Fréttablaðið - 11.06.2018, Side 18

Fréttablaðið - 11.06.2018, Side 18
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Sigurgeir Hreggviðsson sigurgeir@frettabladid.is, s. 512 5658 Dagbjartur Pálsson og Magnús Pálsson, framkvæmdastjórar dk hugbúnaðar, segja að í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins verði margar spennandi nýjungar kynntar á þessu ári. MYND/ERNIR dk hugbúnaður er leiðandi í viðskiptahugbúnaði hér á landi fyrir allar stærðir og gerðir fyrirtækja, þróuðum á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. Fyrirtækið var stofnað þann 1. desember 1998 og fagnar því tuttugu ára afmæli á þessu ári,“ segir Dagbjartur Pálsson, en hann er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu ásamt bróðir sínum, Magnúsi Pálssyni. Fyrirtæki ársins 2018 Nýlega var dk hugbúnaður valið eitt af Fyrirtækjum ársins 2018 í flokki stórra fyrirtækja af VR. Litið var til níu lykilþátta við valið, m.a. stjórnunar, starfsanda, launakjara, vinnuaðstöðu og jafnréttis. „dk hugbúnaður er eina fyrirtækið í hópi stórra fyrirtækja sem fær fjóra í einkunn í öllum þessum níu lykil- þáttum,“ segir Dagbjartur, sem er að vonum ánægður með þennan glæsilega árangur. „Það er ákaflega ánægjulegt og mikil viðurkenning fyrir dk hug- búnað og starfsfólk þess að bera þessa nafnbót. Að fá svona jákvæða endurgjöf frá starfsfólki gegnum vinnumarkaðskönnun VR gerir niðurstöðuna mjög marktæka og gefur okkur gott tækifæri til að vinna áfram með niðurstöðurnar,“ segir Dagbjartur og bætir við að þessi viðurkenning hafi mikið gildi fyrir fyrirtækið út á við. „Við gleðjumst líka yfir því að nú á 20 ára afmælisárinu er dk hug- búnaður meðal bestu fyrirtækja á Íslandi að vinna fyrir. Á síðasta ári fluttum við úr Orkuveituhúsinu hingað á Smáratorgið og það er engin spurning að starfsfólkið hefur tekið því mjög vel.“ Nýjungar á afmælisári Í tilefni af tuttugu ára afmælinu kynnir dk hugbúnaður nokkrar nýjar og spennandi lausnir, svo- kallaðar Léttlausnir. „Um er að ræða Snjalllausnir og Veflausnir sem segja má að séu framlenging á bókhaldskerfi fyrirtækja,“ segir Dagbjartur en dk hugbúnaður býður upp a margs konar smá- forrit, eða öpp, og veflausnir sem tengjast við dk bókhaldskerfið. Smáforritin eru fáanleg í App Store frá Apple og Google Play. Léttlausn fyrir verkbókhald og tímaskráningu – dk Verk „Á meðal nýjunga er Verkbók- halds-Léttlausnin sem er hag- kvæmur og þægilegur kostur fyrir íslensk þjónustufyrirtæki þar sem starfsmenn þurfa að skrá sína tíma. Með lausninni er hægt að skrá tímana beint úr símanum, tölv- unni eða spjaldtölvunni. Tímarnir færast síðan beint inn í verkbók- haldshluta dk bókhaldskerfisins og með því eykst nákvæmni tíma- skráninga starfsmanna til muna,“ segir Dagbjartur. Léttlausn fyrir sölureikninga, sölupantanir og sölutilboð – dk Sala „Léttlausn fyrir sölureikninga, sölupantanir og sölutilboð er einföld og örugg leið til að gera sölureikninga, sölupantanir og sölutilboð í síma eða spjaldtölvu. Þetta er þægileg leið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þurfa einfalt viðmót við reikningagerð. Lausnin er beintengd dk bók- haldskerfinu,“ segir Dagbjartur en þessi leið hentar t.d. lítilli smásölu, heildsölu og verktökum. Léttlausn fyrir verslun, veitingahús og þjónustu – dk iPOS Snjalltækjalausn Dagbjartur segir að dk iPOS snjall- tækjalausnin henti mjög vel fyrir verslun, veitingahús og þjónustu. „Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og kerfið hentar margvíslegri starf- semi, svo sem veitingastöðum, fataverslunum og ýmiss konar þjónustu. Hægt er að fá kerfið annars vegar sem pantanakerfi fyrir veitingastaði eða sem fullgilt afgreiðslukerfi tengt strikamerkja- lesara, prentara og posa,“ segir hann. Léttlausn fyrir stjórnborð, skýrslur og greiningar – dk Stjórnborð dk Stjórnborð er fyrir úrvinnslu gagna og miðlun verðmætra upp- lýsinga úr dk bókhaldskerfinu til stjórnenda fyrirtækja. „Notandinn getur auðveldlega breytt framsetn- ingu gagna, vistað og veitt öðrum aðgang að kerfinu,“ segir Dagbjartur. Léttlausn fyrir meðhöndlun kostnaðarreikninga, skjöl og skönnun – dk Samþykktir Veflausn fyrir meðhöndlun kostn- aðarreikninga frá dk býður upp á ein- falda leið til að yfirfara og samþykkja kostnaðarreikninga. „Í veflausninni er hægt á einfaldan máta að skanna inn eða taka mynd af reikningi frá lánardrottni, t.d. með farsíma, og senda á fyrirfram skilgreint netfang. Þannig stofnast nýr lánardrottn- areikningur með skannaða skjalinu sem viðhengi,“ segir Dagbjartur. Nánari upplýsingar: dk hugbúnaður, Smáratorgi 3, 210 Kópavogi. s. 510 5800. www.dk.is 2 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . j Ú N í 2 0 1 8 M Á N U DAG U RBóKHALDSREKStuR OG RÁÐGjöF 1 1 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :2 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 1 8 -2 8 B C 2 0 1 8 -2 7 8 0 2 0 1 8 -2 6 4 4 2 0 1 8 -2 5 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.