Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 VETTVANGUR Miklir yfirburðir Our choice verður framlag Ís- lands í Eurovision 2018 en Ari Ólafsson vann keppnina eftir dramatískt einvígi við Dag Sigurðsson en Ari fékk 5.000 atkvæðum meira en Dagur. Sérsveitin í 107 Lögreglan hafði töluverðan viðbúnað þegar hún lokaði Ægisíðunni í lög- regluaðgerð og handtók sjö manns í aðgerðum á Ægisíðu og Grettisgötu. Í ljós kom að málið tengdist líkamsárás nóttina áður. Fimm mannanna verða ákærðir fyrir að vera með fíkniefni á sér og tveir fyrir líkamsárásina. Minnst á Óskarnum Tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar heitins var minnst á óskars- verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í vikunni. Formaður á leikskóla Sólveig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á Nóaborg, var kjörin formaður Eflingar með yfirburðum í vikunni. Morgunblaðið/Eggert VIKAN SEM LEIÐ ÍFréttablaðinu í vikunni var frétt um að nú væri byrjaðað plasta neftóbak í dósum. Það er gert vegna „frá-viks sem hefði átt sér stað“. Við lestur fréttarinnar kemur svo í ljós að „frávikið“ er að dæmi eru um að ein- hver hafi komist í dósir, tekið úr þeim tóbak og jafnvel sett eitthvað annað í staðinn. Til dæmis kaffi. Skýringin er líklega sú að neftóbak hefur hækkað gríðarlega mikið síð- ustu ár. Það, að rukka neftóbaksfíkla alltaf meira og meira, er örugglega nóg til að pirra marga. Ég á hins vegar í meiri vandræðum með þetta orð: Frávik. Hvaðan kemur það? Af hverju segjum við ekki bara hvað þetta er? Er það kannski ákvörðun ÁTVR, sem heitir ekki ÁTVR lengur heldur Vínbúðin. Ég skil svosem að ÁTVR vilji ekki tala um að það sé einhver að fikta í dósunum og setja alls konar dót í þær og vilji nota svona orð. En við hin þurfum ekkert að gera þetta. Gallinn er sá að við erum sífellt meira að láta ein- hverja skilgreina hvernig við tölum eftir því sem þeim hentar. Ef þið fáið bréf frá hinu opinbera um hækkanir á gjöldum, sem koma alltaf reglulega, þá heitir það alltaf „verðskrárbreyting“ en ekki hækkun. Vissulega er verið að breyta verðskránni en er ekki í lagi að kalla hluti rétt- um nöfnum? Nú eru allir þjónustufulltrúar eða eitthvað álíka. Ég hringdi í tryggingafélag og fékk ekki samband við sölu- mann heldur tryggingaráðgjafa, sem er mjög virðulegur titill. Hann reyndi að sjálfsögðu selja mér eins margar tryggingar og hann gat, hjá tryggingafélaginu sínu. Er hann þá ekki sölumaður? Eigum við ekki bara að kalla hann það? Það er heldur enginn lengur stór eða feitur eða lítill í hefðbundinni merkingu. Fólk er hávaxið og lágvax- ið, sem eru svo sem ágætis orð, og stór þýðir núna að vera feitur. Merkingin skilar sér alveg og hugsanlega er þetta tilraun til að tala af meiri virðingu um samborgara sína, en það er örugglega ekkert langt þangað til fólk verður ekki lengur lágvaxið – eða stórt í nýrri merkingu – heldur eitthvað allt annað, af því að þessi orð hafa þá líka tapað virðingarstöðu sinni. Við erum föst í að búa til orð og orðasambönd sem lýsa ekki fólki heldur launaflokkum. Við tölum um teymi við- bragðsaðila og í kjarasamningum er samið um „launalið- inn“. Ekki laun. Miðjumenn í fótbolta eru ekki til lengur. Þeir eru á miðsvæðinu. Og línuverðir hafa frekjast í að láta kalla sig aðstoðardómara. Það er reyndar efni í heilan pistil! Mér finnst alveg glatað að geta ekki notað orðið fóstra. Mér finnst það fallegt orð og lýsa starfinu af miklu meiri alúð en leikskólakennari. Og flugfreyja varð flugliði. Hefði það drepið karlmenn að fá eitt starfsheiti í kvenkyni? Það er líka stórmerkilegt að ljósmæður hafi fengið að halda því nafni en séu ekki fæðingartæknisérfræðingar. Það er eins og allt sé gert til að búa sér til ímyndaða virðingu. Starfsmannastjórar urðu mannauðsstjórar, hús- vörður er orðinn umsjónarmaður fasteigna og ganga- vörður er skólaliði. Baðvörður er sennilega sérfræðingur á sviði vatns í rými sem ætlað er til fatnaðarskiptinga. Mér finnst ekki langt í það að við hættum að tala um fólk í bílum og förum að tala um aðila í farartækjum og hljómum öll eins og amerískir liðsforingjar í bíómynd. Ég hef nefnilega ekki svo miklar áhyggjur af slettum í málinu. Frekar að við séum að missa tökin á því hvernig við tölum eðlilega og segjum það sem við viljum segja. Frávik íslenskunnar Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Ef þið fáið bréf frá hinu opinbera um hækkanir á gjöldum, sem koma alltaf reglu-lega, þá heitir það alltaf „verðskrárbreyting“ en ekki hækkun. Vissulega er veriðað breyta verðskránni en er ekki í lagi að kalla hluti réttum nöfnum? UMMÆLI VIKUNNAR ’Þetta eru börn og niðurstaðaþeirra einstaklinga semverða fyrir svona truflun í prófigerir það að verkum að próf- takan er algjörlega ómarktæk. Það á bara hreinlega að gleyma þessu segi ég. Gleyma því að þetta próf hafi átt sér stað. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjóra- félags Íslands um samræmdu prófin. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. SKÝR hugsun Clear Brain töflurnar eru ríkar af næringarefnum fyrir heilann og hafa góð áhrif á andlega getu og vitræna starfsemi eins og minni, eftirtekt og einbeitingu. Inniheldur: L-theanín • Valhnetuþykkni • Granatepli • Furubörkur • Pipar • B-vítamín SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.