Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Page 24
HEILSA Þrátt fyrir að línuskautar séu skemmtilegir finnst mörgum ekkertskáka gömlu hjólaskautunum. Á Amazon má til dæmis kaupa gerðir sem þessar, sem minna á þá sem voru vinsælir fyrir áratugum. Nostalgískt hjólaskautasumar 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018  Zumba er kennt víða. Í Reebook fitness eru til dæmis góðir tímar, annars vegar zumba og zumba fitness sem eru hraðari tímar, með meiri líkams- rækt í bland. Dans & Jóga Hjartastöðin er með bæði zumba-tíma, fjörug zumba-partí og zumba fyrir börn, í Hreyfingu eru líka opnir zumba-tímar, í Sporthúsinu, Líkamsrækt JSB og í Kramhúsinu eru sérstök zumba-námskeið.  Sjálf hef ég einkum farið í tímana í World Class en þar eru zumba-tímar á hverjum degi og kenn- arar allir góðir en mjög ólíkir. Þannig fer það svolítið eftir skapi til hvers konar kennara ég vil fara, því ég er farin að þekkja tónlistarsmekk þeirra og ríkjandi áherslu í dönsum. Í þessum efnum hefur kennarinn eiginlega allt að segja, hann drífur stuðið áfram, vel- ur tónlistina og semur dansana. Ég mæli því með að fólk prófi marga kennara, flakki milli tíma í byrjun til að finna hvað hentar best. Þekkt er að fólk eltir góðu kennarana. Skipti þeir um vinnustað, kaupa aðdáendur sér kort í nýju líkamsræktarstöðinni sem þeir kenna í. Persónulega hentar mér afar vel orkubolti sem heit- ir Alla Rún Rúnarsdóttir og kennir í Ögurhvarfi. Hjá henni getur manni liðið eins og maður sé heimsins besti dansari á leiðinni á svið að dansa í Fame og hún hefur tónlistarsmekk sem fellur vel að mínum.  Í upphafi mætti ég 3 sinnum í viku en í dag mæti ég 5-6 sinnum í viku. Ég fór líka á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag í zumba og fannst það hápunktur hátíðanna. Ástæðan er einföld, dag- urinn verður alltaf betri eftir dansinn og ég er orkumeiri í vinnu. Vís- indalega er það vissulega sannað að öll hreyfing gerir manni gott en regluleg líkamsrækt sem fær hjartað til að slá hraðar og svitna almennilega bætir einnig minnið og skerpir hugsun (nýleg rannsókn British Columbia) og það mun frekar en hægari hreyfing sem vinnur með að byggja sérstaklega upp vöðva- massa og þjálfa jafnvægi.  Klæðnaður skiptir máli í zumba þar sem manni verð- ur ógurlega heitt í dans- inum og svitnar mikið og þar sem það er mikið um skopp og sveiflur er sér- stakleg mikilvægt að skórnir styðji vel við og fjaðri vel svo að góðir hlaupaskór eru málið. Til að komast í virkilegan fíling getur verið gaman að klæða sig í „dansleg“ föt, binda bol um mittið eins og pils og vera í skærlitum bolum sem minna á suðlægari lönd. Alls ekki gleyma vatnsbrúsanum, allir þurfa vænan sopa milli lotna.  Ekki láta fæla þig frá þótt allir virðist kunna spor- in nema þú. Allir voru einhvern tíman byrjendur. Komdu þér fyrir þar sem þú sérð kennarann vel í fyrstu tímunum, til að geta fylgt eftir og notaðu bara fætur til að byrja með. Þegar þú hefur náð tök- um á þeim sporum er hægt að bæta höndum við. Í grunninn má segja að þetta séu mikil til sömu sporin svo að þetta er fljótt að koma þegar þú hefur náð grunninum. Ef þú átt erfitt með að ná sporunum skalt bara dansa eins og þú getur, það eru engar reglur í zumba um að þú þurfir að gera nákvæmlega svona eða hinsegin.  Tónlistin er hátt spiluð og þótt ég kunni vel að meta það eru þeir sem eru viðkvæmir fyrir hárri tónlist gjarnan með eyrnatappa á sér og nota í tím- anum. Það er mikill misskilningur að í zumba sé bara latínótónlist, þetta er blanda af nýrri popp- tónlist, stundum jafnvel harðara rokki, ballöðum og alls kyns skemmtilegum nýrri og eldri lögum. Marg- ir kennarar eru svo góðir að hafa lagalistana sína opna á Spotify og ég hef verið með nokkra þeirra í eyrunum þegar ég skúra eða er í vinnunni, sumir nota þá jafnvel til að æfa sig heima.  Zumba hefur marga kosti, þeir sem vilja léttast mega vita það að á fáum stöðum fær fólk meiri brennslu en í góðum zumba-tíma er brennslan upp á 500-600 hitaeiningar. Um leið styrkjast allir vöðva- hópar, liðleiki eykst og þetta er góð æfing fyrir jafn- vægið.  Teygjur eru ekki langar eftir zumba-tíma þar sem hann er nýttur vel í dansinn. Það eru mikil mistök að teygja ekki einn sjálfur betur eftir tímann.  Ekki vera feimin/n. Í fyrstu er maður upptekinn af því að ná sporunum en þegar á líður snýst þetta um ýkjur. Draga fram allt það ýktasta í manni sjálfum og láta eins og maður sé stórstjarna, syngja með lög- unum og hreyfa sig eins og maður sé í inntökuprófi fyrir söngleik. ER ZUMBA FYRIR ÞIG? Fyrir rétt rúmum áratugheyrði ég fyrst af zumba. Þávoru þetta „nýju“ tímarnir í nokkrum líkamsræktarstöðum og í kynningu var þessum tímum lýst þannig að í tímunum hljómaði suð- ræn stuðtónlist og við hana dans- aði fólk og skemmti sér en zumba snýst um að þjálfun eigi að vera fjörug og skemmtileg. Zumba er blanda af dansi og lík- amsrækt og það var kólumbíski dansarinn og hjólreiðamaðurinn Alberto Perez, jafnan kallaður Beto ofurpedali í heimalandi sínu sem var upphafsmaður þess. Í dag er zumba vörumerki, í eigu Zumba Fitness, með sérstakan alþjóð- legan sendiherra sem er brasilíska popptónlistarkonan Claudia Leitte. Dansspor zumba eru meðal annars sótt í hipp-hopp, samba, salsa og mambó og inn í þetta blandast stundum hnébeygjur og ýmiss konar æfingar sem finna má í hefðbundnari tímum. En dansinn er alltaf ofan á. Aðgengilegt En það var sem sagt fyrir nokkrum mánuðum sem ég sætti mig við að mér þætti líkamsrækt leiðinleg. Leið- inlegt að hlaupa, leiðinlegt í skíðavélinni, leið- inlegt í tækjasaln- um, leiðinlegt að hoppa eins og frosk- ur í eróbikktímum. Í mér bjó hins vegar gamall dansari, ball- erína til nokkurra ára, og ég vissi að mér þætti gaman að dansa. Dansinn yrði hins vegar að vera að- gengilegur og þá rakst ég á þetta zumba. Í mörgum lík- amsræktarstöðvum voru þetta opnir tímar, oft í viku og því að- gengilegt að geta dottið inn þegar manni hentaði. Fyrsti tíminn er eftirminnilegur, ég átti fullt í fangi með að fylgja kennaranum eftir og mér fannst fólkið svolítið skrýtið þarna inni, eins og allir væru búnir að anda að sér gleðilofti á fæðingardeild, kátir og hressir. Sporin komu fljótlega og í dag, 5 mánuðum síðar, er há- punktur dagsins að fara í zumba, því þar verð ég glaðari sem er svo sem vísindalega sannað að dans geri. Það er því ekki laust við að undirrituð vilji aðeins útbreiða fagnaðarerindið og hér til hliðar eru nokkur atriði sem vert er að deila með þeim sem íhuga hvort zumba sé fyrir þá. Getty Images/iStockphoto Gleðigjafinn zumba Í mörg ár hefur undirrituð leitað að líkamsrækt sem er ekki orðin leiðigjörn eftir nokkrar vikur. Sú hreyf- ing fannst fyrir nokkrum mánuðum og nú verður ekki aftur snúið. Zumba er hamingjustund dagsins. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Tæp 20 ár eru frá því að fólk byrjaði að dansa zumba, þá fyrst í Kólumbíu. Zumba er orðið heimsþekkt fyrirbæri, hér tekur Michelle Obama nokkur zumbaspor. AFP Það góða við Zumba er að þar er leyfilegt að hafa allar dans- hreyfingar ýktar og svakalegar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.