Fréttablaðið - 11.06.2018, Side 4
ÍSLENSK - BANDARÍSKA EHF • UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
SÍMI: 534 4433 • WWW.RAMISLAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR FRÁ 16. JÚNÍ TIL OG MEÐ 5. ÁGÚST
HÖRKUTÓL SEM ENDIST
RAM PALLBÍLADAGAR 12. - 13. JÚNÍ
GLÆSILEG RAM PALLBÍLASÝNING.
TIL SÝNIS RAM 3500 PALLBÍLAR
ÓBREYTTIR OG MEÐ 40” BREYTINGU.
SÝNUM EINNIG 7 MANNA
DODGE DURANGO GT LÚXUSJEPPA.
OPIÐ TIL KL 21:00 BÁÐA DAGA.
EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX.
Ferðaþjónusta Ríkisstjórnin hefur
samþykkt að setja 64 milljónir í hert
eftirlit með heimagistingu, á borð
við leiguvefinn Airbnb. „Aðalatriðið
er að það er ekki til of mikils mælst
að fólk spili eftir reglunum. Þótt
við viljum auðvitað almennt hafa
eftirlit í lágmarki þá þarf að gera
átak í þessum efnum,“ segir Þórdís
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráð-
herra ferðamála.
Í skýrslu Íslandsbanka um stöðu
ferðaþjónustu frá því í apríl kemur
fram að um 3,2 milljónir gistinátta
hafi verið seldar í gegnum Airbnb
í fyrra, af alls 11,6 milljónum gisti-
nátta sem seldar voru á árinu. Til
samanburðar seldu hótel lands-
ins um 4,3 milljónir gistinátta árið
2017. Airbnb er þannig orðin næst-
umfangsmesta gistiþjónusta lands-
ins, með 30 prósenta hlutdeild, og
um þrisvar sinnum stærri en sú
þriðja umfangsmesta, gistiheimilin.
Þá kemur fram að gistinóttum hafi
fjölgað um 2,1 milljón á síðasta ári,
en af þeirri fjölgun hafi Airbnb tekið
til sín 76 prósenta hlutdeild.
Þórdís segir að markmiðið
með átakinu sé að fleiri skrái sig
og standi skil á réttum gjöldum,
en tekjur Airbnb-leigusala námu
19,4 milljörðum króna í fyrra og
jukust um 109 prósent frá fyrra
ári samkvæmt sömu skýrslu um
stöðu ferðaþjónustunnar. „Gert er
ráð fyrir að um leið og eftirlit með
heimagistingu verður sýnilegra og
virkara, muni það hafa hvetjandi
áhrif á einstaklinga til að skrá
skammtímaútleigu sína. Einnig
verður auðveldara að halda utan
um þá leigu sem með réttu ætti að
fara til atvinnurekstrar.“
Sýslumaðurinn á höfuðborgar-
svæðinu kemur til með að útfæra
heimagistingarvaktina og hefur
metið það sem svo að átta starfs-
manna sé þörf til þess að herða
eftirlitið. Lagt er upp með að hlut-
verk starfsmanna verði að fram-
kvæma vettvangsrannsóknir í
kjölfar kvartana eða ábendinga frá
almennum borgurum og á grund-
velli upplýsinga úr frumkvæðis-
eftirliti samkvæmt upplýsingum frá
ferðamálaráðuneytinu. – ósk
Ráðherra segir ekki til of mikils mælst að menn spili eftir reglunum
64
milljónir verða settar í hert
eftirlit með heimagistingu.
Heilbrigðismál Sérfræðilæknar hafa
óskað upplýsinga frá Svandísi Svav-
arsdóttur heilbrigðisráðherra um
hvað hún hyggist gera í málefnum
sérfræðilækna en samningur þeirra
við Sjúkratryggingar Íslands rennur
út um næstu áramót. Einstaklingar
sem fara í aðgerð í sumar gætu þurft
á endurkomu að halda eftir áramót.
Verði engir samningar á borðinu
gæti kostnaður sjúklinga hækkað
gríðarlega.
Þrír valkostir eru í boði þann
1. janúar næstkomandi. Sá fyrsti er
að gera nýjan samning við sérfræði-
lækna en ráðherra segir það alveg
ljóst að það yrði ekki opinn ramma-
samningur. „Sá samningur yrði mun
skýrari um hvað ríkið kaupir af sér-
fræðilæknum,“ segir Svandís. Annar
möguleikinn er að núgildandi samn-
ingur yrði framlengdur meðan unnið
væri að breytingum. Þriðji og síðasti
möguleikinn er sá að samningurinn
rynni út og enginn samningur væri
í gildi.
Svandís telur mikilvægt að ákvarð-
anir um skipulag heilbrigðisþjón-
ustu séu ekki teknar til að takast á
við tilfallandi uppákomur. Heildar-
hugsun þurfi í málaflokknum. „Ég
vil sjá heildstætt kerfi. Við erum
með brotakennt kerfi sem sam-
kvæmt úttektum, nú síðast frá Ríkis-
endurskoðun, er ekki að öllu leyti
hagkvæmt. Að hluta til eru að fara
peningar út úr kerfinu í lækningar
sem við þurfum ekki á að halda. Við
þurfum að stíga stór skref í átt að
heildstæðara kerfi og efla opinbera
heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís.
„Þetta er heilmikið verkefni sem er
fyrir höndum. Íslenskt heilbrigðis-
kerfi þarf á því að halda að ákvarð-
anir séu teknar með heildarstefnu í
huga en ekki sem svar við tilfallandi
uppákomum í kerfinu.“
Steingrímur Ari Arason, forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands, stofnunar
sem heyrir beint undir ráðherra heil-
brigðismála, hefur verið gagnrýninn
á hugmyndir Svandísar og aðstoðar-
manns hennar, Birgis Jakobssonar,
fyrrverandi landlæknis. Birgir hefur
látið hafa eftir sér að sérfræðingar
sem vinni að hluta til á Landspítala
og að hluta á einka klíník út í bæ séu
ekki af heilum hug sem starfsmenn
spítalans og hefur gagnrýnt „hið tvö-
falda kerfi“ afar mikið.
„Það er ekki einu sinni verið að
stilla þessu upp vegna kostnaðar því
á sama tíma er verið að auka kostn-
aðarþátttöku hins opinbera í sjúkra-
þjálfun til að mynda,“ segir Stein-
grímur Ari. „Þegar öllu er á botninn
hvolft þá er þetta bara spurning um
forgangsröðun.“
Átta sérfræðilæknar hafa kært
íslenska ríkið fyrir að heimila þeim
ekki að taka þátt í rammasamningn-
um við ríkið. Gísli Guðni Hall er lög-
maður læknanna. Að hans mati snýst
mál læknanna um hvort íslenska rík-
inu sé ekki skylt að standa við gerða
samninga.
„Við erum að gera kröfu um að
ákvörðun Sjúkratrygginga, að hleypa
þessum læknum ekki inn á ramma-
samninginn, verði felld úr gildi.
sveinn@frettabladid.is
Algjör óvissa uppi um framtíð
samninga við sérfræðilækna
Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð ramma-
samningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum.
Rammasamningur hins opinbera mun taka gagngerum breytingum á næstu misserum. FRéttablaðið/Vilhelm
Steingrímur
ari arason.
slYs TF-GNÁ og TF-SÝN, þyrlur Land-
helgisgæslunnar (LHG), voru kallaðar
út með stuttu millibili á þriðja og
fjórða tímanum í gær.
Í tilkynningu frá LHG segir að sú
fyrri hafi verið kölluð út vegna norsks
sjómanns sem hafði veikst um borð.
Skip hans var að veiðum suðvestur af
landinu.
Síðara útkallið varð vegna meiðsla
í knattspyrnuleik hjá 3. flokki karla
milli Víkings Ólafsvíkur og Víðis/
Reynis. Leikið var á Hellissandi vegna
framkvæmda á Ólafsvíkurvelli. Leik-
maður varð fyrir því óláni að lenda
utan vallar og lenti höfuð hans á grjóti
við það.
Þetta var ekki eina óhappið sem
varð í leiknum en tveir leikmenn
vönkuðust er höfuð þeirra skullu
saman í baráttu um boltann. – jóe
Tvö útköll með
stuttu millibili
Dómsmál Íslenska ríkið var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku
sýknað af kröfu þriggja rækjuút-
gerða um endurgreiðslu á sérstöku
veiðigjaldi vegna fiskveiðiársins
2012-13.
Útgerðirnar töldu að gjaldtakan
hefði verið ólögmæt og falið í sér
óeðlilega mismunun. Máli sínu til
stuðnings bentu þær á að vegna
veiðigjaldsins hefði framlegð verið
neikvæð á tímabilinu meðal annars
vegna gjaldsins. Þá var einnig byggt
á því að um ólögmætt framsal skatt-
lagningarvalds hefði verið að ræða.
Dómurinn féllst ekki á sjónarmið
útgerðanna. Um einföld og skýr
viðmið gjaldtökunnar hefði verið
að ræða þó það hafi leitt til þyngri
skattbyrði á rækjuútgerð en veiðar
annarra tegunda. Öðrum ástæðum
var einnig hafnað. Útgerðirnar þurfa
að greiða ríkinu óskipt 1,2 milljónir
í málskostnað. – jóe
Vildu fá
endurgreiðslu
á veiðigjaldi
1 1 . j ú n í 2 0 1 8 m á n u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
1
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:2
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
1
8
-1
E
D
C
2
0
1
8
-1
D
A
0
2
0
1
8
-1
C
6
4
2
0
1
8
-1
B
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K