Morgunblaðið - 03.04.2018, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018
Öll starfsemi þarfn-
ast hvata og aðhalds til
að vaxa og dafna. Á
nokkrum sviðum heil-
brigðiskerfisins nýtast
markaðsöflin í þessu
sambandi en víðast
ekki, því að mestu er
um opinberan rekstur
að ræða þar sem fólk
hefur lítið val um við
hvern það skiptir og
getur ekki snúið sér annað. Þetta er
haft svona vegna markmiða um jafn-
an aðgang en reyndar má ná þeim
markmiðum í einkarekstri sam-
anber sumar heilsugæslustöðvar, en
látum það liggja milli hluta núna.
Opinber rekstur nýtur verndar
gagnvart samkeppni og þarf end-
urgjöf notenda (viðskiptavina) með
öðrum hætti. Án virks aðhalds er
hætt við að framleiðni og þjónusta
drabbist niður samanber ástandið í
Austur-Evrópu og Sovétríkjunum
fyrir fall kommúnismans.
Endurgjöf og aðhald notenda heil-
brigðisþjónustunnar er með ýmsum
hætti svo sem beint frá fólki og
gegnum eftirfarandi félög sem
tengjast heilbrigðisþjónustunni, sjá
meðfylgjandi mynd.
Þessi félög leiðbeina,
hjálpa, veita upplýs-
ingar, kosta þjónustu og
veita veitendum þjón-
ustu og endurgjöf þegar
betur þarf að gera á til-
teknu sviði. Félögin er
misöflug, flest fremur
lítil og kraftar þeirra
dreifðir og mikil orka
fer í umsjón.
ÖBÍ og SÍBS gegna
hlutverki regnhlífa-
samtaka fyrir sum þess-
ara félaga, sjá stjörnumerkingar.
ÖBÍ er með 41 aðildarfélag en SÍBS
er með 5. ÖBÍ kemst næst því að geta
talað fyrir munn allra notenda heil-
brigðisþjónustunnar en SÍBS fyrir
nokkra.
Þegar litið er á mikinn og vaxandi
vanda heilbrigðisþjónustunnar er
augljóst að hana skortir skýra fram-
tíðarsýn, skýr markmið og öfluga
endurgjöf og aðhald „viðskiptavina“.
Hér er tillaga um það síðastnefnda
það er aukna og bætta endurgjöf og
aðhald notenda.
Skipulagsbreytingar
Lager er til að stofnuð verði Sam-
tök notenda heilbrigðisþjónustunnar
(SNH) að erlendri fyrirmynd sem
tækju við hlutverki regnhlíf-
arsamtaka af ÖBÍ og SÍBS. Samsvar-
andi getrauna- og happdrættistekjur
þurfa að fylgja.
Með þessu er ekki verið að van-
þakka áratuga starf ÖBÍ og SÍBS
heldur er hér um eðlilega þróun að
ræða. Það eru nefnilega vissir hags-
munaárekstrar fólgnir í starfrækslu
eigin félags (ÖBÍ / SÍBS) sem fara
ekki endilega saman með hags-
munum annarra notenda heilbrigð-
isþjónustunnar það er aðildarfélag-
anna. Þau eru í raun í samkeppni um
gæði úr hendi kerfisins og fjármagn
skattgreiðenda. Þess vegna þarf að
stofna heildarsamtök notenda heil-
brigðiskerfisins og félaga þeirra sem
hafa ekkert annað markmið en að
vinna fyrir þá aðila.
Hjá SNH getur safnast gríðarmikil
þekking á heilbrigðiskerfinu. Þau
ættu að hafa góða burði til að veita
aðildarfélögum sínum góða þjónustu
svo sem lögfræðiaðstoð, fjármála- og
bókhaldsþjónustu og hentugt hús-
næði. SNH munu sem sagt geta bar-
ist fyrir sína skjólstæðinga óháð, ein-
beitt. Það mun gagnast þróun
heilbrigðisþjónustunnar og okkur þar
með.
Samtök notenda
heilbrigðisþjónustunnar
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson » Það eru vissir hags-
munaárekstrar
fólgnir í starfrækslu
ÖBÍ og SÍBS og aðild-
arfélaga þessara sam-
taka. Mikilvægt er að
koma þessum málum í
betri farveg.
Guðjón Sigurbjartsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Félög notenda heilbrigðisþjónustunnar
■ ADHD samtökin*
■ Alnæmissamtökin á
Íslandi
■ Astma- og ofnæmisfé-
lag Íslands*, **
■ Ás styrktarfélag*
■ Berklavörn**
■ Blái naglinn
■ Blindrafélagið*
■ Einhverfusamtökin*
■ Einstök börn
■ FAAS – Félag áhuga-
fólks og aðstandenda
Alzheimers-sjúkra
og annarra skyldra
sjúkdóma*
■ Félag áhugafólks um
Downs-heilkenni
■ Félag CP á Íslandi
■ Félag heyrnarlausra*
■ Félag lesblindra á
Íslandi*
■ Félag lifrarsjúkra*
■ Félag nýrnasjúkra*
■ Fjóla – félag fólks með
samþætta sjón- og
heyrnarskerðingu*
■ Foreldra- og styrktarfé-
lag heyrnardaufra*
■ Geðhjálp*
■ Geðrækt
■ Geðverndarfélag
Íslands*
■ Gigtarfélag Íslands*
■ Heilaheill*
■ Heyrnarhjálp*
■ Hiv-Ísland*
■ Hjartaheill**
■ Hjartavernd
■ Hugarafl
■ Hugarfar*
■ Klúbburinn Geysir –
Málefni geðfatlaðra
■ Krabbameinsfélag
Íslands
■ Lauf*
■ Málbjörg – upplýsinga-
vefur um stam*
■ Málefli*
■ ME félagið*
■ MedicAlert – Alþjóðlegt
neyðarþjónustukerfi
■ MND félagið á Íslandi*
■ MS-félag Íslands*
■ Ný rödd*
■ OA samtökin
■ Parkinsonsamtökin á
Íslandi*
■ Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og
heyrnarskertra
■ Samtök lungna-
sjúkra*,**
■ Samtök psoriasis- og
exemsjúklinga á Íslandi
■ Samtök sykursjúkra*
■ Samtök um Betri spítala
á betri stað
■ SEM – Samtök endur-
hæfðra mænuskadd-
aðra*
■ SÁÁ – Samtök áhuga-
manna um áfengis-
vandann
■ SÍBS – Samband
íslenskra berkla- og
brjóstholssjúklinga*
■ Sjálfsbjörg, landssamb.
fatlaðra*
■ SPOEX*
■ Sjónarhóll
■ Spítalinn okkar
■ Stuðningsnet sjúklinga-
félaga
■ Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna
■ Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra*
■ Stómasamtök Íslands*
■ Tourette-samtökin á
Íslandi*
■ Umhyggja – félag til
stuðnings langveikum
börnum
■ Umsjónarfélag ein-
hverfra
■ Vífill**
■ ÖBÍ – Öryrkjabandalag
Íslands
*aðildarfélag ÖBÍ, alls 41
**aðildarfélag SÍBS, alls 5
„Að fortíð skal
hyggja ef framtíð
skal byggja“ – Reyk-
víkingar ættu að
íhuga þessa góðu
speki Einars Ben.
Það skiptir nefnilega
miklu máli að kjósa
rétt í vor. Sjálfstæð-
isflokkurinn stjórnaði
borginni af öryggi og
festu áratugum sam-
an og þá var Reykja-
vík alltaf stærsta og öflugasta
sveitafélag landsins. „Að flytja á
mölina“ þýddi ekkert annað en
setjast að í Reykjavík og helsta
áskorun borgarstjórnar var að
mæta þörfum þess mikla fjölda
sem vildi búa í höfuðborginni. Á
þessum árum datt mörgum vinstri
mönnum aldrei í hug að kjósa ann-
að en „íhaldið“ – það vissu allir
hverjir stjórnuðu borginni best.
Stöðugt var hugað að betri sam-
göngum vegna þess að stöðugt
fleiri gátu keypt sér bíla og frjáls-
lyndir stjórnmálamenn hlusta á
þarfir þeirra sem kjósa þá.
Í gamla daga var Kópavogur lítið
sveitarfélag og engum datt í hug að
sá ágæti staður yrði vinsælli og öfl-
ugri en höfuðborg landsins. Eins
og alltaf á góðum tímum trúa því
fáir að eitthvað geti breyst til verri
vegar – en það komst vinstri stjórn
í borgina árið 1994. Þá var byrjað
að hækka álögur á borgarbúa og
stöðugt bætt í hinar ýmsu skatta
og gjaldahækkanir.
Það versta við vinstri stjórnir er
stjórnlyndið. Reykvíkingar sem
alla tíð höfðu vanist því að yfirvöld
borgarinnar hugsuðu um þeirra
hagsmuni neyddust til að fylgja
duttlungum stjórnmálamanna –
verstu örlög sem pólitíkin getur
mögulega skapað sínum kjós-
endum. Borgarfulltrúar vinstri
flokkanna eru almennt áhugasamir
um rölt á milli staða og hjólreiðar –
ekkert nema gott um það að segja.
En þegar stjórn-
málamenn þvinga sín-
um áhugamálum upp á
vanmáttuga íbúa sem
ekkert geta annað en
hlýtt – þá er það að
sjálfsögðu ekkert ann-
að en gróft ofbeldi sem
engum á að líðast.
Svo er það ekki bara
stjórnlyndið – þótt það
eitt og sér sé af-
skaplega íþyngjandi
og slæmt. Vinstri
meirihlutinn fer illa
með peninga og seilist stöðugt
dýpra í vasa borgarbúa til að geta
betur ræktað sín áhugamál sem
ekki eru alltaf Reykvíkingum í hag.
Horfum því til fortíðar og byggj-
um farsæla framtíð – kjósum Sjálf-
stæðisflokkinn til að leiða borgina
til vegsemdar á ný. Meirihluti
sjálfstæðismanna mun hlusta á
þarfir borgarbúa og alls ekki reyna
að troða sínum áhugamálum upp á
saklaust fólk. Eyþór Arnalds er
maður samræðna og hann er tilbú-
inn til að hlusta á allar raddir –
taka tillit til þarfa hins almenna
borgara því Eyþór er sjálfstæð-
ismaður. Hann er sem betur fer
ekki einn heldur hugsa hinir fram-
bjóðendurnir líka um hagsmuni
borgarbúa og leitast ekki við að
troða með ofbeldi einhverju upp á
fólk sem það kærir sig ekki um.
Viljum við aðferðir fortíðar sem
byggja farsæla framtíð eða aðferð-
ir nútíðar sem byggja upp sömu
þvingandi framtíðina og hefur ver-
ið í tíð vinstri meirihlutans sl. ára-
tugi?
Svari nú hver fyrir sig.
Hverfum til fortíðar
Eftir Jón Ragnar
Ríkharðsson
Jón Ragnar
Ríkharðsson
»Horfum því til for-
tíðar og byggjum
farsæla framtíð.
Höfundur er sjómaður og varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins
jonrikk@gmail.com
Atvinna
Lilja Alfreðsdóttir menntamála-
ráðherra hefur ákveðið að fella niður
takmarkanir á rétti manna til náms
eftir aldri, hina svokölluðu 25 ára
reglu, sem rímar illa við jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar. Og þetta er
gert með góðum hug og gildum rök-
um.
Jón Ögmundur Þormóðsson,
höfundur bókanna Peace and war:
Niagara of quotations og Peace and war:
A few quotations.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Svona eiga ráð-
herrar að vera