Morgunblaðið - 03.04.2018, Síða 3

Morgunblaðið - 03.04.2018, Síða 3
Stærsta markmið sem mannkynið hefur sett sér miðast við þetta ár. Þá ætla allar hinar sameinuðu þjóðir, þar á meðal við Íslendingar, að hafa náð metnaðarfullum Heimsmarkmiðum. Við hjá OR viljum leggja hönd á plóg og á fundinum gefum við skýrslu um hvar við stöndum og hvert við stefnum. Orkuveita Reykjavíkur – tékk! Fyrirtækið var helsta áhyggjuefni eigenda þess í hruninu. Með skipulegri vinnu starfsfólks, stjórnenda, stjórnar OR og eigenda er bráðavandinn leystur og hægt að spá í spilin með öðrum hætti. Það gerir borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson. Ó, hve létt er þitt kolefnisspor Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, stiklar á stóru í ársskýrslu OR 2017 og metur hvar fyrirtækið stendur í stóra samhenginu. Sjö ár í röð Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála OR, segir frá hvernig farið er að því að halda rekstrarkostnaði innan við verðbólguvöxt um langt árabil og hvernig fjárhagur OR hefur náð heilbrigði. Af hverju tala karlarnir um móður- og dótturfyrirtæki? Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR, bendir á að karlar eru víðast við stjórnvölinn og að orku- og veitubransinn sé alræmdur. Hvernig getum við látið kynin standa jafnfætis í launum, ábyrgð og áhrifum? 27–3 Um leið og Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, minnir á að veiturnar hafa starfað í Reykjavík í 27 kjörtímabil, varpar hann upp hugmyndum um hvernig svipur þeirra getur orðið eftir næstu þrjú, eða árið 2030. Rafmagnsbíll í hverri tröð sem hlaðinn er við ljósastaur þess á milli, fjórar ylstrendur eða fimm, geggjuð gagnaveita og hreint vatn úr hverjum krana. Between Mountains er lofandi hljómsveit tveggja ungra kvenna vestan af fjörðum. Hún tekur lagið á fundinum. Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á or.is Allir eru velkomnir – bein útsending á or.is Opinn ársfundur OR 2018 í Iðnó, miðvikudaginn 4. apríl kl. 14 Hvað verða börnin þín gömul 2030?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.