Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Síða 24
HEILSA Þó svo að ávextir séu skárri valkostur en sælgæti, þá eru ekki allirávextir beinlínis megrunarfæða. Litkaávöxtur, mangó og banani erudæmi um ávexti með hátt sykurinnihald. Sykurhlutfallið er síðan enn hærra í þurrkuðum ávöxtum, jafnvel um eða yfir 50%. Ávextirnir eru mishollir 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.3. 2018 Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að fólk sem syndir í sjónum eða stundar aðrar íþróttir í sjó, s.s. að renna sér á brimbretti, er 77% líklegra til að fá verk í eyra og 29% líklegra til að fá meltingarfærasjúkdóma á borð við magaverk og niðurgang. Rannsakendurnir byggja niðurstöður sín- ar á könnunum um veikindi af völdum sjó- sunds sem gerðar hafa verið í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Danmörku og Noregi og náðu samtals til 120.000 manns. Að sögn BBC taka rannsakendurnir fram að þeir vilji ekki fæla fólk frá því að synda í sjónum enda geti sjósundið líka gert heils- unni gott og verið skemmtileg leið til að tengjast náttúrunni. Almenningur þurfi samt að gera sér grein fyrir að mengun í hafinu geti valdið sýkingum. Oftast er um léttvæg tilvik að ræða sem líkaminn getur sjálfur unnið bug á án læknisaðstoðar og lyfja, en fyrir viðkvæma einstaklinga, s.s. börn og aldraða, geti sýkingarnar haft al- varlegri áhrif. ai@mbl.is EKKI ER ALLT GOTT Í SJÓNUM Sjósund eykur líkur á kvillum Magakveisa og eyrnaverkir voru tíðari hjá fólki sem stundar sjóböð og íþróttir í sjó. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áætlað er að tæplega eitt pró-sent þjóðarinnar, eða a.m.k.3.000 manns, beri arfgenga stökkbreytingu á geni sem eykur stórlega líkurnar á vissum tegundum alvarlegra krabbameina. „BRCA 1 og BRCA 2 eru algeng- ustu afbrigðin af þessari stökk- breytingu og valda því að konur eru í mun meiri hættu á að fá krabbamein í eggjastokkum og brjóstum, og karl- ar krabbamein í blöðruhálskirtli. Aukast einnig líkurnar á krabba- meini í brisi, húð og skjaldkirtli,“ út- skýrir Anna Margrét Bjarnadóttir, meðlimur í Brakkasamtökunum – BRCA Iceland (www.brca.is), og skipuleggjandi ráðstefnunnar Á brakkann að sækja sem haldin verð- ur laugardaginn 10. mars í Veröld – Húsi Vigdísar. Á ráðstefnunni verður fjallaða um BRCA og arfgeng krabbamein hjá konum og körlum frá ýmsum hliðum og von á bæði ís- lenskum og erlendum fyrirlesurum í fremstu röð. „Meðal viðfangsefna ráðstefnunnar er að velta upp hvern- ig fræðslu til arfbera er háttað og al- mennt hvernig heilbrigðisþjónustan og aðrir gætu bætt þjónustu við þennan hóp,“ segir Anna Margrét. Brakkasamtökin draga nafn sitt af því að BRCA-stökkbreyting er oft í daglegu tali nefnd brakki, og þá með vísan til brjóstakrabbameins. Anna Margrét leggur þó áherslu á að stökkbreytingin ógni líka heilsu karl- manna: „Karlmenn með BRCA- stökkbreytingu eru t.d. 3,5 sinnum líklegri en aðrir karlmenn til að fá krabbamein í blöðruhálskirtli og þarf að grípa hraðar inn í ef karlmaður sem ber stökkbreytingu greinist með þetta krabbamein. Þá geta karlar líka verið arfberar.“ Fjölskyldusagan skoðuð Anna Margrét segir læknavísindin hafa uppgötvað áhrif BRCA 1 stökk- breytingar árið 1994, og íslenskir vís- indamenn uppgötvað tengsl BRCA 2 og krabbameins árið 1996. „Áhættan er aukin hjá öllum arfberum, en mis- munandi er eftir fjölskyldum og fjöl- skyldusögu hvaða krabbameini stökkbreytingin getur valdið.“ Þeir sem telja mögulegt að þeir séu með BRCA-stökkbreytingu geta leitað til erfðaráðgjafar Landspít- alans til að fá úr því skorið. „Ef ástæða þykir til að gera genapróf er tekið blóðsýni sem sent er í rannsókn og getur tekið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði að fá niðurstöð- urnar,“ segir Anna Margrét og bætir við að ef krabbamein hefur komið upp hjá ættingjum fólks þá geti verið ástæða til að skima eftir stökkbreyt- ingu. „Í mínu tilviki varð það til þess að ég fór í genapróf að móðir mín fékk krabbamein sextug eftir að hafa fengið krabbamein áður í kringum þrítugt, og á svipuðum tíma að tvær frænkur greindust með krabbamein. Á aðeins fjórum mánuðum misstum við þrjá ættingja vegna þessa sjúk- dóms.“ Ráðrúm til forvarna Miklu skiptir að vita að stökkbreyt- ingin sé til staðar og býðst þá konum og körlum reglulegt eftirlit og skim- un eftir fyrstu einkennum krabba- meins svo grípa megi fyrr til aðgerða áður ef sjúkdómurinn lætur á sér kræla. „Í sumum tilvikum ákveður fólk að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og brjóstnám, ef líkurnar á ban- vænu krabbameinin þykja það mikl- ar. Er það þó alltaf val hvers og eins hvaða úrræða er gripið til,“ segir Anna Margrét. BRCA-greining þýðir líka að fólk hefur ráðrúm til að gera ýmsar lífs- stílsbreytingar til að draga úr hætt- unni á krabbameini, s.s. að forðast sólina og bera á sólarvörn til að minnka líkurnar á húðkrabbameini. „Margir kvíða því sérstaklega að þurfa að ræða greininguna við börnin sín enda eru helmings líkur á að þau séu með sama stökk- breytta genið. Það er samt vissara að ræða málin vel við börnin og unglingana á heimilinu, áður en þau byrja sjálf að leita á Google og fá kannski ranghugmyndir um hvað það þýðir ef pabbi, mamma eða þau sjálf eru með BRCA.“ Hlutverk Brakkasamtakanna er m.a. að fræða og styrkja fólk sem greinist með BRCA-stökkbreytingu. Anna Margrét segir það vissulega geta verið áfall fyrir fólk að komast að því að stökkbreyting sé til staðar, og fyrir marga sé allt annað en auð- velt að ræða við maka, börn og ástvini um greininguna og hvað hún gæti þýtt. „Það getur verið erfið ákvörðun að fara í genapróf, og skiljanlegt ef fólk langar helst ekki að vita nið- urstöðurnar, en á móti kemur að þeg- ar fólk sem greinst hefur með krabbamein er spurt segir það að það hefði viljað fá að vita af hættunni áður en krabbameinið kom í ljós.“ Um 75% líkur eru á að konur með BRCA stökkbreytingu fái brjóstakrabbamein, borið saman við 11% líkur í konum almennt. Morgunblaðið/Ómar Gæti gena- próf bjargað lífinu? BRCA er arfgeng stökkbreyting í geni sem veldur stóraukinni hættu á vissum tegundum krabba- meins. Fyrir suma getur verið ráðlegt að láta skima eftir stökkbreytingunni í forvarnarskyni. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Anna Margrét Bjarnadóttir Bretar hafa áhyggjur af hárri slysatíðni í trampólín- görðum sem sprottið hafa upp hér og þar um landið. Þar geta börn og fullorðnir fengið að hoppa um á trampólínum í stórum opnum rýmum, brennt hitaein- ingum og gert alls kyns skemmtilegar kúnstir. Að sögn BBC voru aðeins þrír trampólíngarðar í Bretlandi árið 2014 en eru núna um tvö hundruð tals- ins og fjölgar hratt. Er áætlað að um fimmtán milljón manns heimsæki þessi fyrirtæki ár hvert. Tölur sem teknar voru saman af breskum heilbrigð- isyfirvöldum hafa leitt í ljós að árið 2017 voru sjúkrabíl- ar kallaðir til í 1.181 skipti vegna slysa í trampól- íngörðum þar í landi, eða rúmlega þrisvar á dag alla daga ársins. Ekki er nóg með það að slysin í görðunum séu tíð, heldur virðast slysin þar alvarlegri en slys sem verða við notkun trampólína heima við. Af þeim sem slös- uðust í trampólíngörðum voru 44% með beinbrot, en hlutfallið var 36% hjá þeim sem slösuðust við hopp og skopp heima fyrir. ai@mbl.is Trampólín eru skemmtileg, en hætta á slysum ef farið er óvarlega. Morgunblaðið/Ómar HOPP-SLYS Í HEIMAHÚSUM EKKI EINS ALVARLEG Mikið um slys í trampólíngörðum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.