Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 13

Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 13
Sögur Undirbúningur að upptökum á viðtölum um sögur sem snert hafa við fyrirmyndum. vefsvæði Söguverðlaunanna hjá KrakkaRÚV. Að sögn Hólmfríðar voru stofnuð samtök um verkefnið í febrúar og var stjórn samtakanna falið það verkefni að koma verð- launahátíðinni í framkvæmd. Hún segir að þeir aðilar sem komi að Sögur - verðlaunahátíð barna séu KrakkaRÚV, Reykjavík Bókmenntaborg, UNESCO, Reykjavíkurborg, skóla- og frí- stundasvið og menningar- og ferðamálasvið, Borgarbókasafnið, SíUNG, IBBY, Menntamálastofn- un og Borgarleikhúsið. Verðlaunahátíð í Hörpu „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og verðlauna fyrir ólíka hluti. Við erum að verðlauna börnin sjálf en ekki bara þá sem búa til efni fyrir þau,“ segir Hólm- fríður og bætir við að verðlauna- hátíð barnanna verði haldin 22. apríl í Hörpu og hún verði í beinni útsendingu á RÚV. „Hátíðin verður sett á stall með stórverðlaunahátíðum eins og Eddunni og Grímunni,“ segir Hólmfríður. Það eru krakkar frá 6 til 12 ára sem kjósa um verðlaun til þeirra sem búa til efni fyrir börn. Krakkarnir kjósa lag ársins, tón- listarflytjendur ársins, lagatexta ársins, barnaefni ársins í sjón- varpi, fjölskylduþátt ársins, sjón- varpsstjörnu ársins, leikið kvik- mynda- og sjónvarpsefni, leiksýningu ársins, leikkonu eða leikara ársins, uppáhalds íslensku barnabókina 2017 og uppáhalds þýddu barnabókina 2017. Kosn- ingin fer fram á KrakkaRÚV þar sem hægt er að skoða tilnefningar til verðlauna. Hólmfríður hvetur krakka til þess að taka þátt í kosningunni sem stendur til 13. apríl. Verðlaunasögur útgefnar „Fjöldi verðlauna verður veittur fyrir framlag barnanna. Valdar verða bestu sögurnar frá börnunum sem gefnar verða út rafrænt af Menntastofnun. Borgarleikhúsið velur tvö leikrit, annað í flokki yngri og hitt úr flokki eldri barna, til sýningar í Borgarleikhúsinu. Eitt útvarps- leikrit verður valið og það flutt á RÚV og stuttmynd ársins verður valin í yngri og eldri barnaflokki,“ segir Hólmfríður sem bætir við að sér finnist vera bylting í átaki í barnamenningu almennt og börn og unglingar taki þátt í henni, samanber málþing unglinga í Hagaskóla nýlega sem haldið var af unglingunum sjálfum. Hornsteinn barnamenningar „Við státum af því að vera með mjög gott menntakerfi og því verðum við að halda áfram svo að næsta kynslóð sem tekur við verði skapandi og haldi menningunni á lofti,“ segir Hólmfríður sem ítrek- ar að Sögur - verðlaunahátíð barnanna sé ekki bara hugsuð sem afþreying heldur sé hún hugsuð til þess að upphefja menningu, menntun og læsi og vonir standi til að hátíðin verði í framtíðinni einn af hornsteinum íslenskrar barnamenningar. Stuttmynd Upptaka á stuttmynd eftir börn sem nú er hægt að horfa á á KrakkaRÚV. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og verð- launa fyrir ólíka hluti. Við erum að verðlauna börnin sjálf en ekki bara þá sem búa til efni fyrir þau.“ Sköpun Á KrakkaRÚV er hægt að lesa smásögur eftir börn sem tóku þátt. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84% prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakk Sjónvarpskokkurinn frægi, Julia Child, kennir áhorfendum að baka franska súkkulaðiköku milli klukkan 12.15 og 13 á morgun, miðvikudaginn 4. apríl, í Salnum í Kópavogi. Guja Sandholt fer með hlutverk Frú Child í óperunni Bon Appétit! og Matthildur Anna Gísladóttir leikur með á píanó í gómsætustu óperu tónlistarsög- unnar! Julia Child, eða franski kokkurinn eins og hún var oft kölluð sem og sjónvarpsþættir hennar, sem urðu 206 talsins, er sögð hafa komið Bandaríkjamönnum í skilning um að góð matargerð væri ekki bara í því fólgin að tæma sveppasúpudós út í kjötkássu. Hún kunni að gera góðan mat og þá sérstaklega upp á franska vísu. Child lést árið 2004, 92 ára að aldri. Óperan Bon Appétit! er eftir Lee Hoiby og er liður í dagskránni Menn- ing á miðvikudögum á vegum Menn- ingarhúsanna í Kópavogi. Ókeypis inn og allir velkomnir. Súkkulaðikökuópera eftir Lee Hoiby Gómsætasta ópera tónlistar- sögunnar – gerið þið svo vel! Morgunblaðið/Ómar Bon Appétit! Matthildur Gísladóttir og Guðbjörg Sandholt baka köku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.