Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Blaðsíða 36
SJÓNVARP Netflix-þættirnir Stranger Things hafa
slegið í gegn og eru orðnir ein vinsælasta þátta-
sería efnisveitunnar. Aðdáendur þáttanna vita að
allt getur gerst og engin persóna er óhult en eitt
er þó víst: Steve Harrington, sem Joe Keery leik-
ur, mun ekki deyja! Þessu lofaði framleiðandinn
Shawn Levy að minnsta kosti í viðtali við TVLine
þar sem hann sagði: „Dagurinn sem Steve Harr-
ington deyr er dagurinn sem ég segi mig frá
þáttunum. Ég get einfaldlega ekki lifað í
heimi þar sem Steve Harrington er ekki til.
Og ég held að margir séu sama sinnis.“
Þáttaröð númer þrjú er væntanleg á næsta
ári.
Steve Harrington er per-
sóna sem hefur þroskast
mikið í þáttunum.
AFP
Karakterinn sem mun ekki deyja
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.4. 2018
LESBÓK
KVIKMYNDIR Bill Nighy, sem hefur gert garð-
inn frægan í myndum eins og Love Actually,
Pride og Pirates of the Caribbean, viðurkenndi
á dögunum að sér þætti leiðinlegt að leika. Í við-
tali við RadioTimes magazine sagði hinn 68 ára
gamli leikari að það liði ekki meira en vika á
milli hugsana um að þetta væri leiðinlegt starf.
„Þetta er kannski ekki alltaf leiðinlegt, ég hef
unnið með frábæru fólki og er stoltur af sumu
því sem ég hef gert,“ sagði Nighy en sagði að
ferlið sjálft væri ekki ánægjulegt, ánægjulegt
væri þegar það væri búið. En af hverju er hann
þá leikari? Jú, honum datt ekki neitt annað í
hug til að gera.
Hatar að leika
Bill Nighy horfir helst ekki á sjálfan sig á skjánum.
AFP
Einir vinsælustu sjónvarps-þættir allra tíma eru 40 ára ámorgun, 2. apríl. Frá 1978-
1991 fylgdist heimsbyggðin með fjöl-
skyldunni á Southfork og vinum
þeirra og óvinum kúrekast, olíubora,
djúsa, plotta, elskast og rífast og
nutu þættirnir fádæma vinsælda.
Dallas átti í fyrstu aðeins að vera
fimm þættir á CBS-sjónvarpsstöð-
inni. Vinsældir komu framleiðendum
stórlega á óvart og var ráðist í að
halda áfram en sennilega hefur fáa
grunað að áhorfendur ættu eftir að
fylgja eftir ástum og örlögum Texas-
fólksins í 13 ár.
Í fyrstu áttu þættirnir fyrst og
fremst að snúast um ástir og örlög
Bobby Ewing og Pamelu, en fjöl-
skyldur þeirra voru keppinautar í
viðskiptum og svarnir óvinir. Fljót-
lega kom í ljós að eldri bróðir Bobby,
J.R. Ewing, yrði senuþjófur og þegar
yfir lauk og síðasti þátturinn fór í
loftið, 1991, var J.R. eina persóna
Dallas sem hafði birst í hverjum ein-
asta þætti.
Atriði endursýnt í fréttum
Þættirnir nutu ekki aðeins vinsælda í
Bandaríkjunum heldur fóru þeir sig-
urför um heiminn og í kringum 1980
voru áhorfendur um 300 milljónir. Í
síðasta þætti annars hluta Dallas er
J.R. skotinn og þá sáu um 30 millj-
ónir Breta atriðið, helmingur þjóð-
arinnar þá. Krár voru tómar og til-
ræðisatriðið var meira að segja
endursýnt í sjálfum fréttatíma BBC
síðar um kvöldið.
Það var þó ekki fyrr en 1981 sem
íslenskir áhorfendur gátu séð þætt-
ina og þrátt fyrir vinsældir meðal al-
mennings urðu þeir strax þrætuefni
vegna meintrar lágkúru þáttanna en
svipuð umræða hafði einnig átt sér
stað í Danmörku og Tyrkir vildu
meira að segja banna þættina þar
sem þeir væru atlaga að einingu fjöl-
skyldna.
Í dag er hægt að heimsækja
Southfork-búgarðinn sem
er til í alvörunni.
Deilt um Dallas
Dallas-þættirnir eiga stórafmæli en 40 ár eru liðin frá því að fyrsti þáttur af 357 var
sýndur vestanhafs. Hérlendis fór fyrsti þáttur í loftið 1981 og urðu þeir þrætuefni þótt
meirihluti Íslendinga teldi sig ekki geta verið án þáttanna.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Sex leikarar úr aðal Dallas-hópnum
eru enn á lífi. Patrick Duffy lék Bobby.
Linda Gray sem lék Sue Ellen er að
nálgast áttrætt í dag.
Bróðir þeirra Bobby og J.R., Ray
Krebbs var leikinn af Steve Kanaly.
Victoria Principal, sem er 68 ára í
dag, lék Pamelu Ewing.
Ættmóðirin, Ellie
Ewing, sem Barbara
Bel Geddes lék og
Larry Hagman, sem
lék J.R. eru látin.
Charlene L. Tilton, sem lék Lucy, var
tvítug þegar þættirnir hófust.
Cliff Barnes, erkióvinur J.R. leikinn af
Ken Kercheval er 83 ára í dag.