Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Side 29
Þjóðverja meðan Rauði herinn beið utan við borgarmörkin án þess að aðhafast neitt. Um 150.000-200.000 óbreyttir borgara létust og þeir sem lifðu af voru allir reknir út úr borg- inni eða teknir í stríðsfangabúðir. Á safninu má sjá borgina eins og hún var stuttu eftir að hún var brennd til grunna. ● Mikið af alls kyns kirkjum, höllum, virkjum og setrum, frá ýmsum sögutímabilum í bygging- arstíl eru í göngufæri við miðju borgarinnar. Má nefna Jóns- dómkirkjuna frá 14. öld, Maríu- kirkjuna frá 1411, konunglega kast- alann Curia Maior frá 15. öld og svo er mjög athyglisvert raðhús sem byggt var fyrir Burbach-fjölskyld- una á 14. öld. Bygging sem kallast „Svertinginn“ og Salwator- fjölbýlishúsið eru frægar byggingar frá endurreisnartímabilinu. Í gamla bænum má finna Konunglega kast- alann frá 16. öld og og Jesúítakirkj- una. Þetta er aðeins brotabrot af merkilegum byggingum borgar- innar og vert að kynna sér þá sögu á internetinu og ákveða hvað fólk vill skoða áður en lagt er af stað. ● Þótt gera megi ráð fyrir að það taki heilan dag að heimsækja fyrr- verandi útrýmingarbúðirnar í Auschwitz, þegar farið er frá Varsjá, er heimsóknin þess virði. Að keyra þangað sjálfur tekur tæpar 4 klukkustundir en góð ferðaþjónustu- fyrirtæki í Varsjá sjá um skipulagð- ar ferðir þangað. Má sérstaklega mæla með AB Poland Travel, sem skipuleggur alls kyns dagsferðir út fyrir borgina. ● Í Varsjá er fremur ódýrt að versla og heilar 13 verslunarmið- stöðvar með öllum helstu tísku- vörumerkjum heims. Sérstaklega má mæla með Arkadia-verslunar- miðstöðinni sem er bæði björt, falleg og með mjög fínum verslunum. Veit- ingastaðirnir eru þó það sem mörg- um þykir standa upp úr af því sem borgin býður upp á, og það er nánast allt í boði enda 70 taílenskir veit- ingastaðir í borginni, 40 kínverskir og 60 ítalskir. Má sér- staklega mæla með Tel Aviv, ísraelskum veitingastað, en ís- lenskir gestir hafa lýst matnum þar sem besta mat í heimi. Vilji fólk þjóð- lega rétti Pólverja eru Specjaly Regionalne og Polska Rozana mjög huggu- legir staðir, með frábæran mat. Þá hefur veitingastaðurinn N31 verið kosinn besti veitinga- staður borgarinnar á Tripadvisor. ● Það er ekkert mál að fá gistingu í Varsjá fyrir nánast ekki neitt en að fara alla þessa leið og gista ekki í svolitlum lúxus er synd. Enda eru lúx- ushótel Varsjár ekki dýr á okkar mælikvarða. Hótelið Bristol við Gamla mark- aðstorgið er mjög skemmtilegt, má segja það sé fíneríis D’angleterre- hótel þeirra Pólverja, og stendur í ein- um af fáum byggingum borgarinnar sem lentu ekki eyðileggingaröflum síðari heimsstyrjaldar, byggt árið 1901. Á hótelinu hafa merkismenn dvalið í gegnum tíðina, Margrét Thatcher valdi til dæmis alltaf að gista á hótelinu þegar hún var í er- indagjörðum í borginni. Annað hótel sem er eilítið ódýrara og í nýrri bygg- ingu og þykir afar gott er H15 Bouti- que. ● Að lokum má geta þess að Var- sjárbúar eiga líka kattakaffihús sem margir vilja helst heimsækja tvisvar í einni og sömu ferðinni! Hjarta borgarinnar slær á gamla markaðstorginu en þar voru gamlar teikningar notaðar til endurbygginga. matthewshaw.co.ukNotalegur heimilislegur andi er á Polska Rozana veitingastaðnum. Tel Aviv er einn af vinsælli veitingastöðum borgarinnar. Margrét Thatcher var aðdáandi Hótel Bristol. Bristol hótelið er und- urfagurt og nóttin ekki dýr miðað við lúxusinn. 11.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp film freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægu Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari u uh m v pplýsingum um áh us s. kra.is. töku, Panodil Br fyrir notkun lyfsin Panodil H ga upplýsi ættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjas ot mixtúruduft, ngar á umbúðum lausn til inn og fylgiseðli úðaðar töflur, P erkjum. Hitalækka anodil Junior mixtúra, dreifa, ndi. Til inntöku. Lesið vandle Veldu Panodil sem hentar þér! Verkjastillandi og hitalækkandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.