Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.04.2018, Síða 40
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2018 DÝPR I OG BE TR I SVEFN Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er og með öðrum færð þú nudd. Saman hjálpa rúmið og dýnan þér að ná hámarksslökun og dýpri og betri svefni. Svo vaknar þú endurnærð/ur og til­ búin/n í átök dagsins. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 HEILSURÚM AFSLÁTTUR 25% KOMDU NÚNA! STILLANLEGIR DAGAR AÐ SOFA BETUR OG LÍÐA BETUR ER OKKUR ÖLLUM DÝRMÆTT STILLANLEGIR DAGAR Þ Á AUS FJARSTÝRINGR LED­vasaljós Klukka Vekjaraklukka Upp/niður höfðalag Upp/niður fótasvæði Rúm í flata stöðu 2 minni Nudd Bylgjunudd STILLANLEGU HEILSURÚMIN FRÁ C&J: · Inndraganlegur botn · Lyftigeta yfir 2 x 450 kg per botn · Mótor þarfnast ekki viðhalds · Tvíhert stálgrind undir botni · Tveir nuddmótorar með tímarofa · Þráðlaus fjarstýring með klukku, vekjara og vasaljósi · LED lýsing undir rúmi · Hliðar og endastopparar svo dýnur færist ekki í sundur Tilboð 427.350 kr. STILLANLEG RÚM – VERÐDÆMI Með tveimur Serta Therapist heilsudýnum, 2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 569.800 Tilboð 577.350 kr. Með Tempur Contour eða Cloud heilsudýnum, 2 x 90 x 200 cm. Fullt verð: 769.800 Verðlaunatónlist Jóhanns Jóhannssonar úr kvikmyndinni The Theory of Everything frá 2014 verður gefin út á blárri vínylplötu í næsta mánuði en fyrir tónlistina hlaut Jóhann Golden Globe- verðlaunin 2015 og var einnig tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir hana. Myndin sjálf var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin og Eddie Redmayne var verðlaunaður fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Stephen Hawking. Endurútgáfan verður einungis fáanleg í 1.500 eintökum og er þetta í fyrsta sinn sem tónlistin er gefin út aftur eftir að hún kom upphaflega út. Jóhann Jóhannsson lést í febrúar síðastliðnum en fyrir stuttu var greint frá því að þýska útgáfufyrirtækið Deutsche Grammo- phon hefði gefið út tvöfalt albúm með tónlist Jóhanns sem nefn- ist Englabörn & Variations. Að tónlistin skuli vera á blárri vínylplötu ljær henni mikið söfnunargildi. 1.500 eintök á vínyl Theory of Everything fjallar um ævi Stephens Hawk- ings. Hér er Hawking með aðalleikurum myndarinnar. AFP Tónlist Jóhanns Jóhannssonar úr The Theory of Everyting endurútgefin. Jóhanns Jóhannssonar hefur víða verið minnst síðustu vikur, erlendis og hér heima, fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. „Ef veður ekki hamlar“ var eitt af því fyrsta, sem menn ráku augun í þegar dagskrá 11. Skíða- móts Íslands, sem haldið var á Akureyri dagana 27. til 29. mars 1948, var skoðuð. „Það er orð- inn svo sjálfsagður liður í skíða- mótum Íslands að veðrið geri ókleift að halda þar áætlun að mótsstjórnin hefur ekki sjeð sjer annað fært en slá þennan var- nagla. Það var þó alveg óþarfi í þetta sinn. Veðrið var hið ákjós- anlegasta, sólskin og blíða allan tímann,“ sagði í frétt Morgun- blaðsins. Blaðamanni þótti mjög áber- andi, hve framfarirnar höfðu orðið miklar hjá kvenfólkinu. „Hafa þær aldrei á landsmóti fengið eins erfiðar brautir og sýnt jafn mikla leikni.“ Ingibjörg Árnadóttir, ÍBR, varð Íslands- meistari, bæði í bruni og svigi. Brunbraut karla var að þessu sinni ,,sú skemmtilegasta, sem lögð hefur verið á Íslandi“, eins og einn keppandinn komst að orði. Magnús Brynjólfsson frá Akureyri bar þar af. Í brun- keppninni slasaðist Jónas Ás- geirsson frá Siglufirði það illa, að flytja varð hann í sjúkrahús. Marðist hann allmikið á baki. GAMLA FRÉTTIN Ef veður ekki hamlar Skíðakonurnar Helga Júníusdóttir (til vinstri) og Björg Finnbogadóttir frá Akureyri óska Magnúsi Brynjólfssyni til hamingju með sigurinn í bruni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Cyndi Lauper dægurlagasöngkona Páskaungi krúsídúlla Donald Trump forseti Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.