Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 ✝ IngimundurSigfússon fæddist í Reykja- vík 13. janúar 1938. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans 20. mars 2018. Foreldrar Ingi- mundar voru Sig- fús Bergmann Bjarnason, f. 4.5. 1913, d. 19.9. 1967, stofnandi og forstjóri Heklu, og Rannveig Ingi- mundardóttir, f. 29.12. 1912, d. 3.8. 1986, húsfreyja. Systkini Ingimundar eru Sverrir, f. 1.9. 1939, fv. fram- kvæmdastjóri; Sigfús, f. 7.10. 1944, fv. forstjóri, og Mar- grét, f. 12.9. 1947, listmálari. Eiginkona Ingimundar er Valgerður Valsdóttir, f. 6.11. 1939. Foreldrar hennar voru Valur Gíslason, f. 15.1. 1902, d. 13.10. 1990, leikari, og Laufey Árnadóttir, f. 7.6. 1916, d. 6.12. 1996, húsfreyja. Synir Ingimundar og Val- gerðar eru Valur, f. 27.2. 1961, prófessor í sagnfræði við HÍ, og Sigfús Bergmann, f. 3.7. 1965, framkvæmda- hf. 1990-94, stjórnar- formaður Stöðvar 2 1993-94, sendiherra Íslands í Þýska- landi 1995-2001 og sendi- herra Íslands í Japan 2001- 2004. Ingimundur var félagi í Rótaríklúbbi Reykjavíkur frá 1990, var varaformaður og síðan formaður Listahátíðar 2004-2010, stjórnarformaður Stofnunar Sigurðar Nordals 2005-2010, formaður Þjóð- leikhúsráðs 2007-2014, stjórnarmaður Watanabe- styrktarsjóðsins frá 2008 og formaður Íslandsdeildar Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation frá 2006. Ingimundur og Valgerður, kona hans, fengu Land- græðsluverðlaunin 2016, fyr- ir umfangsmikil land- græðslustörf sín á jörðunum Þingeyrum og Sigríðar- stöðum í Húnavatnssýslum. Ingimundur var sæmdur Heiðursorðu Japanskeisara (The Rising Sun) 2016, og Heiðursorðu frá þýska ríkinu (Das grosse Verdienstkreuz mit Stern und Schulterband des Verdienstordens der Bundesrepublik Deutschland) árið 2001 Hann var aðal- ræðismaður Spánar á Íslandi 1983-94. Útför Ingimundar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 4. apríl 2018, og hefst athöfnin kl. 11. stjóri eignar- haldsfélagsins Hofs ehf. en kona hans er Birgitta Bára Hassenstein og synir þeirra eru Ingimundur Bergmann, f. 2000, og Guð- mundur Steinn, f. 2003. Ingimundur átti heima í Stóra-Ási á Seltjarnarnesi til fimm ára aldurs, en þá flutti fjöl- skyldan að Víðimel í Vest- urbæ Reykjavíkur þar sem hann ólst síðan upp. Ingi- mundur gekk í Melaskóla, var í Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, stundaði nám við Verslunarskóla Íslands, lauk stúdentsprófi 1959 og emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ 1967. Ingimundur hóf störf hjá Heklu hf. að loknu lagaprófi. Hann varð forstjóri Heklu hf. við fráfall föður síns, haustið 1967 og gegndi því starfi til ársloka 1990. Ingimundur var stjórnar- formaður Reykjaprents 1967- 85, stjórnarformaður Heklu Hann mágur minn kvaddi þennan heim með sama hraða og hann kom inn í líf fjölskyldunnar fyrir rúmum sex áratugum. Í minningunni var það engin hálf- velgja. Á skömmum tíma var hann orðinn hluti fjölskyldunnar og þótt faðir minn hafi eflaust verið hikandi og ekki litist á blikuna, eins og feðra er siður við þetta tilefni, þá fannst mér það spennandi að þessi skemmtilegi stóri strákur á Víðimelnum var kærasti systur minnar. Og nú á kveðjustund er gott að líta yfir farinn veg og minnast viðburðaríks lífsferils hans og þeirra hjóna. Indi var innan við þrítugt þegar faðir hans féll skyndilega frá og það kom í hans hlut að taka við umsvifamiklum við- skiptum sem faðir hans hafði stjórnað. Það reyndist ekki allt dans á rósum og það gustaði stundum um hann. En Indi átti auðvelt með að eignast vini. Og vinum sínum reyndist hann mik- ill vinur. Til þeirra leitaði hann líka oft og sótti ráðleggingar. Valgí og Indi voru miklir gestgjafar og á heimili þeirra í Reykjavík, Þingeyrum, Bonn, Berlín og Tókýó var ætíð gest- kvæmt. Heimilin báru listræn- um áhuga þeirra gott vitni. Indi var heimsborgari og átt vini og kunningja víða og hafði áhuga á margvíslegum málefn- um. Það upplifði ég þegar við vorum saman á ferðalögum inn- an lands og utan. Af öllum hans áhugamálum var náttúran og uppgræðsla lands hvað sterkust. Og það eru engin smá verkefni sem þau hjónin hafa staðið fyrir gegnum tíðina á Sigríðarstöðum og Þingeyrum. En af öllum minningum sem nú koma í hugann eru síðustu dagar Inda eftirminnilegastir. Þegar hann sagði frá hvers væri að vænta og í samtölum síðustu dagana gerði hann það af æðru- leysi sem fáum er gefið. Hann var þakklátur fyrir gott líf í átta- tíu ár og kvaddi sáttur við Guð og menn. Honum fylgja óskir um bless- un Guðs á nýjum vegum. Valur Valsson. Það varð brátt um Ingimund Sigfússon. Hann hafði vissulega náð góðum aldri. Varð áttræður 13. janúar sl. og kenndi sér þá hvergi meins. Þau hjón kusu að dvelja saman í Berlín á stóraf- mælinu, enda áttu þau þaðan miklar og góðar minningar og höfðu bæði staðið þar vörð um merki Íslands, orðstír og hags- muni, með þeim myndarskap að orð fór af. Það voru 10 ár á milli okkar Inda, skakkaði aðeins fjórum dögum. Vegna þeirra, sem kunna að hafa séð okkur saman, skal nefnt að það var ég sem var 10 árum yngri. Fyrir fáeinum misserum vor- um við samtímis í Lundúnum í viku eða svo og eitt kvöldið á rölti okkar áttum við leið upp smá brekku, sem ekki eru þar á hverju strái. Það leið ekki á löngu þar til ég neyddist til að biðja Ingimund um vægð, nema að hann ætlaði af ráðnum hug að sprengja hinn „unga“ samferða- mann sinn á limminu. Í sömu ferð hét ég honum því að eftir að hann kæmist fyrir horn áttræð- isafmælis myndi ég líta á hann sem alnafna síns frægasta ná- granna nyrðra og aldrei kalla hann annað en Ingimund gamla. Þetta var auðvitað aulatal því að hvað sem þjóðskráin sagði varð Ingimundur okkar aldrei gam- all. Ég hef efasemdir um að ein- hverju hefði breytt þótt hann hefði náð níræðisaldri. Um hann gilti það sama og aðra að lítt er vitað með vissu hvenær það kall kemur sem ekki verður undan vikist. En hitt var greypt í gen að Ingimundi var ekki ætlað að verða gamall. Hann var drengja- legur í útliti, hreyfingum og út- geislun, hafði þennan drengja- lega sjarma frá fyrstu stund til þeirrar síðustu. Við þá genastýr- ingu bættust lífsgleði og óbil- andi áhugi fyrir tilverunni. Þess vegna sóttu ótal áhugaverð verkefni í hann og þau Valgí bæði svo að velja þurfti úr. Þau vildu aldrei taka að sér annað en það sem skila mætti óaðfinnan- lega af sér. Indi var vingóður og vinafast- ur, en gerði jafnframt kröfur til vina sinna um heilindi og trúnað sem hann endurgalt til fulls. Ég lagði að honum og þeim hjónum báðum að hann myndi takast á við starf sendiherra í Þýskalandi og síðar í Japan. Var sannfærður um að eðliseigin- leikar hans og reynsla, sem var önnur en aðrir sendiherrar höfðu, yrðu þjóðinni happadrjúg í þeim störfum. Dugnaður, þjón- ustulund, lifandi áhugi á mönn- um og málefnum og alkunn lagni og útsjónarsemi, svo fátt eitt sé nefnt, tryggði árangur sem var eins og best varð á kosið. Og lokahnykkinn gerðu hinir ein- stöku hæfileikar hans til að öðl- ast traust og vináttu annarra. Ég nefndi þau hjón í sama orð- inu enda er myndarskap hennar og fáguðum smekk viðbrugðið. Þau hjónin eignuðust stóran vinahóp í báðum gistilöndum og ræktuðu hann áfram eftir að horfið var heim. Kanslararnir Helmuth Kohl og Gerhard Schröder töldu Ingimund meðal vina sinna. Þegar útför Kohl kanslara var gerð, fyrir ekki svo löngu síðan, höfðu helstu vina- lönd Þýskalands það fyrirkomu- lag að fela fyrrverandi sam- starfsmönnum kanslarans, úr embættistíð hans, að verða fulltrúar landanna við þá athöfn. Ísland hafði annan hátt á. Fjölmargir fyrrverandi for- ystumenn helstu samstarfsríkja úr samtíð kanslarans voru við- staddir fjölmennari atburði at- hafnarinnar og aðeins þrengri hópur hinna sömu var viðstadd- ur athöfnina í kirkjunni. En á lokapunkti útfararinnar var að- eins örfáum úr hópnum boðið að vera viðstaddir. Þeirra á meðal var Ingimundur Sigfússon, fv. sendiherra, og kona hans. Þau voru þar sem sérstakir gestir ekkju Helmuth Kohl kanslara. Um miðjan febrúar leitaði Ingimundur til lækna vegna kviðverkja. Læknar upplýstu hann fljótlega um illvígan sjúk- dóm og eðli hans og að engin þekkt úrræði væru til. Var þó nefnt að reynslan sýndi að menn í þessari aðstöðu gætu hugsan- lega vænst þess að eiga 3 til 6 mánuði ólifaða. Þetta var bylm- ingshögg en Ingimundur tók fréttunum af æðruleysi. Hann ásetti sér að ljúka sem flestu af því sem fólkinu hans mætti gagnast að komið yrði á hreint. Hann var því sjálfum sér líkur, þótt hann væri að fá stóra storminn í fangið. En tíminn reyndist mjög naumt skammt- aður. Þau Valgí hafa komist nær því en flestir sem ég þekki að vera eins og einn maður og það auð- vitað verið ómetanlegt þeim báðum. En þótt harmurinn sé þess vegna meiri og söknuður- inn þyngri er hjartað sáttara fyrir vikið. Við Ástríður þökkum hálfrar aldar kynni sem hefði verið mik- ill skaði að fara á mis við. Hann Ingimundur var óvenjulegur nútímamaður um margt. Eitt af því var að hann sýndi vinum sínum á mýkri hátt en aðrir að hann unni þeim og mat mikils og vildi ekki að þeir færu í neinar grafgötur um það. Það er manni dýrmætt núna. Megi Guð geyma hann og hans fólk. Davíð Oddsson. Á stríðsárunum varð til skemmtilegt strákasamfélag á horni Reynimels og Hofsvalla- götu. Það hafði sérstöðu vegna nálægðar við Kamp Knox, þar sem var bandarískt herlið. Ver- öldin snerist um fótbolta og KR. Þarna varð m.a. til framtíðar- landsliðsmaður í knattspyrnu og formaður KR. Keppinautarnir voru aðallega á Víðimel. Við unnum alltaf Víði- mel og vorum fljótir af þeim sök- um að koma okkur upp fordóm- um gagnvart þeim sem þar áttu heima. Svo urðum við stórir en gaml- ir fordómar gusu upp, þegar strákur af Víðimel fór að venja komur sínar í hús ömmu minnar við Reynimel 58. Í því húsi ól- umst við upp nánast eins og systkini, við Valgerður Valsdótt- ir, en við erum systkinabörn. Tilvera okkar beggja hófst reyndar við Vesturgötu 18 og 17. Þessi strákur var Ingimundur Sigfússon. Mér leist ekki á blik- una út af Víðimelnum en komst fljótt að raun um að um heim- sóknir hans til Valgerðar frænku minnar hafði ég ekkert að segja. En við urðum vinir og sú vinátta stóð til æviloka hans. Ingimundur var innan við þrí- tugt, þegar faðir hans, Sigfús Bjarnason í Heklu, féll frá. Á herðar hans féll sú ábyrgð að takast á hendur stjórn myndar- legs fyrirtækis, sem faðir hans, fátækur bóndasonur norðan úr landi, hafði byggt upp úr engu. Löngu seinna áttaði ég mig á hvers konar afrek það hafði ver- ið hjá þessum unga manni að stýra fyrirtækinu klakklaust í gegnum þá djúpu efnahags- kreppu sem skall yfir á árinu 1967 og stóð fram til 1969. Á þessum árum voru að búa um sig miklar sviptingar sem urðu á milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra tveggja dagblaða sem honum höfðu fylgt að málum, Morgunblaðsins og Vísis, og áttu eftir að standa fram yfir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Fjölskylda Ingimundar átti stóran hlut í Vísi. Þess vegna mæddu þessi átök á hon- um ekki síður en á öðrum. En á þessum árum kom líka í ljós að Ingimundur bjó yfir ein- stökum hæfileikum í mannleg- um samskiptum. Hann varð áhrifamaður að tjaldabaki í Sjálfstæðisflokknum og átti lengi sæti í fjármálaráði flokks- ins. Við vorum ekki alltaf á sama máli í þeim átökum en vinátta okkar stóð þann skoðanamun af sér. Eiginkona mín heitin kom úr annarri pólitískri veröld og leið ekki alltaf vel í því umhverfi sem ég kom úr og starfaði í. Þær til- finningar náðu hins vegar ekki til Valgerðar frænku minnar og Ingimundar. Frá fyrsta degi tengdust þau sterkum vináttu- böndum sem voru henni meiri stuðningur á erfiðri ævi en þau höfðu nokkra hugmynd um. Hæfni Ingimundar í mann- legum samskiptum kom vel í ljós eftir að hann varð sendiherra, fyrst í Berlín og svo í Tókýó. Ég efast um að nokkur íslenzkur sendiherra hafi náð sambæri- legum tengslum og hann náði við þá tvo menn sem voru kanslarar Þýzkalands í hans sendiherra- tíð, þ.e. Helmut Kohl og Ger- hard Schröder. Ingimundur og Valgerður voru einu Íslending- arnir sem fengu formlegt boð frá fjölskyldu Kohl um að vera viðstödd útför hans á síðasta ári og hann hafði jafnan beinan að- gang að Schröder. Á dánarbeði hans áttum við einstakt samtal sem ég geymi með mér til æviloka. Styrmir Gunnarsson. Ingimundur Sigfússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN SIGNÝ HÁKONARDÓTTIR, lést þriðjudaginn 20. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hákon Pálmi Elíson Sævar Örn Elíson Sonja Elídóttir Ragnar Páll Haraldsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN PÁLSSON, Strandvegi 13, Garðabæ, lést á nýrnadeild Landspítalans mánudaginn 2. apríl. Útförin auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, www.nyra.is, 0334-26-001558, kt. 670387-1279. Margrét Haraldsdóttir Auður Arnardóttir Ingi Rafn Össurarson Valdís Arnardóttir Þorlákur Runólfsson Haraldur Arnarson Erla María Andrésdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HELGI SIGURÐSSON, Rauðagerði 33, lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans. Bergdís R. Jónasdóttir Jónas Guðmundsson Sigurður Guðmundsson Svana Steinsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Helgi Helgason og barnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, STEINUNN SIGURBJÖRG ÚLFARSDÓTTIR frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, Kjarrmóa 6, Selfossi, lést á Fossheimum, hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sunnudaginn 1. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Börn, tengdadætur barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, GÍSLI SÆVAR HAFLIÐASON, múrarameistari, lést miðvikudaginn 21. mars á Landakotsspítala. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna, frá Kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 27. mars. Aðstandendur Elskulegur faðir okkar, BJÖRN HELGI JÓNSSON, fv. sóknarprestur á Húsavík, lést að morgni páskadags, sunnudaginn 1. apríl, á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Björn, Guðrún Auður og Jón Hrafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.