Morgunblaðið - 03.04.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 03.04.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! iGreen umgjörð kr. 11.900,- PIANO NÝ SENDING 14.995 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Bolir Kr. 4.900.- Fleiri litir Sunna Pam Furstenau, forseti Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Norður- Ameríku, INL NA, og dr. Magnús Þór Þorbergsson flytja erindi að loknum hefðbundnum aðalfundar- störfum á aðalfundi Þjóðræknis- félags Íslendinga, sem verður hald- inn í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, og hefst kl. 16.30 fimmtudaginn 12. apríl. Dagana 10.-12. apríl verður ætt- fræðivefurinn Icelandic Roots kynntur á námskeiði hjá Endur- menntun Háskóla Íslands. Aðal- kennari verður Sunna Furstenau, höfundur og hugmyndafræðingur ættfræðivefsins, og með henni verður íslenskumælandi aðstoðar- fólk. Að því loknu flytur Sunna er- indið á aðalfundinum sem hún nefn- ir „Once Upon a Time“, en þess má geta að hún var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu Vestur-Íslendinga í ágúst á liðnu ári. Magnús Þór Þorbergsson flytur erindið ,,Leiklistarstarfsemi Vest- ur-Íslendinga 1880-1950“ og kynnir rannsókn sína á sögunni, en á ár- unum 1880-1950 fór fram mikil og blómleg leiklistarstarfsemi meðal íslenskra innflytjenda í N-Ameríku. Í nær hverri byggð Vestur- Íslendinga stóðu áhugaleikfélög, kirkjusöfnuðir, kvenfélög, góð- templarar og fleiri félagasamtök fyrir leiksýningum, þar sem jöfnum höndum voru sýnd frumsamin verk, þýðingar og leikrit frá Íslandi. Sunna Pam Furstenau og Magnús Þór með erindi á aðalfundi ÞFÍ Magnús Þór Þorbergsson Sunna Pam Furstenau Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisstofnun í Bretlandi hefur lagt til að netaveiðar á laxi í sjó verði bannaðar við strendur Englands og við landamærin að Skotlandi og að öllum laxi sem veiddur er á stöng í tíu ám verði sleppt. Tilgangurinn er að reyna að draga úr frekari hnignun laxastofnanna sem eru sumir komnir að hættumörkum. Sjómenn hafa mótmælt þessum áformum. Ekki eru líkur á að lax úr íslensk- um ám gangi til Englands og því hafa aðgerðir Breta væntanlega eng- in áhrif hér á landi. Guðni Guðbergs- son, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, segir ekki lík- legt að lax héðan sé á þeim svæðum þar sem enskir veiðimenn stunda reknetaveiðar og aðrar veiðar á laxi í sjó. Engar upplýsingar hafi borist um að lax sem hér er merktur hafi veiðst þar. Meginreglan sé hins veg- ar sú að ekki sé hollt fyrir laxastofna að verið sé að veiða mikið úr blönd- uðum stofnum úti á sjó. Slíkar veiðar geti gengið nærri litlum laxastofnum þótt stærri stofnar þoli þær. Aftur á móti kemur lax úr enskum ám á Íslandsmið og er þar á sumrin áður en hann snýr aftur í árnar. Það kom í ljós þegar makríllinn kom að ströndum Íslands og einn og einn lax fór að koma í flotvörpur skipa við veiðar uppsjávartegunda. Guðni seg- ir að þegar farið var að erfðagreina þessa laxa hafi komið í ljós að þeir væru mest ættaðir frá Bretlandseyj- um og sunnanverðri Skandinavíu. Tiltölulega fáir séu úr íslenskum ám. Guðni segir að þetta hafi komið á óvart. Stofnar í sögulegu lágmarki Laxastofnum í ám á Englandi og á landamærum við Skotland hefur hnignað og eru nú í sögulegu lág- marki. Sumir stofnarnir eru við hættumörk, samkvæmt útreikning- um Umhverfisstofnunar. Írar hættu reknetaveiðum á laxi fyrir rúmum áratug, meðal annars eftir þrýsting frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF) sem Orri heitinn Vigfússon var í forystu fyrir. Ýmsar veiðar á laxi eða þar sem lax kemur sem meðafli hafa lengi verið stundaðar, meðal annars fyrir ströndum hins forna Norðimbra- lands á austurströnd Norður-Eng- lands. Fiskimenn á þessum slóðum mót- mæla því að verið sé að banna at- vinnuveiðar sem stundaðar hafi ver- ið í áratugi. Telja þeir að þeim sé fórnað á altari vafasamra vísinda og pólitísks þrýstings. Einn forystu- maður þeirra sagði í viðtali við Fin- ancial Times að með aðgerðunum væri verið að meðhöndla einkennin en ekki vandamálið sjálft. Í einu sjávarplássanna er búið að safna 16.500 undirskriftum á móti banni. Samráð við íbúa Umhverfisstofnunin hefur birt fyrirætlanir sínar og hafið samráð við íbúa. Ætlunin er að banna á þessu ári stór reknet við strendur Norðimbralands og á næsta ári sér- stök net sem sjómenn í Filey í Norð- ur-Jórvíkurskíri nota. Þá vill stofn- unin að öllum laxi sem veiddur er á stöng í tíu ám verði sleppt. „Við leggjum mesta áherslu á að varðveita laxastofna en tökum um leið fullt tillit til félagslegra og efna- hagslegra áhrifa,“ segir Jon Shelley hjá Umhverfisstofnuninni við FT. Hyggjast banna netaveiðar á laxi  Laxastofnar á Englandi í hættu  Hefur ekki áhrif hér á landi Morgunblaðið/Einar Falur Við veiðar Sleppa á laxi í auknum mæli við veiðar í ám á Englandi. Aldrei hafa fleiri leitarbeiðnir vegna barna borist lögreglu en í mars síðastliðnum frá því að Guð- mundur Fylkisson hóf störf sem að- alvarðstjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu árið 2014. Heildarfjöldi leitarbeiðna það sem af er ári er 74 en þær voru 65 á sama tíma í fyrra. „Þennan mánuð var um að ræða mjög erfiða einstaklinga sem ég hef þurft að leita að aftur og aftur. Þá liggur í augum uppi að það vanti eitthvað upp á í meðferðarhlut- anum,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is. Af þessum 74 leitar- beiðnum eru 48 vegna stúlkna og 26 vegna pilta. Fjöldi einstaklinga það sem af er ári er 43, eða 22 stúlkur og 21 piltur. 29 þeirra var leitað einu sinni, fjögurra var leitað fjórum sinnum eða oftar á tíma- bilinu og eins var leitað tíu sinnum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfuðborgin Lögreglu barst metfjöldi til- kynninga vegna týndra barna í mars sl. Leitað að 43 börn- um frá áramótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.