Morgunblaðið - 03.04.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.04.2018, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2018 Hin áhrifaríka skáldsagadanska rithöfundarinsKims Leine Spámenn-irnir í Botnleysufirði heillaði marga þegar hún kom út á íslensku árið 2015, listavel þýdd af Jóni Halli Stefánssyni. Má kalla það bókmenntalegt skúbb hjá bókaforlaginu Sæmundi á Selfossi að tryggja sér útgáfuréttinn á þessu viðamikla verki sem heldur áfram að rata til sífellt fleiri þakklátra les- enda. Leine hafði hlotið Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs tveimur árum fyrr fyrir þetta margbrotna verk, sem er lauslega byggt á atburðum í danska konungsríkinu í lok átjándu aldar, í Kaupmannahöfn og í Noregi en ekki síst í nýlendu- byggðum Grænlands. Margir gagnrýnendur hafa fjallað um það heillandi innsæi sem höfundurinn virðist hafa í nöturlegan veruleika bókarinnar og nýtir sér listavel við að draga upp söguheiminn og frásögnina alla, og því kemur ekki á óvart að kynnast því að Leine gjörþekkti grænlenskt mannlíf og sögu og hafði kynnst ýmsum hrá- slagalegum og grimmum hliðum mannlífsins af eigin raun þegar hann hóf að rita Spámennina. Og hafði jafnframt öðlast góða æfingu í skrifum með þremur bókum sem komu út á jafn mörgum árum, 2007 til 2009. Sú fyrsta þeirra var Kalak, þessi umtalaða og athyglis- verða bók sem höfundurinn hefur sagt vera skáldævisögu, og er opinberandi frásögn um nafna og jafnaldra höfundarins og líf sem sagt er vera eins og það sem Leine lifði þar til hann hóf feril sem rithöfundur – og hún skýrir á vissan hátt það innsæi sem birtist í frásögninni í Spámönnunum í Botnleysufirði. Fjallað er um erf- itt líf hjúkrunarfræðings á Græn- landi, líf sem mótað var af mis- notkun og fíkn en er hér opinberað af undarlegum heiðar- leika, á vel mótaðan hátt og af at- hyglisverðri stílfimi í fyrstu bók höfundar. Frásögnin hefst á botninum, ef svo má segja, árið 2004 þar sem Kim, sögumaður Kalak, er á leið í vinnuna á sjúkrahúsi í Nuuk, höf- uðstað Grænlands, og getur ekki beðið eftir að næturvaktin hefjist. Því þá mun hann sprauta sig og gefa sig alsælu fíknarinnar á vald. En þessa nótt verða ákveðin hvörf og hringlaga frásögnin hefst, frá- sögn sem stekkur næst aftur í tímann og lesandinn kynnist Kim 16 ára gömlum þar sem hann hef- ur flúið frá móður sinni í Noregi, strangtrúuðum votti Jehóva, til samkynhneigðs föður í Kaup- mannahöfn, en sá hafði hrökklast úr norska smábæjar- og votta- samfélaginu áratug fyrr eftir að hafa orðið uppvís að því að nota rakarastofu sína fyrir kynlífs- ævintýri með ungum mönnum. Og faðirinn tekur að misnota Kim kynferðislega og gerir það í tvö ár – fjallað er um þá reynslu á merkilega opinskáan hátt – en sú reynsla á eftir að móta allt líf sögumannsins, sem er háður föður sínum um hjálp og skjól í lífinu en reynir um leið sífellt að gera upp þessi hroðalegu mál. Kim lærir hjúkrunarfræði, kynnist konu og eignast með henni tvö börn, en rótleysið á eftir að einkenna líf hans allt, sem og flótti frá ábyrgð en ekki síst fíkn- in; fíkn í kynlíf, áfengi og lyf. Fíknin sem knýr frásögnina áfram. Kim flytur með fjölskylduna til Grænlands þar sem hann starfar fyrst sem hjúkrunarfræðingur í Nuuk og síðar í ýmsum smærri bæjum og þorpum, þar sem hann á eftir að vera einskonar læknir og sálusorgari íbúanna, vel liðinn og vinsæll, ekki síst vegna þess að ólíkt flestum öðrum Dönum lærir hann málið, og þar að auki mál- lýskur Grænlendinga bæði á vest- ur- og austurströndinni. Frásagnir af lífinu í þessum samfélögum eru áhugaverðar og það hversu þau toga í sögumanninn. Því eftir nokkur ár á Grænlandi flytur fjöl- skyldan aftur heim til Danmerkur en þar finnur Kim sig alls ekki, hann dregst sífellt aftur til Græn- lands í afleysingar og böndin við fjölskylduna trosna og hjónin skilja. Þá hefur Kim þegar verið í samböndum við fjölda kvenna á Grænlandi, með samþykki eigin- konunnar, og er fjallað um þau allmörg, og þegar á líður verður það jafnvel nokkuð endurtekn- ingasamt þegar kynlífsævintýrum hjúkrunarfræðingsins er lýst. En það er óttinn við uppgjörið við föðurinn sem vokir yfir frásögn- inni þar sem sögumaður berst frá einu þorpi í annað, frá einni konu til annarrar, í sífelldu lyfjarússi. Hann er augsýnilega fær í sínu starfi en nær ekki tökum á lífinu – og fjallað er um það á átakanlega heiðarlegan og yfirvegaðan hátt. Og hringnum er lokað þegar frá- sögnin nær aftur árinu 2004. Orðið Kalak merkir á græn- lensku „gegnheill Grænlendingur“ en er jafnframt skammaryrði í daglegu tali – og á furðu vel við þann rótlausa mann sem bókin segir frá. Maður sem vill standa sig og vera treyst en nær því ekki þar sem hann er á sífelldum flótta frá sjálfum sér og lífinu; maður sem þráir Grænland og dásamar fegurð landsins og tign en þolir ekki landslag Danmerkur sem hann segir ljótt. Sagan er vel mót- uð og frásögnin furðu yfirveguð og stílhrein, ekki síst ef litið er til þess að um fyrstu bók höfundar er að ræða. Sviðsetningar eru til að mynda knappar en vel mótaðar og gefa lesandanum tilfinningu fyrir einangrun og tilfinningum sögu- mannsins, án þess að orða þær beinlínis. Til að mynda þegar fjöl- skyldan flytur aftur heim til Dan- merkur og Kim nær engum tengslum við fólk þar: „Nýja heimilið okkar er í hverfi af litlum einbýlishúsum, þetta eru tíu, tólf hús við vegarspotta, ásamt byggingarvöruverslun og lag- erhúsi. Nágrannar mínir eru skuggar á bak við limgerði, hljóðið í garðsláttuvél, bíll sem bakkar út úr bílskúr, hönd sem lyft er í kveðjuskyni á bak við rúðu. Ég heilsa á móti. Ég er góður ná- granni. En þegar ég fer fótgang- andi eftir veginum og blasi við frá öllum gluggunum hef ég á tilfinn- ingunni að ég sé að gera eitthvað óviðurkvæmilegt.“ (164) Störfum hjúkrunarfræðingsins í grænlensku þorpunum er jafn- framt lýst af merkilegum skýr- leika og dregnar upp vel mótaðar frásagnir af því hvernig líf og dauði vegast á, ekki síst þegar íbúarnir fá peninga og detta í það, með tilheyrandi slysum og jafnvel morðum. Eftir að hafa reynt heila nótt að hindra fæðingu barns stúlku sem hann hafði átt vingott við, vegna hættu á að henni kynni að blæða út við það, fæðist barnið loksins og „liggur í sigurkuflinum fullum af legvatni, þar flýtur það eins og hvítt froskdýr. Með skurð- hníf sker ég langa rifu í himnuna. Legvatn streymir út yfir sængina og niður á gólf, þar sem það blandast blóðinu. Karen lyftir barninu upp. Það er agnarlítið, líf- laust, grátt og dautt […] Ég tek barnið og legg það niður. Legg hendurnar á brjóstkassann og þrýsti þumalfingrinum nokkrum sinnum á brjóstbeinið. Um leið gefur Karen barninu súrefni inn um nefið. Þá gerist kraftaverk. Gráa, líflausa veran skiptir litum, verður blá, síðan fjólublá, og loks bleik. Samtímis finn ég flökt, líkt og vængir spörfugls sláist við þumalfingur mína. Hjartað er byrjað að slá.“ (245) Skömmu síðar þarf Kim í starfi sínu, sem hlutlaus fagmaður, að skoða brunnið lík ungrar konu, móður þessa barns, sem hann hafði átt í ástarsambandi við – enn eitt áfallið: „Það er ekki mikið eft- ir af stelpunni sem ég elskaði kannski og sem ég hef kannski hrint út í dauðann. Kolaður búkur, höfuðkúpa sem hefur sprungið út eins og blóm af innri þrýstingi. Samt þekki ég hana aftur.“ (253) Jón Hallur Stefánsson hefur þýtt Kalak og gert það listavel. Knappur og hlutlægur stíllinn er blæbrigðaríkur og ljóðrænn á ein- faldan hátt, þegar við á, og rennur afskaplega vel. Þetta er líka merkileg og hrífandi frásögn, ein- læg og afhjúpandi mótunarsaga sem gerist í nágrannalöndum og þó einkum á Grænlandi, í heimi sem við þekkjum flest alltof lítið. Og ekki dregur úr áhrifamætt- inum að vita að sú rótlausa per- sóna sem fjallað er um hefur síðan náð að skapa fleiri merk bók- menntaverk. Þroskasaga um misnotkun og fíkn Skáldævisaga Kalak bbbbm Eftir Kim Leine. Jón Hallur Stefánsson þýddi. Sæmundur, 2017. Innbundin, 319 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/RAX Skáldævisaga „… það er óttinn við uppgjörið við föðurinn sem vokir yfir frásögninni þar sem sögumaður berst frá einu þorpi í annað, frá einni konu til annarrar, í sífelldu lyfjarússi. Hann er augsýnilega fær í sínu starfi en nær ekki tökum á lífinu – og fjallað er um það á átakanlega heiðarlegan og yfirvegaðan hátt,“ segir um Kalak eftir Kim Leine. Straumflugur í vorveiðina frá Atlantic Flies Mörkinni 6 - Sími 568 7090 - veidivon@veidivon.is - veidivon.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.