Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 26

Morgunblaðið - 03.04.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Leifur Eiríksson bifvélavirki átti 90 ára afmæli í gær. Hannfæddist í Reykjavík og er næstelstur fimm systkina. Foreldrarhans voru Eiríkur Þorsteinsson og Bára Ingibjörg Magdalena Pálsdóttir. Leifur lærði bifvélavirkjun og hefur starfað sem bifvélavirki alla sína tíð og gerir enn, og vinnur fjóra til fimm tíma í senn. Hann byrj- aði hjá Vélaverkstæðinu Kistufelli árið 1952 og hefur verið þar allar götur síðan og þeir eru ófáir lærlingarnir sem hann hefur kennt í gegnum tíðina. Bíladellan hjá Leifi er viðvarandi og keypti hann sér nýjan Land Cruiser í janúar, eftir að hafa prófað að keyra jeppa sonar síns upp Kambana, en sá jeppi er af sömu tegund. Eiginkona Leifs er Una Sigurðardóttir og eiga þau fjögur börn, Báru, Ástu, Sigurð og Eirík. Fjölskyldan hefur alltaf verið honum kær, sem og barnabörn og barnabarnabörn. Hann hefur stutt þau með ráðum og dáð og kom þeim í hestumennskuna, en hún hefur átt hug hans og gefið honum mikið. Leifur og Una eiga sumarhús í landi Kálfhóls á Skeiðum og eru þar mikið á sumrin. Þar sinnir hann viðhaldi sem og heima hjá sér, en hann er nýbúinn að skipta um klæðningu í bílskúrnum. Leifur hefur alltaf haft yndi af að ferðast bæði innanlands og er- lendis. Hann þekkir landið vel og hefur farið víða. Hann stundaði sundknattleik á yngri árum og keppti fyrir Íslands hönd. Leifur hélt upp á afmælið með konu og börnum á páskadags- morgun í sumarbústaðnum sínum og einnig var haldið boð fyrir hann á vélaverkstæðinu Kistufelli í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifvélavirkinn Leifur hefur unnið hjá Kistufelli í rúm 65 ár. Mætir enn í vinnuna Leifur Eiríksson varð níræður í gær E inar Sveinsson fæddist 3. apríl 1948 í Reykja- vík og ólst þar upp í foreldrahúsum að Miklubraut 52. Frá 8 ára aldri var Einar í sveit næstu sex sumrin í Litlu Sandvík í Flóa hjá Al- dísi og Lýð Guðmundssyni sem hann minnist með mikilli hlýju. Á ung- lingsárunum var hann í bygging- arvinnu og síðar frá 1967 fjögur sum- ur á planinu í Hvalstöðinni. „Þetta var erfið vinna en jafnframt þrosk- andi og ekki síst skemmtilegur fé- lagsskapur.“ Skólagangan hófst í Ísaksskóla, síðan Austurbæjarskóla og svo landspróf frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1968 og var við nám við DTH og HÍ næstu árin og síðar við nám og störf árið 1974 í London í vátrygg- ingum, einkum endurtryggingum. Einar hóf störf hjá Sjóvátrygging- arfélagi Íslands hf. 1972. Frá árinu 1984 var hann framkvæmdastjóri fé- lagsins, sem frá 1989 varð Sjóvá- Almennar og gegndi hann for- stjórastöðu til ársins 2004. Nánasti samstarfsmaður og meðforstjóri hjá Sjóvá-Almennum til 2002 var Ólafur B. Thors. „Okkur Ólafi gekk af- skaplega vel að vinna saman svo aldrei féll skuggi á. Undir stjórn okk- ar Ólafs varð félagið stærsta og öfl- ugasta vátryggingarfélag landsins á sínum tíma.“ Einar vann því við vá- tryggingar í 32 ár og var forstjóri fé- lagsins í 20 ár. Einar segir það að vinna við vátryggingar afskaplega skemmtilegt og gefandi starf. „Ég lít á mig fyrst og síðast sem vátrygg- ingamann þótt ég hafi komið víðar við á starfsferlinum.“ Einar var formaður Verslunarráðs Íslands, nú Viðskiptaráð, 1992-96. Frá 1991-2007 sat hann í stjórn Ís- landsbanka, síðar Glitnis, og var for- maður 2004 til 2007. Auk þess hefur Einar setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, einkum tengdra fjár- málum, sjávarútvegi og flutningum. Í dag er hann stjórnarformaður í Alfa ehf. sem er meginhluthafi í Kynn- isferðum og Tékklandi bifreiða- skoðun. Einar hefur gaman af lestri góðra bóka. Bækur með sögulegum fróð- Einar Sveinsson, fv. forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. - 70 ára Fjölskyldan Einar og Birna ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnunum átta þann 24. mars síðastliðinn í fermingu Helgu Margrétar Jónsdóttur sem stendur fyrir framan afa sinn. Er fyrst og fremst vátryggingamaður Á góðri stund Einar og Birna. Hólmavík Hilmar Gauti fæddist 9. mars 2017 kl. 3.15. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hann vó 3.180 g og var 50 cm langur við fæðingu. Foreldrar hans heita Hjör- dís Inga Hjörleifsdóttir og Jón Þór Gunnarsson. Nýr borgari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.