Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018 Synd ef eitthvað kæmi fyrir mömmu hennar „Þetta er falleg lítil stúlka. Það væri synd og skömm ef eitthvað kæmi fyr- ir mömmu hennar.“ Þetta fullyrðir klámmyndaleikkonan Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sængað hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta árið 2006, að ókunnugur maður hafi sagt við hana og unga dóttur hennar árið 2011. Kippti sér sjálfur í lið „Þetta sló mig aðeins út af laginu en ég var fljótur að ná áttum og hélt sýningunni áfram. Leikarinn Jóel Sæmundsson var að leika einleik- inn Hellisbúann í Keflavík þegar hann fór úr axl- arlið. Hann lét það ekki á sig fá, kippti sér í lið og hélt sýningunni áfram. Kornið sem fyllti mælinn „Viðbrögð rússneskra stjórnvalda hafa ekki verið sannfærandi og þau hafa ekki verið tilbúin að starfa með Efnavopnastofnuninni og breskum stjórnvöldum til að upplýsa málið. Það má segja að Salisbury-málið sé kornið sem fyllti mælinn.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en Ís- land mun ásamt fleiri vestrænum ríkjum taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússum. Enginn á HM „Enginn sem spilaði í dag fer á HM.“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu. Ósáttur við frammistöðu liðsins í vináttuleiknum gegn Perú. Sá netta birnu „Ég leit út um gluggann og sá þá eina netta birnu en fyrir aftan hana var stór björn.“ Bjørn Naustervik Myklebust sem starfar á Svalbarða. Reuters VIKAN SEM LEIÐ Ég fékk vinabeiðni um daginn á Facebook frá henniEmilíu. Ég þekki hana ekki neitt en ég er svosem vanur að fá svona beiðnir frá fólki sem ég kannast ekki við, enda mjög ómannglöggur. Það var samt eitt- hvað undarlegt við þetta. Í fyrsta lagi átti hún bara þrjá vini fyrir. Þeir voru all- ir miklir útlendingar og ekki í neinum tengslum við Ís- land. Hvað þá mig. Í öðru lagi var bara ein mynd af henni á síðunni. Það var greinilega gott veður hjá henni því hún var léttklædd. Hún var svosem ekki að segja mikið frá högum sínum, utan þess að hún væri einhleyp, en maður gat komist að meiru með því að taka niður eitthvert forrit til að skoða myndirnar hennar. Pínu undarlegt. Nú gæti maður spurt sig: Af hverju ætti ókunnug út- lensk kona að vilja gera mig að fjórða vini sínum á Fa- cebook? Gæti mögulega verið að hér væri einhver að spila með mann? Ég þekki mann sem fékk tölvupóst um að hann hefði unnið í happdrætti í Frakklandi. Hann trúði því. Jafnvel þó að hann væri alveg handviss um að hann hefði aldrei keypt miða og reyndar aldrei komið til Frakklands. Honum fannst það ekki skipta svo miklu máli. Hann sá bara upphæðina sem hann vann og fannst svosem ekkert tiltökumál að senda reiknings- númer til baka. Sem betur fer gekk það ekki svo langt. Er það ekki ólíklegt að maður vinni í happdrætti þeg- ar það er algjörlega öruggt að maður hefur ekki keypt miða? Af og til fæ ég tölvupóst frá einhverjum sem ég þekki ekki um að fjarskyldur ættingi minn hafi fallið frá. Svo merkilega vill til að svo virðist sem eingöngu efnaðir ættingjar mínir geispi golunni, gjarnan í útlöndum. Kannski er stórhættulegt að vera ríkur. En það merkilega við þessi skilaboð er að þetta er aldrei neinn sem ég þekki. Jafnvel mamma, sem er allra manna ættvísust, hefur aldrei heyrt um þetta fólk. Eins og þegar Luther Bergmann fórst í þyrluslysi í Argent- ínu. Það var vissulega hræðilegt. En hefði verið enn hræðilegra ef ég hefði vitað hver það var. En til að dempa sorgina get ég alltaf huggað mig við að mín bíður vissulega myndarlegur arfur. Jafnvel þó að ég fái það ekki til að passa, með þrjá bræður mína full- fríska, að ég sé alltaf eini erfinginn, einhver sé alltaf með netfangið mitt og það eina sem ég þurfi að gera sé að senda þeim kennitöluna mína og bankaupplýsingar. Þetta er stórmerkilegt. Og ef kortafyrirtækið þitt sendir þér póst um að kort- ið þitt sé lokað, er þá ekki líklegra að hann líti út eins og Íslendingar hefði skrifað hann? Þegar kemur að tölvumálum eru bara fjórar reglur. Hugsaðu í smástund áður en þú svarar. Ef það hljómar of vel til að vera satt þá er það ekki satt. Ekki treysta neinum sem þú þekkir ekki. Og aldrei fara með tölvuna í bað. (Hér erum við samt aðallega að tala um fyrstu þrjár reglurnar.) Ef þú fylgir þeim þá er netið frábær staður. Reglur netsins Á meðan ég man Logi Bergmann Eiðsson logi@mbl.is ’Eins og þegar Luther Bergmann fórst í þyrluslysi í Argentínu. Það var vissulegahræðilegt. En hefði verið enn hræðilegra ef ég hefði vitað hver það var. UMMÆLI VIKUNNAR ’Ef ekki væri fyrir Þóri þá hefðiég kastað inn handklæðinu. Norska handboltakonan Nora Mörk sem er þakklát þjálfara sínum, Þóri Hergeirssyni, fyrir stuðning á erfiðum tímum. VETTVANGUR Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2018 COLOUR 5 Atvinna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.