Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Meirihlut-inn íborginni hefur ekki áorkað miklu, en hann hefur þó náð þeim „árangri“ að kljúfa borgina. Borgar- fulltrúar meirihlutans eru í raun fyrst og fremst fulltrúar vesturhluta borgarinnar. Þar búa þeir og þar starfa þeir og ef marka má umræður og þau verk sem þó er sinnt, þá hafa þeir hugann nær eingöngu við vesturhluta borgarinnar. Stefna meirihlutans hefur verið sú að takmarka eins og unnt er alla uppbyggingu austan Elliðaáa en byggja þess í stað nær eingöngu upp í vesturhluta borgarinnar. Þeir sem búa í vesturhluta borgar- innar þurfa ekki að aka eins langar vegalengdir og hinir sem búa austar og geta jafnvel gengið eða hjólað í vinnuna. Þess vegna hefur meirihlutinn talið sjálfsagt að koma í veg fyrir uppbyggingu gatnakerfis borgarinnar og þrengja jafn- vel þær götur sem fyrir eru. Þegar íbúar austurhluta borg- arinnar sitja langtímum í bíl- um sínum morgna og síðdegis er boðið upp á þá „lausn“ að leggja svokallaða borgarlínu fyrir tugi milljarða króna, eða jafnvel enn hærri fjárhæðir. Þeir sem í austurhluta borg- arinnar búa eiga svo að ganga eða hjóla á næstu stoppistöð borgarlínunnar til að losna við heimatilbúna um- ferðarstífluna, sem snertir ekki borgarbúa meiri- hlutans sem bú- settir eru í vestur- hluta borgarinnar. Niðurstöðuna af þessari stefnu mátti sjá í könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið í lið- inni viku. Könnuninni var skipt niður eftir hverfum, í níu hverfi, og þá mátti glöggt sjá hvert flokkarnir í meirihlut- anum sækja stuðning sinn. Þeir sækja hann á heimaslóðir borgarfulltrúanna, í fjögur hverfi í vesturhluta borgar- innar. Í hinum hverfunum fimm eru þessir flokkar í minnihluta og í þeim hverfum sem fjærst eru miðborginni hafa þessir þrír flokkar, Sam- fylking, VG og Píratar, sam- anlagt stuðning rétt rúmlega þriðjungs íbúanna. Ef haldið verður áfram á sömu braut stefnir í óefni í Reykjavík. Vesturhluti borg- arinnar á allt gott skilið og honum þarf að sinna vel. En hið sama gildir um byggðina í austurhluta borgarinnar. Þar eru einnig Reykvíkingar, þó að meirihlutinn gleymi því nema ef til vill rétt fyrir kosn- ingar. Hagsmunum Reykvík- inga í austurhluta borgarinnar ber borgaryfirvöldum að sinna, rétt eins og hagsmunum annarra Reykvíkinga. Stefna meirihlutans í Reykjavík hefur orðið til þess að kljúfa Reykvíkinga í tvo hópa} Klofin borg Í Kaliforníu féll ádögunum dóm- ur sem óhætt er að segja að veki furðu, en er einnig umhugsunarverð- ur. Þar hafði verið höfðað mál á hendur Starbucks og nokkrum öðrum sem selja kaffi á þeim forsendum að í kaffi væri efni sem væri krabbameinsvaldandi. Dóm- urinn féll sóknaraðila í vil, en kaffisalarnir töpuðu. Bent hefur verið á að sú skoðun að kaffi sé krabba- meinsvaldandi byggist í besta falli á vafasömum vísindum, en að ástæðan fyrir því að málið hafi engu að síður farið á þenn- an veg sé að þarna hafi kaffi- salarnir staðið frammi fyrir öf- ugri sönnunarbyrði. Sóknaraðilinn þurfti með öðr- um orðum ekki að sanna að kaffi væri krabbameinsvaldur, seljendurnir þurftu að sanna að það væri það ekki. Að sanna slíkt getur reynst vandasamt svo ekki sé meira sagt. Í Bandaríkj- unum geta lög- menn gert út á slík mál og haft talsvert upp úr krafsinu. Á grundvelli þeirr- ar reglu um öryggi drykkja og um eiturefni, sem þetta mál byggðist á, voru sóttar bætur í fyrra upp á hátt í þrjá milljarða króna. Þrír fjórðu þeirrar upphæðar fóru til lög- mannanna, þannig að hvatinn er augljós. Þetta mál, þótt sérkenni- legt sé, ætti að verða öllum til umhugsunar um að öfug sönnunarbyrði er ekki heppi- leg í réttarkerfinu. Að auki þarf að hafa í huga að láta ekki vafasöm vísindi og öfgar ráða för. Ef einhver telur að kaffi sé krabbameinsvaldur verður viðkomandi að sýna fram á það með vönduðum rannsóknum. Hann ætti ekki að fá að skáka í skjóli vafa- samra vísinda og öfugsnúinn- ar löggjafar. Löggjafinn í Kali- forníu vill vera framsækinn en sést ekki alltaf fyrir} Kaffi hættulegt í Kaliforníu U m liðna helgi voru tveir helgi- dagar samkvæmt lögum um helgidagafrið; páskadagur og föstudagurinn langi. Á þeim dögum eru strangar reglur um hvað má og hvað ekki. Meðal þess sem er bannað eru eins og segir í lögunum: „Skemmt- anir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöð- um sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.“ Þar að auki er lagt bann við starfsemi versl- unar og markaða. Á þessu eru svo tíundaðar ýmsar undanþágur, leiksýningar mega hefj- ast eftir klukkan 15:00 og starfsemi bensín- stöðva, lyfjabúða og myndbandaleiga er einn- ig leyfð. Þá er í greinagerð með lögunum gert upp á milli tónlistartegunda, en popptónleikar eru bann- aðir á meðan tónleikar með sígildri tónlist, kirkju- og kórtónlist eru leyfðir. Það þykir takmörkun sem sam- rýmist best þeim friði sem stefnt er að umrædda daga. Hér er augljóslega um úrelt lög að ræða, hvort sem fólk aðhyllist kristni eða ekki. Þá er ljóst að lögreglan lætur það mæta afgangi þó að fólk spili ólöglegt bingó á páskadag. Aðalatriðið er það að löggjafinn þarf að treysta fólki til þess að ákveða hvernig það gerir sér dagamun sér á helgustu helgidögum, hvort verslunareig- endur hafi búðir sínar opnar eða ekki o.s.frv. Í þessum lögum endurspeglast bæði for- sjárhyggja og miðstýring ríkisvaldsins sem er ekki einungis ætlað að vernda helgihald með lögunum heldur einnig: „… að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu almennings á helgidögum þjóðkirkjunnar.“ Löggjafinn ætti að leyfa hverjum og einum að velja sjálfur hvenær sé þörf á næði og hvíld og hvenær eigi að fá frið frá afþreyingu eða öðru. Dómsmálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um helgidagafrið með það markmiði að rýmka heimildir til að halda skemmtanir og veita þjónustu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Þá hafa Píratar einnig lagt til að fella lögin brott en bæta helgidögum við frídagana sem taldir eru upp í lögum um 40 stunda vinnuviku. Þannig má áfram tryggja launþegum frí á þessum dögum eða greiða þeim yfirvinnu- kaup sem vinna. Hvort sem verður er um minniháttar breytingu á lög- um að ræða sem gerir þeim sem tilbúnir eru að veita þjónustu þessa daga sem og aðra og þeim sem vilja fá hana mögulegt að sækja hana án þess að löggjafinn beiti valdi sínu til að hefta eðlilegt athafnafrelsi fólks á til- teknum dögum ársins. Ég vona að þið hafið átt gleðilega páskahátíð. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Kirkjukór en ekki djass formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Það snjóaði mjög lítið þennanvetur, sumarið var gott ogseptember alveg sérlegagóður svo niðurstaðan kom ekkert mjög á óvart, en þetta er þó verri ársafkoma en við höfum séð í langan tíma,“ segir Skafti Brynjólfs- son, jarðfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til niðurstöðu langtímarannsóknar á af- komu jökla á Tröllaskaga. Náttúrufræðistofnun hefur nú um nokkurra ára skeið fylgst með og mælt afkomu skálar- og hvilftarjökla í Svarfaðardal á Tröllaskaga. Ársaf- koma jöklanna var neikvæð jökulárið 2016 til 2017 og er ástæðan einkum hlýtt sumar og haust árið 2017 og lítil vetrarákoma á jöklana. „Náttúrufræðistofnun hóf mæl- ingar og vöktun á afkomu fjögurra jökla á Tröllaskaga fyrir um 10 árum og þetta er langneikvæðasta afkoman sem við höfum séð til þessa,“ segir Skafti, en uppsafnaður vetrarsnjór er mældur í maí ár hvert og sumarleys- ing mæld í september. Þá er rýrnun og/eða vöxtur jöklanna metinn og all- ar breytingar á útbreiðslu, hreyfingu eða lögun jöklanna kortlagðar. Út frá þessu er afkoma hvers árs fyrir hvern jökul metin, sem ætlað er að gefa vís- bendingar um ástand jökla almennt á Tröllaskaga frá ári til árs. Einn metri af ís tapast Fram kemur í niðurstöðum mæl- inga að ársafkoma hafi reynst nei- kvæð um -0,9 til -1,1 m vatnsgildis fyrir Búrfellsjökul og Teigarjökul. „Það samsvarar því að ríflega 1 m þykkur ís hafi að jafnaði tapast af yf- irborði jöklanna. Vetrarákoma var um 1,0 – 1,2 m vatnsgildis á Búrfells- og Teigarjökli, sem er um 0,5 m minna en í meðalvetri og sumarleys- ingin var í rúmu meðallagi eða um -2,0 – -2,2 m vatnsgildis,“ segir þar. Neikvæð ársafkoma Deildarjökuls og Hausafannar var mun vægari eða um -0,3 m vatnsgildis. „Þar var vetrarákoma nokkuð meiri, eða um 1,5 m og 1,6 m vatns- gildi, sem er í tæpu meðallagi. Sumarleysingin, um -1,8 m vatns- gildis, varð einnig heldur vægari því vetrarsnævið huldi skítugt yfirborð Deildardalsjökuls og Hausafannar Afkoma Tröllaskaga- jökla mældist neikvæð Ljósmynd/SPOT Gervitunglamynd Á Tröllaskaga eru yfir 150 litlir jöklar sem þekja um 150 ferkílómetra lands. Margir þessara jökla sjást ekki frá alfaraleiðum. lengur en Búrfells- og Teigarjökuls. Af þessum sökum varð neikvætt gildi ársafkomu Deildarjökuls og Hausa- fannar mun vægara.“ Stóru jöklarnir í verri stöðu Skafti segir neikvæða ársaf- komu jökla á Tröllaskaga ekki þýða að jöklarnir séu að láta endanlega undan og hverfa á næstunni. „Við fáum inn á milli nokkuð já- kvæð ár sem er ólíkt því sem þekkist hjá stóru jöklunum,“ segir hann og vísar þar t.a.m. til Vatnajökuls. „Það virðist vera meiri breytileiki hjá jökl- unum á Tröllaskaga með góðum ár- um sem seinkar hnignun þeirra. En mig minnir að stóru jöklarnir hafi seinast skilað jákvæðri ársafkomu árið 2015 og þá var það í fyrsta skipti frá árinu 2000.“ Aðspurður segir Skafti um- hverfi jöklanna á Tröllaskaga verja þá. „Þeir sitja í djúpum skálum í skjóli við hamraveggi og fá á sig snjóflóð frá fjöllunum í kring sem eykur enn ákomu þeirra. Svo gerir nú af og til norðanhret á sumrin sem gerir yfirborðið hvítt um tíma sem getur breytt miklu fyrir afkomuna.“ Á milli allt að 1.500 m hárra fjalla Tröllaskaga, sem skilur að Eyjafjörð og Skagafjörð, eru djúpar skálar og dalir sem jökl- ar ísaldar hafa grafið fyrir meira en 10.000 árum. Í því völundar- húsi sem dalirnir og fjöllin skapa leynast yfir 150 smájökl- ar sem þekja um 150 km² lands. Kemur þetta fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Flestir jöklanna sitja í botn- um skála og dala sem snúa und- an sólu, en slíkir jöklar kallast ýmist dal-, skálar- eða hvilftar- jöklar. Jöklarnir eru yfirleitt um og yfir 1 ferkílómetri að stærð en nokkrir ná 3 til 5 ferkíló- metra stærð. Þá sjást jöklarnir illa eða ekki frá alfaraleiðum. Rúmlega 150 smájöklar TRÖLLASKAGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.