunblaðið/Golli Emilíana Torrini er meðal við- mælenda. Innblásið af Aalto Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 Opið alla daga 11–17.Miðvikudaga 11–21 Norrænahúsið. Sæmundargötu 11 www.norraenahusid.is Seth MacFarlane þótti óviðeigandi. Neil Patrick Harris náði litlum tengslum við salinn. Hugh Jackman sjarmeraði alla upp úr skónum. Chris Rock var orkumikill og blátt áfram.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.