Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 18
VIÐTAL
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
H
inn skeggprúði Hjörtur Schev-
ing er hugbúnaðarverkfræð-
ingur að mennt en í dag eiga
skegg hug hans allan. Ekki
bara hans eigið, heldur skegg
út um allan heim, en hann selur skeggvörur í
45 löndum undir vörumerkinu Fit for Vikings.
Hjörtur býr í Noregi þar sem hann hefur opn-
að tvær rakarastofur og fleiri eru á teikniborð-
inu. Í vor mun hann svo stofna fyrsta rakara-
skóla Noregs. Hjörtur segist bjóða upp á
miklu meira en rakstur; að setjast í rakarastól-
inn er víst líka gott fyrir sálina.
Fékk leiða á stafrænum heimi
Skeggævintýrið hans Hjartar hófst fyrir
þremur árum en hann hafði áður unnið í við-
mótshönnun og grafískri hönnun, fyrst á Ís-
landi og svo í Noregi, en eftir hrun var hér
ekkert að gera í þeim bransa. Hann flutti þá til
Noregs þar sem hann hafði búið sem barn og
fékk strax vinnu við sitt fag, en eftir nokkur ár
við tölvuna ákvað hann að breyta til.
„Ég fékk svo leiða á þessum stafræna heimi.
Þar er ekkert sem endist og ekkert sem er
áþreifanlegt, öllu er breytt svo fljótt aftur.
Þannig að ég fór að skoða í kringum mig hvað
ég gæti gert,“ segir Hjörtur.
Þá fékk hann hugmynd að vinnu sem var
ólík öllu sem hann hafði áður gert.
„Ég hef verið með skegg í áratugi og nota
mikið skeggvörur til að halda því almennilegu.
Ég hafði kynnt mér skeggvörur og sá að þar
voru engin geimvísindi á ferð. Stofnkostnaður
við að búa til skeggvörur var ekki svo hár
þannig að ég byrjaði fyrir þremur árum með
línu sem heitir Fit for Vikings. Ég hanna allt
sjálfur, vörurnar, allar uppskriftir og umbúð-
irnar. Ég byrjaði heima í eldhúsinu og er nú
með endursöluaðila í fimmtán löndum. Þetta
hefur gengið mjög vel og ég hef verið að selja á
netinu til 45 landa,“ segir Hjörtur.
„Þetta er alltaf að vaxa,“ segir hann en hann
lét ekki staðar numið þar. Rakarastofur voru
næst á dagskrá.
Skeggið er heilagt
„Mér fannst passa mjög vel við vöruna að vera
með rakarastofu, það gefur vörunni aukinn
trúverðugleika. Ég opnaði fyrstu stofuna í
Osló í maí á síðasta ári. Ég fann húsnæði sem
ég féll algjörlega fyrir, og sá bara fyrir mér
rakarastofuna þarna. Þetta er ekta rakara-
stofa og við klippum bara herra og það er rak-
að á gamla mátann og mikil skeggklipping,“
segir Hjörtur. Að sjálfsögðu eru þar einungis
notaðar vörurnar úr línunni hans Hjartar.
„Þetta eru allt náttúrulegar vörur og allt hand-
unnið, það eru engar vélar sem koma nærri.
Við erum líka með hárvörur, sjampó, olíur; í
raun allt sem viðkemur stofunum okkar,“ segir
hann.
„Vörulínan mín er vel þekkt í Noregi og að-
allega fyrir skeggvörur þannig að menn
treysta okkur vel fyrir skegginu. Þú getur
klúðrað hárinu á mönnum, en ef þú klúðrar
skegginu, eru það endalok. Þetta er heilagt,“
segir Hjörtur og brosir.
Svo er skegg í tísku í dag, það hefur kannski
hjálpað?
„Auðvitað hefur það hjálpað, það er mjög
inn í dag og ég held það verði það áfram. Það
er svaka sprenging í rakarastofum á heims-
vísu, þær eru að poppa upp núna víða og það er
fullt af nemum að læra,“ segir Hjörtur.
Hann segir skeggolíur og skeggvörur sífellt
vinsælli og hafa vörurnar hans unnið til al-
þjóðlegra verðlauna.
„Svo hef ég fengið mjög góða dóma fyrir
hönnunina mína í erlendum fagtímaritum. Þar
hafa verið sýndar myndir af stofunni og talað
um að hún sé hin fallegasta í heiminum,“ segir
hann og bætir við að hann sé að fara í samstarf
við ítalskt hönnunarfyrirtæki um hönnun á
sérstökum rakarahúsgögnum.
Meðferð fyrir skegg og sál
Hefurðu einhverja skýringu á þessari skegg-
tísku?
„Já, ég held það. Við lifum á stafrænni öld
með öllum þessum samskiptamiðlum. Nú eru
að dúkka upp alls konar míkró-ölsmiðjur og
handverk er að verða meira metið. Þetta er
visst afturhvarf til fortíðarinnar. Að láta raka
sig hjá okkur tekur 45 mínútur; þar er dekrað
við þig. Þetta er eini staðurinn þar sem ég fer
þar sem ég er ekki að tékka á póstinum eða í
símanum. Við erum miklu frekar að selja upp-
lifun heldur en nokkuð annað,“ segir hann og
segir að þarna sé góð tónlist og hægt að spjalla
við rakarann sinn um daginn og veginn.
Er þetta spa fyrir skeggið?
„Já, spa fyrir skeggið og spa fyrir sálina í
rauninni! Nándin á milli rakarans og kúnnans
er mikil. Kúnninn segir oft rakaranum meira
en öðrum,“ segir Hjörtur en hann er í sam-
vinnu við breskt góðgerðarfélag sem heitir
The Lions Barber Collective sem vekur at-
hygli á andlegri heilsu karlmanna og rennur
ágóðinn af einni vörulínu Hjartar til samtak-
anna.
„Rakarinn finnur oft hvað er að gerast hjá
kúnnanum; hefur kannski þekkt hann í gegn-
um árin. Þeir geta lesið í hann og ef þeir verða
varir við eitthvað erum við í beinu sambandi
við félög, t.d. við eitt sem vinnur gegn sjálfs-
vígum. Við erum ekki sálfræðingar en reynum
að leiðbeina fólki áfram.“
Vantaði rakaraskóla í Noregi
Hjörtur segir að núorðið sé viðurkennt að
karlmenn snyrti sig og noti snyrtivörur.
„Hellisbúaútlit er ekki lengur inn,“ segir
Hjörtur og bætir við að Norðmenn með skegg
séu í auknum mæli að koma til að láta snyrta
skeggið.
Blaðamaður segist sjá fyrir sér norskt mót-
orhjólagengi, tattúveraða leðurklædda gaura
með rytjulegt skegg ryðjast inn á stofuna.
Eru þessir menn að mæta?
Hjörtur hlær. „Já, þeir eru einmitt að mæta!
Við fáum alls konar menn úr öllum stéttum og
sumir koma langt að.“
Í Noregi hefur ekki verið nein rakara-
menning að sögn Hjartar og enginn skóli til
sem kennir rakarafræðin. „Ég er að byggja
upp hefðina, þessa bresku hefð, hér í Noregi.
Vegna þess að námið hefur aldrei verið
kennt hér fékk ég til mín erlenda rakara til
að vera með í upphafi, en rakarar geta fengið
vinnu hvar sem er í heiminum,“ segir Hjört-
ur sem ákvað að það væri ekki nóg. Næst
þurfti að opna aðra stofu og í kjölfarið rak-
araskóla.
„Svo opnuðum við aðra stofu í desember í
Drammen, í 40 mínútna fjarlægð frá Osló. Þar
er húsnæðið öðruvísi, í 150 ára gamalli blikk-
smiðju þannig að við reynum að halda stílnum
upp að vissu marki. Þetta er fyrsta rakara-
stofan í Drammen,“ segir hann.
„Við ætlum svo að setja þar á stofn rakara-
skóla. Málið er að ég get án efa opnað rakara-
stofur um allan Noreg, en ég fæ ekki rakara.
Eina lausnin var í raun að opna skóla og þjálfa
upp sjálfur rakara sem ég get svo boðið vinnu.
Við opnum núna í apríl, maí og verðum með
pláss fyrir átta manns,“ segir Hjörtur en nám-
ið tekur fjóra mánuði.
„Nemendur verða þá öruggir með vinnu
eftir námið og það er hægt að þéna vel yfir
hálfa milljón á mánuði sem rakari. Og það eru
störf um allan heim fyrir rakara, nefndu það
bara.“
Ert þú sjálfur liðtækur í rakstrinum?
„Ég kann ekkert, hef aldrei snert skærin.
Mig langar að læra raksturinn, mér finnst það
spennandi, það er eins og falleg listgrein.“
Ætlar í skeggútrás
Hjörtur á fyrirtækið einn og segist ráða sér
sjálfur, hvert hann fari og hvað hann geri.
Íslenskur víkingur í
skeggútrás
Hjörtur Scheving býr í Noregi og rekur tvær nýstárlegar rakarastofur, selur skegg-
vörur sínar á netinu og hyggst opna fyrsta rakaraskóla Noregs. Hann hefur sjálfur
hvorki snert skæri né rakhníf en lætur það ekki aftra sér frá því að færa út kvíarnar og
opna griðastaði fyrir skeggjaða menn víða um heim.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í Drammen hefur Hjörtur opnað rakarastofu í 150 ára gamalli blikk-
smiðju. Hönnunin er gamaldags í stíl við bygginguna. Innan skamms
verður opnaður þar fyrsti rakaraskóli Noregs.
’Vörulínan mín er vel þekkt íNoregi og aðallega fyrirskeggvörur þannig að menntreysta okkur vel fyrir skegginu.
Þú getur klúðrað hárinu á mönn-
um, en ef þú klúðrar skegginu,
eru það endalok. Þetta er heilagt.