Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.03.2018, Page 40
SUNNUDAGUR 11. MARS 2018
Heida Reed, eins og leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir kallast úti í heimi,
sagði frá því á dögunum að hún hefði séð ummæli á netinu um líkamsvöxt
sinn, hún hefði til dæmis verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu grönn en
Daily Mail greindi frá því að þrátt fyrir að leikkonan væri augsjáanlega í
góðu formi hefði hún lesið ummæli á netinu þar sem stóð að hún væri falleg
en hefði „óheppilega“ stór læri.
„Af hverju er það óheppilegt? Eftir að hafa lesið nokkur fáránleg ummæli
um Iskru Lawrence í morgun vil ég bara segja að við þurfum konur eins og
hana,“ sagði Heiða en Lawrence er þekkt svokölluð „fyrirsæta í yfirstærð“.
Heiða bætti við: „Ég get ekki sagt hvað það er yndislegt að sjá ungar konur
sáttar og ánægðar með sinn vöxt og líkama af því að þær hafa einhvern eins
og Lawrence til að líta upp til.“
Heida Reed hefur
átt mikilli velgengni
að fagna í Poldark.
Lawrence mikilvæg fyrirmynd
Iskra Lawrence á tískuvikunni í New
York í febrúar síðastliðnum.
AFP
Það eru ekki bara módel í yfirstærð sem fá glósur
um vöxt sinn heldur einnig grannar leikkonur á
við Heidu Reed. Hún segir Iskru Lawrence
mikilvæga fyrirmynd fyrir ungar konur.
Náttúrugripasafn Íslands eign-
aðist uppstoppaðan geirfugl í
mars árið 1971. Fuglinn var þá
löngu útdauður en talið er að
einungis séu til tæplega 80 upp-
stoppaðir geirfuglar í heiminum.
Fuglinn var boðinn upp hjá
Sotheby’s í London og það var
einungis viku áður að Valdimar
Jóhannesson, blaðamaður á Vísi,
las um uppboðið og datt í hug að
þetta væri líklega síðasta tæki-
færi Íslendinga til að eignast ein-
tak af þessum útdauða fugli.
Fram fór sérstök söfnun og á
örfáum dögum söfnuðust um
tvær milljónir kr. sem voru á
þeim tíma um það bil andvirði
þriggja herbergja íbúðar í
Reykjavík.
Geirfuglinn (Pinguinus imp-
ennis) var mjög algengur á Norð-
ur-Atlantshafi á öldum áður, m.a.
við Ísland, talið er að stofninn
hafi verið margar milljónir en of-
veiði var meginástæða þess að
fuglinn dó út. Talið er að síðustu
tveir fuglarnir hafi verið veiddir á
Íslandi; í Eldey, í byrjun júní 1844.
Valdimar og doktor Finnur
Guðmundsson, fuglafræðingur,
héldu til London með féð sem
safnaðist. Vert er að geta þess að
borgarstjóri, menntamálaráð-
herra og Seðlabankastjóri höfðu
gefið vilyrði fyrir allt að fjórum
milljónum til viðbótar ef þyrfti en
til þess kom ekki. „Ég er mjög
ánægður. Þetta var afskaplega
skemmtilegt og spennandi upp-
boð. Ég er hérna með hann í stof-
unni, þar sem ég tala við þig,“
sagði dr Finnur við Morg-
unblaðið.
Geirfuglinn er varðveittur á
Náttúruminjasafni Íslands.
GAMLA FRÉTTIN
Íslendingar keyptu sér geirfugl
Dr. Finnur Guðmundsson og geir-
fuglinn prýddu forsíðu Morgun-
blaðsins daginn eftir uppboðið.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Benedikt Gröndal
forsætisráðherra 1979-1980
Donald Trump
forseti Bandaríkjanna
Theresa May
forsætisráðherra BretlandsSkeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða
fleiri litir
Verð frá 17.900,-
TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 10.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 19.900,-
KAY BOJESEN
Söngfugl
Verð frá 10.750,-
Góðar gjafir í
fermingarpakkann
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.890,-
VITA - SILVIA
Borðlampi
Verð frá 19.900,-
ARCHITECTMADE
Önd andarungi
Verð frá 8.450,-
SIMPSON
Bolli
Verð 1.590,- stk.
MR.WATTSON
LED LAMPI
Verð 16.990,-
KAY BOJESEN
Api lítill
Verð 17.850,- stk
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
LOUIS GHOST
Stóll, til í fleiri litum
Verð 36.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð
Verð frá 47.900,-