Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Frá og með haustinu 2018 verður allt meistaranám við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík í boði sem samfellt fjór-
tán mánaða nám. Þá hafa tvær nýjar námsbrautir í meist-
aranámi verið settar á laggirnar: stjórnun nýsköpunar og
stjórnun í ferðaþjónustu.
Páll Ríkharðsson, forseti viðskiptadeildar HR, segir
styttingu meistaranámsins til þess gerða að koma betur til
móts við þarfir nemenda og fylgja þróun háskólastarfs um
allan heim. „Íslenskir háskólar hafa fylgt þeirri skandin-
avísku hefð að vera með haust- og vorönn með löngu sum-
arfríi á milli, og að láta meistaranám taka tvö ár. Víða á
meginlandi Evrópu, í Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa
háskólar aftur á móti byrjað að bjóða upp á styttra meist-
aranám þar sem sumarið er notað til kennslu og hægt að
ljúka náminu fyrr,“ útskýrir Páll en bætir við að kennslan
verði áfram sveigjanleg og að þeir sem vilja taka námið
hægar, t.d. samhliða vinnu, eigi þess kost að ljúka meist-
aragráðu á hálfum hraða á þremur árum.
Spara skólagjöld og tíma
Með því að bjóða upp á fjórtán mánaða meistaragráðu
ætti námið líka að henta betur þörfum erlendra nemenda
sem þurfa þá að hafa skemmri viðdvöl á Íslandi, sem og
þörfum innlendra nema sem vilja hverfa í sem skemmstan
tíma frá vinnumarkaði. „Með styttingunni verður námið
líka ódýrara og spara nemendur jafnvirði einnar annar af
skólagjöldum. Gráðan er sú sama og gæðakröfurnar þær
sömu, en kennslugjöldin samtals 25% lægri,“ segir Páll.
„Við höfum strax fengið góð viðbrögð við breytingunum
og þó að enn sé tæpur mánuður í að umsóknarfrestur
renni út hafa nú þegar borist mun fleiri umsóknir en
venjulega.“
Nýju námsbrautunum tveimur er ætlað að fullnægja
enn betur þörfum atvinnulífsins, en Páll segir mikla eftir-
spurn eftir fólki með góða stjórnunarmenntun bæði á sviði
ferðaþjónustu og nýsköpunar. „Meistaranámið í stjórnun í
ferðaþjónustu byggist að miklu leyti á sams konar námi
við University of Southern Maine sem hefur verið sam-
starfsskóli HR um árabil og boðið upp á nám í stjórnun og
uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í hartnær 15 ár,“
segir Páll. „Með meistaranámi í stjórnun nýsköpunar er-
um við síðan ekki bara að stíla inn á þarfir frumkvöðla og
sprota enda verður nýsköpunarferli að eiga sér stað jafnt
við rótgróin fyrirtæki og stofnanir sem þurfa í sífellu að
endurnýja sig, búa til nýjar vörur og þróa nýja ferla. Þar
kemur nýja meistaranámið í góðar þarfir.“
Geta lokið masters-
gráðu á skemmri tíma
Kröfurnar þær sömu þó námið hafi verið stytt í fjórtán
mánuði HR bætir við tveimur stjórnunarbrautum
Val Páll segir styttinguna m.a. henta erlendun nemum
og þeim sem vilja ekki hverfa lengi frá vinnumarkaði.
kanínu upp úr hattinum sínum“.
Deutsche Bank er í hópi þeirra
sem telja að enn einn ársfjórðunginn
hafi Tesla ekki tekist að afhenda eins
marga bíla og að var stefnt. Þá lækk-
aði Moody‘s lánshæfiseinkunn Tesla í
síðustu viku úr B2 niður í B3, með
neikvæðar horfur. Segir Moody‘s að
Tesla gæti þurft á tveggja milljarða
dala innspýtingu að halda ef fyrir-
tækið á ekki að verða uppiskroppa
með fé.
Jók það enn frekar á vanda Tesla
að greint var frá því á föstudag að
ökumaður hefði látið lífið í bílslysi í
Kaliforníu 25. mars þegar Tesla-bif-
reið af gerðinni Model X ók, á sjálf-
stýringu, utan í steyptan varnarvegg
á hraðbraut. Bendir bráðabirgða-
rannsókn til að ökumaðurinn hafi
ekki verið með hendur á stýri þegar
slysið varð og að hann hafi hundsað
viðvaranir sjálfstýringarkerfisins.
Þrátt fyrir erfiðan mánuð virtist
Elon Musk vera brattur á sunnudag.
Notaði hann Twitter-reikning sinn til
að senda gagnrýnendum Tesla tón-
inn í aprílgabbi um að fyrirtækið væri
farið „fullkomlega og algjörlega á
hausinn“, og það þrátt fyrir hetjulega
tilraun til að afla meira fjármagns
með sölu páskaeggja. ai@mbl.is
Fjárfestar bíða ólmir eftir að sjá nýj-
ustu afhendingartölur bandaríska
rafbílaframleiðandans Tesla en
margir spá því að
fyrirtækið glími
enn við mikla erf-
iðleika við fram-
leiðslu nýja Model
X bílsins og að af-
hendingar nýrra
bíla hafi ekki ver-
ið í samræmi við
áætlanir.
Hlutabréfaverð
Tesla hefur verið
á hraðri niðurleið og lækkaði um 22%
í mars en leita þarf sjö ár aftur í tím-
ann til að finna jafn slæman mánuð
hjá fyrirtækinu. Lækkunin hélt
áfram við opnun markaða vestanhafs
á mánudag, og þegar mest lét rýrn-
uðu hlutabréf Tesla um rösklega 7% í
gærmorgun.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt
rekstur stjörnufrumkvöðulsins Elon
Musk er fjárfestirinn John Thomp-
son hjá Vilas Capital Management.
Hann hefur tekið skortstöðu í Tesla
um nokkurt skeið og segir efnahags-
reikning fyrirtækisins nú svo slæman
að Tesla verði farið á hausinn innan
fjögurra mánaða nema Musk „dragi
Áfram lækkar Tesla
Musk gerir grín að gagnrýnendum
fyrirtækisins í aprílgabbi á Twitter
Elon Musk
AFP
Flöskuháls Gestir í sýningarsal Tesla. Framleiðslan gengur erfiðlega.
Talsmaður Hvíta hússins sagði á
fimmtudag að engar sérstakar að-
gerðir gegn Amazon væru fyrirhug-
aðar „að svo stöddu“ þó svo að for-
setinn væri óánægður með ýmsa
þætti í rekstri fyrirtækisins, þar á
meðal hvernig sumir seljendur
komast hjá því að greiða söluskatt
þegar þeir nota verslunargátt Ama-
zon.
Af orðum forsetans á Twitter á
mánudag mátti síðan skilja að hon-
um gremdist að póstþjónusta
Bandaríkjanna væri að tapa mikl-
um fjárhæðum vegna vörusendinga
Amazon, og að það þyrfti að breyt-
ast. „Á meðan eru seljendur sem
borga skatta að loka verslunum sín-
um um land allt,“ skrifaði Trump.
ai@mbl.is
Hlutabréf bandaríska netverslun-
arrisans Amazon lækkuðu um tæp-
lega 4% við opnun markaða á
mánudag vegna ummæla Donalds
Trumps Bandaríkjaforseta á Twit-
ter. Kemur þetta í kjölfar mikillar
lækkunar sem varð í síðustu viku
eftir að fjölmiðlar greindu frá að
Trump væri mjög í mun að þrengja
að rekstrarumhverfi Amazon.
Amazon lækkar vegna Trumps
Segir póstþjónustuna tapa á viðskiptum við netverslunina
AFP
Deilur Úr vöruhúsi Amazon.
3. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 97.79 98.25 98.02
Sterlingspund 138.39 139.07 138.73
Kanadadalur 75.81 76.25 76.03
Dönsk króna 16.259 16.355 16.307
Norsk króna 12.566 12.64 12.603
Sænsk króna 11.782 11.852 11.817
Svissn. franki 102.76 103.34 103.05
Japanskt jen 0.9236 0.929 0.9263
SDR 142.46 143.3 142.88
Evra 121.16 121.84 121.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.7108
Hrávöruverð
Gull 1323.9 ($/únsa)
Ál 1996.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.86 ($/fatið) Brent