Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 2
HönnunarMars er framundan og há-
tíðin er nú haldin í tíunda skiptið. Er
haldið sérstaklega upp á afmælið?
Þetta er fyrst og fremst þátttökuhátíð arkítekta
og hönnuða þannig að þeir búa til dagskrána,
en auðvitað erum við kannski að blása extra
hátt í lúðrana. Á DesignTalks ráðstefnunni,
sem markar upphaf HönnunarMars, erum
við með svolítið „confetti“ prógramm. Það
eru fleiri fyrirlesarar en áður og við erum
svolítið að horfa yfir síðustu tíu ár og
horfa til framtíðar á þessum tímamót-
um.
Eru einhverjar stjörnur að
koma?
Hingað kemur fjölskrúðugur hópur
framúrskarandi hönnuða úr alþjóða-
samfélaginu, t.d. Henrik Vibskov,
Reiulf Ramstad og Tekla Severin.
Hvar er hægt að sjá hönn-
unina?
Hönnunin er úti um allan bæ og allar
upplýsingar má finna á Hönn-
unarmars.is. En ef maður er alveg
týndur og veit ekki hvar maður á að
byrja myndi ég mæla með að mæta á
opnun HönnunarMars sem er á fimmtu-
dag í næstu viku klukkan 17.15 í Hafn-
arhúsinu.
Hvað finnst þér vera mest spenn-
andi í ár?
Það er svo margt spennandi. T.d. 1+1+1 í
samstarfi við handverksfólk í Sierra Leone. Svo
er sýningin #endurvinnumálið í Hafnarhúsinu.
Kron by Kronkron er í Hönnunarsafninu, PopUp Verzlun á jarðhæð
KEX, Inspired by Aalto í Norræna húsinu og óteljandi stakir við-
burðir og uppákomur t.a.m. strætóferðir með borgarstjóra um nýju
Reykjavík á laugardeginum. Það er um að gera að fylgjast vel með.
Verður eitthvað sem kemur á óvart?
Það kemur alltaf eitthvað á óvart, en það er jú partur af töfrum há-
tíðarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
SARA JÓNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Blásið í
lúðra á tíu
ára afmæli
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Samræmdu könnunarprófin sem leggja átti fyrir nemendur níunda bekkj-ar í vikunni voru eitt stórt klúður. Eiginlega er ekki hægt að nota neittannað orð yfir þessa próftörn. Verkefnið sem Menntamálastofnun fékk í
hendur var að leggja fyrir þrjú próf. Það lukkaðist að leggja eitt próf sæmilega
vandræðalaust fyrir en tvö prófin mislukkuðust alveg. Það þarf ekkert töl-
fræðiséní til að meta árangur verkefnis með svona niðurstöðu. Þetta er einfald-
lega ekki í lagi.
Fjölskyldur fjögur þúsund ungmenna þurfa nú að glíma við eftirköst sam-
ræmdu prófanna sem ýmis náðist að klára, hálfklára eða varla byrja á. Ráð-
herra menntamála hefur lýst því yfir að framkvæmd þessara prófa sé óásætt-
anleg og að sjálfsögðu, eins og vaninn
er með viðlíka klúður, þá „harmar“
stofnunin sem stóð fyrir prófunum
þetta mjög.
En hver eru viðbrögðin, önnur en
þau að segja að þetta sé allt saman
harmað, óásættanlegt, leitt, óheppi-
legt og annað í þeim dúr?
Jú, það á víst að halda fund. Eðli-
lega. Ekki þó strax. Ekki daginn sem
klúðrið kom upp, ekki daginn sem
enn meira klúður kom upp. Ekki daginn eftir próflok. Nei, það á að bíða þar til í
næstu viku með að halda fund! Menntamálaráðherra ætlar að hitta hlutaðeig-
andi og ræða þetta mál á miðvikudaginn í næstu viku. Einni viku eftir að ófarir
unga fólksins hófust.
Þótt opinberlega eigi það ekki að vera þannig þá er staðreyndin sú að meira
og minna allt nám vetrarins hjá 9. bekk, að minnsta kosti vorannar, miðast við
að undirbúa nemendur fyrir þessi próf. Leynt eða ljóst eru krakkarnir í raun
með þau í huga nær allt skólaárið. Þegar svona allsherjar klúður verður síðan
við framkvæmd prófanna þá skyldi maður ætla að yfirmenn menntamála í
landinu gætu sýnt unga fólkinu smá virðingu eftir alla vinnuna sem það hefur
lagt á sig í vetur. Jafnvel að einhverjir gætu skammast sín nógu mikið til að
leggja það á sig að mæta á fund með stuttum fyrirvara til að geta gefið skýr
svör og útskýringar fljótt og vel. En nei, unga fólkið á bara að bíða. Eftir þessar
hrakfarir þá er ekki nóg að heyra: „Já, þetta var klúður, við látum ykkur vita í
næstu viku hvernig við leysum það…“
Það á enginn að þurfa að fara inn í helgina með svo loðin skilaboð og án þess
að fengist hafi svör við því hvert framhaldið verður. Þessir fjögur þúsund ein-
staklingar og fjölskyldur þeirra eiga betra skilið. Það er nokkuð öruggt að þau
„harma“ virðingarleysið við sig og þessi óásættanlega hægu viðbrögð.
Ekki er ýkja langt síðan próf voru tekin
með frumstæðum áhöldum á borð við
blýanta og blöð. Þá frusu engin kerfi.
Morgunblaðið/Eyþór
Já, þetta er klúður
… bíðið samt í viku!
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Jú, það á víst að haldafund … Einni vikueftir að ófarir unga fólksins hófust.
Pétur Magnús Pétursson
Ég ætla til Frakklands um páskana,
til Parísar, ég og nokkrir vinir mínir.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú
að fara
eitthvað
um
páskana?
Sigríður Birgisdóttir
Í sumarbústað með fjölskyldunni.
Ég vona bara að það verði gott veð-
ur svo hægt verði að njóta útivistar.
Jakob Róbertsson
Nei, ég verð örugglega bara í
bænum.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Ég fer á skíði um páskana, alltaf
norður á Tröllaskaga.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert
Sara Jónsdóttir er stjórnandi HönnunarMars, uppskeruhátíðar hönnuða
og arkitekta. HönnunarMars, sem fagnar tíu ára afmæli í ár, stendur yfir
dagana 15.-18. mars. Allar upplýsingar er að finna á honnunarmars.is.