Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 29

Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru alltaf tveir möguleikar í stöðunni. Vertu opin/n fyrir fjölbreytileika lífsins. Gakktu ákveðin/n fram í að fá hlut- ina á hreint. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu áherslu á að umgangast að- eins jákvætt fólk. Lífið er of stutt fyrir leið- indi. Þú færð tilboð fljótlega sem setur markmið þín í uppnám. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Velgengni þín stendur og fellur með því hvernig þér tekst að nýta drauma þína til að leysa vandamál. Ræktaðu þinn innri mann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hæfileikar þínir til að rannsaka og vinna erfiða nákvæmnisvinnu eru í há- marki í dag. Leggðu allt kapp á að sýna þínum nánustu þolinmæði, þeir eiga það skilið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að horfast í augu við vanda- mál liðins tíma. Þú átt að vera í fyrsta sæti í þínu lífi en hver hefur verið við stýr- ið síðustu ár? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér er ráðlagt að þekkjast þau boð sem þér berast í dag. Dagurinn hentar mjög vel til skapandi breytinga í tengslum við miðlun eða skemmtanabransann. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú getur haft þau áhrif sem þú vilt, og ættir að notfæra þér það. Besta ráðið er að gera lista yfir það sem helst má missa sín og fara eftir honum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu það upp við þig hvaða markmiðum þú vilt ná og hvernig þú ætlar að fara að því. Reyndu að sjá hlutina með augum barnsins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í störfum þínum ert þú yngra fólkinu fyrirmynd og getur miðlað mörgu af reynslu þinni. Vertu skilningsrík/ur og hlustaðu vandlega á sjónarmið annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Mótlæti er til þess að sigrast á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki endalaust undan þeim kröfum sem aðrir gera til þín því þú átt þinn rétt eins og aðrir. Kurteisi kostar ekki neitt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu þér ekki of miklar vonir því þá verða vonbrigðin ekki eins mikil ef hlut- irnir ganga ekki upp. Þú tryggir ekki eftir á, athugaðu það í tíma. Á skyggni hótelsins WaldorfAstoria á Manhattan stendur styttan Afrekshugur eftir Nínu Sæmundsson. Árið 1926 var haldin listaverkasamkeppni og var Nína hlutskörpust um 400 listamanna, sem sendu inn tillögur. Þegar hótelið var opnað árið 1931 stóð listaverkið á skyggninu og stendur þar enn. x x x Þegar Víkverji fór fyrst með for-eldrum sínum til New York var sérstaklega farið að hótelinu til að skoða styttuna eftir Nínu, svo merkilegt þótti að verk listakon- unnar úr Fljótshlíðinni skyldi standa á hóteli, sem þótti í fremstu röð í heimsborginni, ef ekki í heiminum. Nokkrum áratugum síðar fór Vík- verji þangað með sín börn að sýna þeim verkið. x x x Þetta rifjaðist upp fyrir Víkverjaþegar hann horfði á kvikmynd- ina Scent of a Woman með Al Pacino í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu. Pacino leikur þar geðstirðan, blind- an herforingja, sem dregur ungan mann, sem á að gæta hans, til New York. Þegar þeir nema staðar fyrir utan Waldorf Astoria blasir skyggn- ið og verkið Afrekshugur við og her- foringinn segir: „Hér blasir við þér miðpunktur alls þess sem telst sið- menning.“ x x x Hótelið hefur komið fyrir í fjöldakvikmynda og þar hefur margt þekkt fólk dvalið, allt frá Marilyn Monroe, sem bjó þar í nokkra mán- uði, til Franks Sinatra, sem greiddi milljón dollara á ári fyrir að hafa svítu á leigu frá 1979 til 1988. Her- bert Hoover bjó þar í rúm 30 ár frá því hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna til dauðadags 1964. x x x Styttan Afrekshugur er af konu,sem stendur á tám, horfir hnar- reist til himins og er við það að taka til flugs með vængjuðum höndum. Í fyrra var greint frá því að yfirvöld á Hvolsvelli hygðust fá að taka mót af styttunni og reisa eftirmynd hennar í miðjum bænum í minningu lista- mannsins. vikverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóh: 10.9) Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is MOVIE STAR hvíldarstóll Verð frá 398.000,- Guðmundur Arnfinnsson orti ápáskadag: Páskasól á himni hlær. Hátíð lífs nú fagna ber. Frjó að vori foldin grær, fagur jarðarblóminn er. Sonur Guðs leið kvöl og kross, kröm og dauða yfirvann. Hann er sól og sigurhnoss, sorgarmyrkri eyða kann. Daginn áður orti hann: Ljómar sól um borg og bí, blóm á hóli skarta, bláa kjólinn klæðist í kæra fjólan bjarta. Og í framhaldi af því rifjaði Magnús Halldórsson upp að einu sinni hefði þessi fyrripartur verið lagður fyrir hagyrðinga Sólin hlý um borg og bí, brosir skýin gegnum. Guðmundur var vel með á nót- unum: „Falleg pía engu í er á kvíaveggnum. Eða eins og Guðmundur Sigurðs- son botnaði: Við sína píu Syngman Rí söng á Kvíaveggnum. Man eftir þáttunum hans Sveins Ásgeirssonar, sem voru gersemi. Takk, Magnús, fyrir að minna á þetta. Hallmundur Guðmundsson birti á Boðnarmiði fallega vetrarmynd tekna á annan í páskum þar sem trjágreinarnar svignuðu undan ný- föllnum snjónum: Þunn og hrein er þekjan hvíta, þekur slétta velli stráa. Í vetrarlok er vænt að nýta vendilega greinar trjáa. Og þann hinn sama dag yrkir Sigmundur Benediktsson um „Páskahret“: Enn er vetur, vissa sú vanans metur kynni. Páskahretið hefur nú hampað getu sinni. Sér til dundurs færir föl frost með stundar kalda, korn á grundu, klökknar möl, kramt mun undan halda. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Páskasól, vetrarmynd og vitur kisa „HANN TALAÐI BARA UM ÍÞRÓTTIR OG MILLIRÍKJADEILUR. ÉG GAT LIFAÐ MEÐ ÍÞRÓTTUNUM EN EKKI DEILUNUM.“ „GÆTIRÐU HAFT MEIRA HLJÓÐ!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda mörgum boltum á lofti á sama tíma. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRJUM HUNDINN: EF ÞÚ GÆTIR VERIÐ DÝR, HVAÐA DÝR MYNDIRÐU VERA?“ HÉRNA ER VÍSBENDING… ÞÚ ERT ÞEGAR EITT ÞEIRRA ÉG HEFÐI GETAÐ GIFST ALLA AUÐKÝFINGI! EN ÉG GIFTIST ÞÉR Í STAÐINN! EKKI ÁLASA SJÁLFRI ÞÉR! VIÐ LENDUM ÖLL Í ÞVÍ AÐ HAFA NÆSTUM ÞVÍ GERT MISTÖK!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.