Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 20

Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Undanfarin fimm- tán ár hefur fagfólk innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins: sálfræðingur, iðjuþjálfi, fé- lagsráðgjafi og jóga- kennari, starfað í teymi í samvinnu við Hugarafl, sem eru frjáls samtök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geðheilsu sinnar. Starf teymisins er nefnt „geð- heilsa-eftirfylgd“ og er hornsteinn þjónustustarfs sem byggist á nýrri leið innan íslenska geðheilbrigð- iskerfisins í samræmi við áherslur í aðgerðaáætlun Alþingis í geð- heilbrigðismálum, ályktun Samein- uðu þjóðanna og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, þar sem megináhersla er lögð á opin úrræði og samstarf við þá sem á hjálp þurfa að halda og fjölskyldur þeirra – sem geta leitað eftir þjónustu á eigin for- sendum og án tilvís- unar frá lækni. Orðið valdefling felur í sér að hafa vald til þess að taka ákvarðanir sjálf eða sjálfur, hafa aðgang að upplýs- ingum og úrræðum, læra að hugsa á gagnrýninn hátt og hafa áhrif á eigið líf og efla já- kvæða sjálfsmynd og vinna bug á fordómum. Yfirstjórn Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins hefur nú ákveðið að leggja niður fjögur stöðugildi sem tengst hafa þessu hjálp- arstarfi – án rökstuðnings – og heilbrigðisráðherra hefur enn ekki lagt til lausn á málinu – sem henni ber skylda til. Fella á þetta hjálp- arstarf undir tilvísanakerfi og þeir, sem á hjálp þurfa að halda, geta ekki lengur leitað beint til þjónustu á eigin forsendum og án tilvísunar frá lækni. Fimmtán ára starfi kastað fyrir róða Árið 2016 fengu á sjötta hundr- að einstaklingar reglubundna þjónustu „geðheilsu-eftirfylgdar“. Það ár leituðu nær 900 ein- staklingar beint til Hugarafls. Voru komur þessa fólks yfir 12 þúsund. Veitt voru yfir 2.000 við- töl (símaviðtöl ekki meðtalin), auk vitjana, þjálfunar á vettvangi og útkalla vegna bráðatilfella. Nú á að kasta fyrir róða fimm- tán ára starfi þar sem brotið var blað í hjálp við þá sem þurfa á hjálp að halda vegna geðheilsu sinnar. Guðný Björk Eydal, pró- fessor við félagsráðgjafadeild Há- skóla Íslands, og Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við fé- lagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, telja að starfið sé einstök þjónusta sem ekkert annað úrræði veitir með sama hætti. „Aðferðir sem byggjast á hugmyndafræði val- deflingar og aðferðum batalíkans hafa á undanförnum árum verið grunnstef í alþjóðlegri stefnumót- un í geðheilbrigðismálum,“ eins og segir í greinargerð Guðnýjar Bjarkar og Steinunnar Hrafns- dóttur. Áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar Sem kennari hálfa öld, þar sem ég varð vitni að vanmætti nem- enda, sem áttu við þunglyndi að stríða, og sem aðstandandi ein- staklinga, sem hafa þurft á hjálp að halda vegna geðheilsu, skora ég á forsætisráðherra, heilbrigð- isráðherra, Alþingi og velferð- arsvið Reykjavíkurborgar að reka af sér slyðruorðið og gefa Hugar- afli kost á að vinna áfram að „geð- heilsueftirfylgd“, sem er horn- steinn þjónustustarfs og byggist á nýrri leið innan hins alþjóðlega geðheilbrigðiskerfis. Hugarafl – ný leið innan hins alþjóðlega geðheilbrigðiskerfis Eftir Tryggva Gíslason » Leggja á niður starf er byggist á nýrri leið í geðheilbrigðis- málum í samræmi við ályktun SÞ er leggur áherslu á samstarf við þá er á hjálp þurfa að halda. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Alkureyri. tryggvi.gislason@gmail.com Undanfarnar vikur hef ég farið víða um landið og heimsótt vinnustaði sjúkraliða til að kynna mig sem formannsefni Sjúkraliðafélagsins og heyra hvað sjúkraliðar hafa að segja. Það sem vakti sérstaka undrun mína er starfsum- hverfi sjúkraliða á hjúkrunarheimilum. Í umræðum kom fram að sjúkraliðar ættu erfitt með að nýta fagþekkingu sína og njóta framgangs í starfi því forsvars- menn hjúkrunarheimila ráða til vinnu ófaglærða starfsmenn sem ganga að sögn sjúkraliða í þeirra störf. Þá er sjúkraliðum einnig gert að ganga í sömu verk og hinir ófaglærðu, t.d. að þvo fatn- að af vistmönnum og ganga frá inn í skápa, matreiða allar mál- tíðir fyrir vistmenn og sinna hús- verkum sem tilheyra matseldinni. Starfsmannahald hjúkrunarheimila Í kröfulýsingu velferðarráðu- neytis fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými frá árinu 2016 er starfsmannahald hjúkrunarheim- ila á ábyrgð rekstraraðila. Hon- um ber að halda uppi því þjón- ustustigi sem skilgreint er í kröfulýsingu sem felst m.a. í að veita langtímahjúkrun, aðhlynn- ingu og umönnun og félagslegan stuðning á faglegan og ábyrgan hátt sem byggist á umhyggju og virðingu fyrir íbúa og fjölskyldu hans. Rekstraraðila ber að tryggja að allir sem inna af hendi sérhæft starf í starfseminni hafi viðeigandi starfsleyfi, þ.e. lög- gildingu, í samræmi við lög og reglugerðir. Í reglugerð um menntun, rétt- indi og skyldur sjúkraliða kemur fram að ekki sé heimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Einnig er bent á faglegar kröfur og ábyrgð sjúkraliða sem felst m.a. í að við- halda þekkingu sinni og faglegri færni og tileinka sér nýjungar er varða starfið. Þá ber sjúkraliði ábyrgð á störfum sínum við hjúkrun og umönnun í samræmi við menntun, þjálfun og færni sem hann hefur tileinkað sér, og við mat á faglegri færni skal tek- ið tillit til viðbótarmenntunar sem sjúkraliði hefur aflað sér. Ég fæ ekki séð að forsvarsmönnum hjúkrunarheimila sé heimilt að ráða ófag- lært starfsfólk í sér- hæfð verkefni. Það stríðir gegn ákvæð- um reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða. Þá fæ ég ekki heldur séð að sjúkraliðar fái nægileg tækifæri til að viðhalda þekkingu sinni, fag- legri færni og tileinka sér nýj- ungar sem varða starfið þegar þeim er gert að vinna sömu verk og hinir ófaglærðu. Nýta þarf færni sjúkraliða Margt bendir til þess að álag á heilbrigðisþjónustu muni aukast á næstu árum, m.a. vegna hækk- andi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Það er því brýnt að skoða vandlega starfsumhverfi og möguleika sjúkraliða til að njóta framgangs í starfi. Það liggur í augum uppi að enginn sjúkraliði sættir sig við að vera settur þannig niður að hann fái ekki tækifæri til að finna til sín í starfi og nýta þá faglegu þekk- ingu sem hann hefur færni til. Þá er það aðkallandi að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sjúkraliðum. Við þurfum því að leita leiða til að fjölga þeim og vinna að því að þeir finni til sín, auk þess að tryggja að fjöldi sjúkraliða sé í samræmi við um- fang og eðli þjónustunnar sem þeir sinna hverju sinni. Ég tel að með markvissri samvinnu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga verði þekking og hæfni sjúkra- liða betur nýtt í þágu þeirra sem þiggja þjónustuna. Að öðrum kosti er hætt við að sjúkraliðar hverfi úr starfsstéttinni. Samvinna fagstétta Eftir Söndru Bryn- dísardóttur Franks Sandra Bryndísardóttir Franks »Ég tel að með mark- vissri samvinnu sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga verði þekking og hæfni sjúkraliða betur nýtt í þágu þeirra sem þiggja þjónustuna. Frambjóðandi í formannskjöri Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@mmedia.is Á Alþingi hefur ver- ið lögð fram tillaga til þingsályktunar um dánaraðstoð á Íslandi eða það sem hér áður var kallað líknardráp. Ætlunin er að kanna grundvöll líknardrápa. Flutningsmenn eru meðal annarra alþing- ismennirnir Bryndís Haraldsdóttir Sjálf- stæðisflokki og Silja Dögg Gunn- arsdóttir Framsóknarflokki. Þetta vekur ugg, svo ekki sé meira sagt. Sem læknir get ég ekki annað en lagst gegn dánaraðstoð (euthanasia) eins og hér er kynnt til sögunnar af flutningsmönnum sem felur í sér töku lífs með virkri að- stoð fagstétta. Ég færi rök fyrir því hér að neðan. Venjuleg líknandi meðferð dauð- vona sjúklinga á Íslandi eins og hún hefur verið stunduð á sjúkrastofn- unum í áratugi er að mínu áliti full- nægjandi og nútímaverkjameðferð tekur sífellt framförum. Almenn- ingur treystir á að læknar í dag geri rétt í þessum efnum. Taki kjörnir fulltrúar þá ákvörð- un að leyfa virk líknardráp gæti það að mínu áliti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar og orðið að skemmdarverki í fyrsta lagi á sam- eiginlegu siðferði, en einnig á hugs- un um tilgang lífsins og ekki síst á sambandi almennings við heilbrigð- isstéttir. Hér eru nefndar nokkrar ástæð- ur þess: 1. Það myndi vekja vantraust al- mennings gagnvart heilbrigðis- stéttum og ekki síst læknum, sem og valda óöryggi við umönnun lang- veiks og eldra fólks á öldr- unarstofnunum. 2. „Rétturinn til að deyja“ gæti auðveldlega þróast í ógn gagnvart sjúklingum sem eru langveikir og þurfa dýra þjónustu; að þeir sjái sig tilneydda að taka undir það viðhorf að lífi þeirra sé hvort sem er lokið og of kostnaðarsamt fyrir aðra. Því er viss hætta á því að þeir sam- þykki styttingu eigin lífs, vegna óbeins þrýstings. 3. Það er hætt við að tímamörk líknardrápa muni breytast: Verði leyfilegt að stytta líf þjáðs manns með sam- þykki hans undir lokin, síðustu dagana eða síð- ustu vikuna, af hverju skyldi það ekki verða talið siðlegt einnig að stytta það um einn mánuð eða tvo – eða nokkur ár, ef endalokin blasa hvort sem er við? Þetta gæti sett þrýsting á hinn langveika, heilbrigðiskerfið og að- standendur sem þyrftu í hugskoti sínu að leita raka fyrir því af hverju lífið væri ekki stytt jafnvel enn meira, e.t.v. nokkra mánuði, til að spara fyrirhöfn og kostnað. Dæmið afhjúpar að þetta gæti reynst vegleysa sem tekur engan enda. 4. Samviska aðstandenda. Það er vel þekkt að sjálfsmorð manns leggst þungt á aðstandendur. Þeir gætu ásakað sig um að hafa ekki hjálpað nægilega, sýnt stuðning og umhyggju sem hefði hugsanlega getað hindrað ákvörðun ástvinar um að taka eigið líf við erfiðar aðstæður og sjúkleika. Þetta er eðlilegt, því líf manna er tengt ósýnilegum böndum og afdrif eins hefur áhrif á líðan og afdrif annars. 5. Stétt lækna myndi bera mikinn skaða. Þótt eflaust myndu fáir læknar sætta sig við það hlutskipti að binda enda á líf sjúklinga sinna verður ávallt einhver hluti þeirra tilleiðanlegur. Það sýnir reynslan í þeim löndum sem leyfa dánaraðstoð eða líknarmorð. Á Íslandi munu slíkir „dauðalæknar“ skera sig úr sem aftökulæknar ríkisins, en öll læknastéttin bæri skaðann. Með réttu myndu læknar óhreinkast ef líflátsverk yrðu vinna sumra þeirra, því í læknaeiði Hippó- kratesar stendur skrifað: „Ég mun ekki gefa banvænt lyf til neins manns þótt ég sé beðinn um það, né gefa ráð um slíka ætlan …“ 6. Dánaraðstoð eða líknardráp voru leyfð í Belgíu árið 2002. Reynslar sýnir að mat tveggja óháðra lækna er í reynd engin trygging fyrir sjálfstæðu mati. Framkvæmd laganna hefur færst í átt til víðrar túlkunar og geta dæmi veitt innsýn í hvernig því er háttað: Fyrir nokkru var 45 ára gömlum tvíburabræðrum veitt dánaraðstoð að eigin ósk vegna blindu. 44 ára gömul kona með króníska anorexíu fékk dánaraðstoð og 64 ára gömul kona með krónískt þunglyndi var líflátin að eign ósk, án þess að láta aðstandendur vita. Umræður hafa verið á meðal stjórnmálamanna í Belgíu um það hvort foreldrar eigi að hafa rétt á að veita veikum eða vangefnum börn- um sínum dánaraðstoð. Fólk hlýtur að geta sammælst um að þessi þró- un sé ekki æskileg. Og menn athugi að margt fer öðru vísi en ætlað er. 7. Höfuðröksemd líflátssinna í Belgíu hefur verið að geta sýnt fram á að útsettir hópar sjúklinga séu ekki í hættu ef þeir sjálfir óska ekki dánaraðstoðar. Þetta er auðvit- að grundvallaratriði. Fyrir nokkru kom út bókin Ex- posing Vulnerable People to Eu- thanasia and Assisted Suicide eftir Alex Schadenberg. Hún rýnir í töl- ur sem sýna að svo er ekki reyndin. Þar koma fram tölur um a. líknarmorð án samþykkis sjúk- lings b. óskráð líknarmorð og c. frásagnir hjúkrunarfræðinga sem starfa á þessu sviði sem gefa ástæðu til að fara öllu með gát. Það er vafasamt að kanna nánar grundvöll dánaraðstoðar eða líkn- ardrápa og mín skoðun er sú að slík vegferð leiði þjóðina aðeins á villi- götur. Menn hafi í huga að ef leiðin er farin er vegurinn til baka mjög torsóttur, ef hann er þá fær. Skoðanakannanir hafa líka sýnt að heilbrigðisstéttir vilja ekki taka þátt í að deyða sjúklinga og aðeins 2-3% svarenda gætu hugsað sér að verða við slíkri ósk. Eftir Guðmund Pálsson » Líknandi meðferð eins og hún hefur verið stunduð á sjúkra- stofnunum í áratugi er að mínu áliti fullnægj- andi. Almenningur treystir læknum í þess- um efnum. Guðmundur Pálsson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. gudmundur.palsson@gmail.com Gegn líknardrápum á Íslandi ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.