Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018
Aðalfundur
Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn
að Skarfagörðum 4, Reykjavík,
miðvikudaginn 18. apríl 2018 og hefst kl. 16:00.
Á dagskrá fundarins verða:
Stjórn Hampiðjunnar hf.
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á
eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur ásamt ársreikningi félagsins
munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
tveimur vikum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað.
Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum
fyrir upphaf aðalfundar.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa
borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en 10
dögum fyrir aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð,
þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig
að dagsetning komi fram.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Áætlað er að um 1.550 manns muni
starfa hjá WOW air yfir hásumarið.
Til samanburðar störfuðu tæplega
300 starfsmenn hjá félaginu 2015.
Jónína Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðssviðs WOW
air, segir starfsmennina nú um 1.300.
Frekari ráðningar séu fyrirhugaðar.
Um 30 þúsund manns hafi sótt um
störf hjá félaginu síðan 2015.
„Við höfum verið að ráða fólk fyrir
sumarið. Það hefur störf í apríl, maí
og júní. Við verðum því með um 1.550
manns í sumar. Þar af verðum við
með yfir 300 flugmenn og 700-800
flugliða. Svo erum við með um 100
flugvirkja og margar ört stækkandi
deildir. Við erum með sölu- og mark-
aðssvið, flugrekstrarsvið og upplýs-
ingatæknisvið en mikil fjölgun hefur
verið á þeim sviðum. Þá erum við með
önnur svið eins og fjármálasvið,
mannauðssvið, samskiptasvið og
leiðakerfissvið. Einnig erum við með
tugi manna í Keflavík sem m.a. sjá um
að flytja vörur og varning í söluvagna
félagsins. Það er rúmt ár síðan við
tókum þennan hluta starfseminnar
yfir sjálf,“ segir Jónína.
Spár félagsins gera ráð fyrir að far-
þegum muni fjölga úr 2,9 milljónum í
3,7 milljónir milli ára 2017 og 2018.
Það er um 28% vöxtur.
Nýjar breiðþotur í flotann
WOW air mun svo vaxa enn frekar
í árslok með tilkomu fjögurra Airbus
A330neo breiðþotna í flotann. Verða
breiðþoturnar þá orðnar 7 og þoturn-
ar alls 24. Nýju þoturnar eru lang-
drægari en þær fyrri og skapa tæki-
færi til sóknar á fjarlægari
mörkuðum. Asía hefur verið nefnd í
því efni. Jónína áætlar að starfsmenn-
irnir verði orðnir um 2.000 á næsta
ári. Hún segir aðspurð að WOW air sé
með því orðið eitt stærsta fyrirtæki
landsins. Fá fyrirtæki hafi jafn marga
starfsmenn. Þrátt fyrir umsvifin segir
hún aðspurð að félagið skilgreini sig
sem sprotafyrirtæki. „Við lítum enn á
félagið sem ungling. Félagið er enn
það ungt,“ segir hún.
Spurð um umsvifin erlendis segir
Jónína að félagið sé með tvo starfs-
menn í Boston og sé að ráða fleiri
starfsmenn í Bandaríkjunum. Sam-
tals sé félagið með sjö starfsmenn er-
lendis.
WOW air var stofnað í árslok 2011.
Fyrsta flug félagsins var 31. maí 2012.
„Til að byrja með voru aðeins örfáir
starfsmenn hjá félaginu. Við fengum
okkar eigin flugrekstrarleyfi í októ-
ber 2013. Þá fórum við að ráða flug-
menn og fórum sjálf að reka vélarnar.
Fram að því voru vélarnar eins og
leiguvélar. Við vorum reyndar með
okkar flugliða en ekki flugmenn. Það
má segja að boltinn hafi byrjað að
rúlla í árslok 2013. Vöxturinn var
frekar hægur fyrstu árin. Fyrsta árið
voru 100 þúsund farþegar. Svo jókst
þetta smám saman. Árið 2015 hófum
við flug til Bandaríkjanna og fórum
þannig að bjóða upp á tengiflug en við
það jukust umsvifin mikið,“ segir Jón-
ína sem hóf störf hjá félaginu 2015.
Hún var áður forstöðumaður mann-
auðssviðs Advania.
Um 30 þúsund umsóknir
„Eftir að ég hóf störf hjá WOW air
byrjuðum við með nýtt ráðningar-
kerfi. Við erum með 29.602 starfsum-
sóknir í kerfinu í dag. Við erum mjög
heppin með að vera mjög eftirsóttur
vinnustaður. Við höfum verið afar
heppin með starfsfólk. Flugliðastarfið
er mjög eftirsótt. Við fengum í vor um
2.000 umsóknir um flugliðastörf fyrir
sumarið. Þetta er heilmikið að fara í
gegnum,“ segir Jónína. Hún hlær
þegar hún er spurð hvort hún viti því
ekki allt um alla með allar þessar
ferilskrár í kerfinu. „Ég var áður hjá
Capacent og veit allt um alla en er að
sjálfsögðu bundin trúnaði,“ segir hún
og hlær við.
Jónína bætir því svo við það það sé
meiri áskorun að ráða í sérhæfðari
störf eins og störf flugvirkja og flug-
manna. Það hafi enda takmarkaður
fjöldi Íslendinga þekkingu og reynslu
af Airbus-þotum.
„Við höfum ráðið marga íslenska
flugmenn og erum að þjálfa fleiri. Til
að hafa reynsluna höfum við á móti
líka ráðið talsvert af erlendum flug-
mönnum,“ segir Jónína.
Stefnir í metár hjá Icelandair
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmda-
stjóri samskiptasviðs Icelandair
Group, segir stefna í metár hjá félag-
inu hvað varðar fjölda farþega og
starfsmanna. „Eins og fram hefur
komið gera áætlanir okkar ráð fyrir
áframhaldandi vexti sem kemur fram
í fjölgun starfsmanna,“ segir Pétur.
Hann segir aðspurður að mönnun
nýrra starfa hafi gengið ágætlega.
„Eftirspurnin er auðvitað misjöfn
eftir störfum. Þetta er krefjandi verk-
efni en í heildina séð hefur mönnunin
gengið vel.“
Icelandair verður með 33 farþega-
þotur í ár. Eru þá meðtaldar þrjár
nýjar Boeing 737 Max-farþegaþotur.
Að auki eru félögin Loftleiðir og Ice-
landair Cargo með flugvélar í rekstri,
auk Air Iceland Connect. Öll eru flug-
félögin fjögur hluti af Icelandair
Group.
Flugfélögin margfalda umsvifin
Áætlað að WOW air verði með 1.550 starfsmenn í sumar og um 2.000 á næsta ári Félagið hefur á
fáum árum orðið eitt stærsta fyrirtæki landsins í starfsmönnum talið Líka ör vöxtur hjá Icelandair
Heimild: WOW air. *Áætlun. **Spá fyrir 2019
(spá um farþegafjölda liggur ekki fyrir).
Vöxtur WOW air 2012 til 2019**
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
milljón farþegar
Starfs-
menn
2.000
1.750
1.500
1.250
1.000
750
500
250
0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018* 2019**
0,4 0,5
0,7
1,7
2,9
3,7
??
130 165 195
290
700
1.100
0,1
1.550
2.000 Farþegafjöldi Starfsmannafjöldi
Flugfloti WOW air
2012 2014 2016 2018*
Fjöldi starfsmanna hjá Icelandair Group
2.200
1.800
1.200
600
0
Air Iceland
Connect
Icelandair
Hotels
IGS Icelandair Önnur félög*
2010 2017
232
677
779
2.143
432
225 234
354
981
234
*Icelandair Cargo,
Loftleiðir, Iceland
Travel, Fjárvakur,
VITA og móðurfélag
Heimild:
Icelandair Group
2010 2017
Icelandair Group samtals
2.028
2,1x fjölgun starfa 4.263
Jónína
Guðmundsdóttir
Pétur Þ.
Óskarsson
Þjóðhagsleg áhrif
» Til að setja fjölgun starfa hjá
WOW air og Icelandair í sam-
hengi áætlaði Vinnumálastofn-
un í janúar að til yrðu 2.500-
3.000 ný störf á Íslandi í ár.
» Ör vöxtur flugfélaganna hef-
ur því marktæk áhrif á fjölgun
starfa, ekki síst vel launaðra.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við tókum á móti fyrstu gestunum á
páskadagsmorgun og það gekk allt
afar vel. Gestirnir létu vel af dvölinni
og allir voru mjög ánægðir og auðvit-
að heillaðir af umgjörðinni og um-
hverfinu,“ segir Már Másson, mark-
aðs- og mannauðsstjóri Bláa lónsins.
Nýtt fimm stjörnu lúxushótel Bláa
lónsins, The Retreat, var opnað á
páskadag, 1. apríl. Fyrstu gestunum
var að sjálfsögðu boðið upp á íslensk
páskaegg í tilefni dagsins. Alls eru 62
herbergi á þessu nýja og glæsilega
hóteli, minnst 40 fermetrar hvert.
Stærstu svíturnar eru 60 fermetrar
og með aðgang að sérbaðlóni. Eins
og Morgunblaðið hefur greint frá
kostar nóttin á hótelinu frá 144 þús-
und krónum og innifalin er þjónusta
einskonar einkaþjóna, eða gestgjafa
eins og þeir eru kallaðir.
- Er mikið bókað á hótelinu?
„Bókanir líta vel út og eru svip-
aðar og það sem við ætlum okkur.
Við förum vísvitandi rólega af stað
enda erum við að opna starfsemi sem
er þess eðlis að gæði upplifunarinnar
skiptir öllu máli og við viljum standa
alveg klár á því að við séum að veita
fyrsta flokks þjónustu og upplifun.
Við munum nýta fyrstu vikur og
mánuði til að læra af reynslunni og
átta okkur á því hvað skiptir gestina
mestu máli,“ segir Már.
Tveir nýir veitingastaðir eru á hót-
elinu, Moss Restaurant og SPA
Restaurant. Ný heilsulind ber nafnið
Retreat Spa og þykir einstaklega
glæsileg enda fara gestir undir yf-
irborð jarðar til að njóta spa upplif-
unar. Úr heilsulindinni hafa gestir
aðgang að nýju lóni sem hraunveggir
umlykja. Sem stendur er Retreat
Spa eingöngu aðgengilegt fyrir hót-
elgesti en Már segir að bráðlega geti
takmarkaður fjöldi daggesta bókað
sig í þessa heilsulind. Í dag er þeim
sem þess óska boðið upp á svokallaða
Betri stofu í Bláa lóninu.
Sökum mikils uppgangs í ferða-
þjónustu kvarta margir í geiranum
undan því að erfitt sé að finna gott
starfsfólk. Bláa lónið auglýsti eftir
starfsfólki í 165 stöður vegna þessara
viðbóta við starfsemina og segir Már
að vel hafi gengið að ráða í þær.
„Okkur hefur gengið mjög vel að
manna starfsemi Bláa lónsins al-
mennt. Við finnum fyrir áhuga fólks
að starfa með okkur og hjá okkur.
Það hefur gengið vel að fá hæft og
gott starfsfólk á nýju veitingastað-
ina, spa-ið og hótelið enda búum við
afar vel að þeirri reynslu sem við höf-
um frá starfseminni sem er hér fyr-
ir,“ segir hann.
Fyrstu gestir lúxushót-
elsins fengu páskaegg
Fimm stjörnu hótel var opnað í Bláa lóninu á páskadag
Lúxus Gestir The Retreat geta látið fara vel um sig en herbergin eru
minnst 40 fermetrar. Sex svítur eru að auki á hótelinu með sér baðlóni.