Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Síða 18
Stíllinn á heimilinu er líflegur, listrænn,kósí og afslappaður,“ útskýrir Sigurlaug.„Við viljum frekar nýta það sem til er og gera eitthvað skemmtilegt úr því en að kaupa endilega nýtt.“ Þá segir parið jafnframt notalegt að hafa í kringum sig hluti sem eiga sér ein- hverja sögu. Aðspurð hvað þau leggi áherslu á við innrétt- ingu heimilisins segja þau að þægindi og gott skipulag í bland við huggulegt útlit sé mikil- vægt. Sigurlaug og Stígur segjast helst kaupa inn á heimilið í Ikea og Von og björgum. „Svo grípum við stundum í einn og einn hlut á ferðum er- lendis,“ útskýrir Sigurlaug og bætir við að þau sæki helst innblástur inn á heimilið úr blöðum, bíómyndum og listaverkabókum. Fjölskyldan kann vel við sig í miðbænum. „Bakaríið Brauð og co. er í miklu uppáhaldi, þangað förum við um helgar og nælum okkur í rjúkandi nýbakað súrdeigsbrauð, einnig eru mörg kaffihús í nágrenninu sem notalegt er að hanga á þegar tími gefst til. Ekki má gleyma nýuppgerðri Sundhöll Reykjavíkur, sem er dásamlegur staður til þess að slaka á og njóta,“ útskýra þau og bæta við að á heimilinu sjálfu eigi fjölskyldan bestu stundirnar við eldhús- borðið. Sigurlaug Arnardóttir, kennari og söngkona, og Stígur Steinþórsson leikmynda- hönnuður búa ásamt börnum sínum í einstöku einbýlishúsi í miðbænum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Listrænt heimili í miðbænum Morgunblaðið/Eggert Bakkelsi frá Brauði og co. er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Á heimilinu er nostrað við hvern krók og kima. Stígur Steinþórsson og Sigurlaug Arnardóttir hafa komið sér vel fyrir í gömlu einbýlishúsi í miðbænum. Eldhúsið tók parið nýverið í gegn. Blái liturinn setur svo sannarlega skemmti- legan svip á rýmið. HÖNNUN Laugardaginn 10. mars verður lager- og sýnishornasala barnafataversl-unarinnar iglo+indi, skartgripahönnunarinnar Hring eftir hring og skó- búðarinnar Flóar opin frá klukkan 12-16 í Auðbrekku 10, 200 Kópavogi. Lager- og sýnishornasala iglo- +indi, Hring eftir hring og Fló 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.