Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Megum ekki sofna á verðinum! Það hefur ótrúlega margtáunnist á þessum fjörutíu ár-um og ég hugsa að þau sem stóðu að Samtökunum ’78 fyrstu ár- in hafi ekki órað fyrir því að við yrðum stödd þar sem við erum í dag, með hátt í hundrað þúsund þátttakendur í Hinsegin dögum og hinsegin málefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, enda hefur sumt breyst alveg ótrúlega hratt. Það ber að þakka þrotlausri vinnu og eldmóði fólks sem gerði það að sínu markmiði að breyta réttarstöðu og viðhorfum til hinsegin fólks í sam- félaginu.“ Þetta segir María Helga Guð- mundsdóttir, sem endurkjörin var formaður Samtakanna ’78 á aðal- fundi þeirra á dögunum, á merk- isári en 9. maí næstkomandi verða liðin fjörutíu ár frá stofnun samtak- anna. Um leið og glaðst verður yfir góðum og kærkomnum sigrum á af- mælisári má, að sögn Maríu, ekki gleyma því að enn er verk að vinna. Viðhorf samfélagsins hafi sann- arlega breyst að miklu leyti en samt séu grundvallaratriði sem þurfi að huga að í tengslum við réttarstöðu hinsegin fólks, ekki síst trans- og intersexfólks. „Þetta á líka við um viðhorfið til lesbía og homma, tvíkynhneigðra og annarra hinsegin hópa almennt enda er bar- áttunni hvergi nærri lokið. Við sjáum það til dæmis þegar við end- urnýjum þjónustusamninga við sveitarfélög um fræðslu að jafnan verður uppi fótur og fit í kom- mentakerfum fréttamiðla og á ákveðnum svæðum á samfélags- miðlum, þar sem samkynhneigð hefur verið lögð að jöfnu við barna- níð og talað um að við séum að fara inn í skólana til að veiða okkur fórnarlömb. Þessar athugasemdir setja fleiri en einn og fleiri en tveir fram undir nafni og það er hryggi- legt að við séum ekki komin lengra en þetta. Þess vegna megum við alls ekki sofna á verðinum.“ Farið með rangt mál Spurð hvort sjónarmið sem þessi heyri ekki til litlum minnihlutahópi segir María erfitt að alhæfa um það enda liggi engin tölfræði því til grundvallar. Ljóst sé þó að þessi sjónarmið byggist á rótgrónum for- dómum annars vegar og rang- færslum hins vegar, til dæmis um eðli fræðslustarfs Samtakanna ’78. „Dæmi eru um að misskilningurinn hafi ratað inn í stjórnsýsluna og kjörnir fulltrúar hreinlega farið með rangt mál þegar rætt er um fræðsluna sem við bjóðum upp á. Það er mjög alvarlegt og einmitt þess vegna er nauðsynlegt að fræða fólk á öllum aldri um fjölbreytileika mannlífsins.“ Að sögn Maríu er erfitt að glöggva sig á því hjá hvaða aldurs- hópi fordómarnir séu mestir. Dæmi séu um að hinsegin börn og ung- lingar fái að heyra það hjá jafn- öldrum sínum að þau séu „ógeðs- leg“ og „ættu að drepa sig“. Á sama tíma sé sumt eldra fólk með forn- eskjulegt viðhorf sem sé afskaplega dapurlegt. „Afmælið snýst samt fyrst og fremst um það að fagna gríðarlegri samfélagsbyltingu á ekki lengri tíma en þetta, hálfri mannsævi, og horfa til fleiri sigra sem ég er ekki í minnsta vafa um að munu vinnast á næstu árum,“ segir María. Eitt af því sem Samtökin leggja mikla áherslu á í dag eru réttindi trans- og intersexfólks; það er að verja réttindi fólks til að velja sér kyn og ráða yfir líkama sínum. Enginn eigi að þurfa að lúta úr- skurði sérfræðinga um hvað sé eðli- legt og óeðlilegt í þeim efnum. Ann- að mikilvægt áherslumál er heildstæð jafnréttislöggjöf. „Ég var á Jafnréttisþingi í vikunni og þar ræddum við út frá ýmsum sjón- arhornum útvíkkun jafnrétt- ishugtaksins en staðreyndin er sú að það er gapandi skortur á heild- stæðri löggjöf á Íslandi um jafnrétti og banni við mismunun. Það á við um hinsegin fólk og ýmsa aðra jað- arsetta hópa. Eigi mismununin ræt- ur að rekja til annarrar breytu en þeirrar hvort um sé að ræða karl eða konu er ferlið gríðarlega óljóst og erfitt. Þessu þarf að skerpa á.“ Þá segir María það gamla sögu og nýja að margir vilji vel og hafi jákvætt viðhorf til hinsegin fólks en hrökkvi svo í kút ef einhver nákom- inn kemur út úr skápnum. „Þess vegna verður þörfin fyrir ráðgjöf og fræðslu áfram til staðar í talsverðan tíma enn. Ekki er þó þar með sagt að félagasamtök, sem að miklu leyti eru rekin í sjálfboðavinnu, verði alltaf best til þess fallin að sinna því verkefni. Með tíð og tíma ætti þessi fræðsla að verða hluti af almennri fræðslu á vegum skólakerfisins og menntun fagstétta,“ segir formað- urinn. Umhverfið skiptir, að dómi Mar- íu, alltaf mestu máli; hinsegin fólk þurfi að eiga félagslegt athvarf til að leita í með tilfinningar sínar og vangaveltur. Þar gegni Samtökin ’78 ennþá risastóru hlutverki og muni gera um ókomna tíð. Fjölbreytninni fagnað í Gleðigöngunni á síðasta ári. Morgunblaðið/Hanna Andrésdóttir Á fertugsafmælinu ætla Samtökin ’78 að staldra við og gleðjast yfir fræknum áfangasigrum í baráttunni fyrir fullum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Um leið árétta þau þó að enn sé verk að vinna ef eyða á rangskynjunum og fordómum í samfélaginu. Samtökin ’78 verða fjörutíu ára 9. maí. María á ekki von á mikl- um lúðrablæstri akkúrat þann dag, enda sé það miðvikudagur og mið prófatíð hjá skólafólki. „Ætli fögnuðurinn verði ekki lágstemmdur þann dag, kaffisamsæti í húsnæði Samtak- anna ’78 á Suðurgötunni og notaleg stund.“ 23. júní verða hins vegar há- tíðahöld í Iðnó en samtökin lyfta sér gjarnan á kreik um það leyti árs eins og hinsegin fólk á heimsvísu til að minnast Stonewall-uppþotanna 27. júní 1969 sem mörkuðu upphaf nú- tímaréttindabaráttu hinsegin fólks. „Þá verður mikið um dýrðir.“ Seinni part árs kemur út veg- legt afmælisrit í ritstjórn Atla Þórs Fanndal og Hinsegin dag- ar verða auðvitað á sínum stað í byrjun ágúst. „Hinsegin dagar er sjálfstætt félag en við höfum alltaf verið í góðu samstarfi við þá sem þar ráða ferðinni enda deilum við með þeim húsnæði. Ég efast ekki um að dagskráin verður glæsileg að þessu sinni eins og undanfarin ár.“ Mikið um dýrðir á árinu Nokkrar deilur risu fyrir tveimur árum þegar BDSM á Íslandi fékk aðild að Samtök- unum ’78 og eitthvað var um úrsagnir enda þótti ekki öllum þetta tvennt fara saman, hin- segin fólk og BDSM. „Starf- semi samtakanna hefur ekk- ert breyst með formlegri aðild og samtali við þennan hóp,“ segir María. „Það er ró yfir starfinu núna en það er ekki þar með sagt að áhrifin af þessum deilum séu horfin og uppgerð fyrir alla. Það er lengra ferli og það verðum við að virða. Þetta er fjölbreytt samfélag og það skiptir máli að huga að því hvernig við getum eflt samkennd og skap- að öllum rými til að upplifa sig örugg og velkomin.“ Morgunblaðið/Hanna Andrésdótir Að efla samkennd ’ Það er rík ástæða til þess að fagna á þessu afmælisári svo lengi sem fagnaðarlætin eru enginn endapunktur. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ’78. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.