Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 04.04.2018, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 verk. Sýnt mér takmarkalaust traust og trúnað og nestað til lífsins. Hvernig hann hefði með framkomu sinni, heiðarleika, hógværð, festu, lipurð og kurt- eisi verið ógleymanleg fyrir- mynd. Hæglátt uppeldi í vináttu og viðskiptum um áratugi. Í fyrstu bandaði hann þessu öllu frá sér en kinkaði svo brosandi kolli þegar ég bætti því við, að þessi lærdómur væri svo mikil- vægur að nú væri hann kominn til næstu kynslóðar og mundi ekki láta staðar numið þótt hann sjálfur væri á förum. Voru þá ósögð fleiri orð. Síðustu ráðin geymi ég. Í Guðs friði. Óskar Magnússon. Í dag kveð ég kæran vin, mannkostamanninn Ingimund Sigfússon. Kynni okkar Ingi- mundar voru ekki löng í árum talið og ekki mörkuð stórum at- burðum. Engu að síður var framkoma hans og samskipti okkar öll með þeim hætti að kunningsskapur varð að vináttu- böndum. Ingimundur var í senn heimsborgari og sveitamaður, í bestu merkingu þess orðs. Í hógværð sinni bar hann með sér mannkosti, mannvit og reynslu þess manns, er víða hefur farið og mörgu kynnst. Ingimundur lifði og starfaði samkvæmt þeirri hugsjón að vinna landi og þjóð sem mest gagn. Best kynntist ég honum sem land- græðslubóndanum á Þingeyr- um. Bóndanum, sem unni heitt jörð sinni og héraði. Þingeyrar voru hans „aðalbraut“. Þau hjónin, Ingimundur og Valgerður, og fjölskylda þeirra stunduðu um langt árabil stór- fellda uppgræðslu á jörðum sín- um, Sigríðarstöðum í Vestur- Húnavatnssýslu og Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Þessar jarðir liggja að sjó og á þeim eru stærstu sjávarsandar í Húna- vatnssýslum. Sigríðarstaðir fóru í eyði vegna ágangs sands árið 1942 og árið 1958 var girt þar landgræðslugirðing og mestur hluti jarðarinnar gerður að land- græðslusvæði. Á yngri árum vann Ingimundur, ásamt fjöl- skyldu sinni, að mikilli túnrækt á örfoka og sandi orpnu landi á Sigríðarstöðum. Til þess tíma má eflaust rekja þann mikla áhuga sem Ingimundur fékk á uppgræðslustörfum af ýmsum toga. Brennandi áhugi, dugnað- ur og þekking lagði grunninn að þeim miklu landbótum sem þau hjón hafa stundað síðan. Líkt og á Sigríðarstöðum hafa þau grætt upp stór landsvæði á Þingeyrum og unnið að skógrækt. Ingimundur var sérlega vel læs á ástand lands og næmur á það sem betur mátti fara. Hann úð. Minning um vel gerðan og góðan mann lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Gísli Páll og Alda. Þegar ég hugsa til Ingimund- ar vinar míns að honum látnum eru það fyrst og fremst minn- ingar um mannkosti, sem leita á hugann, ekki atburðir eða atvik, þótt þar sé líka af nógu að taka. Ingimundur var til dæmis svo ríkur að atorku, að fáum hef ég kynnzt, sem jafnast hafa á við hann í því efni. Þegar verk þurfti að vinna, var ekki um það spurt, hvort árla þyrfti að rísa úr rekkju eða seint að ganga til náða, verkið og skuldbindingin við verkið réðu för. Hann lagði sig allan fram. Lagði líf og sál í það, sem hann tók sér fyrir hendur. Engin hálf- velgja. Settu marki átti að ná. Þar bættist samvizkusemin við atorkuna. Samvizkusemi var honum sem í blóð borin. Það mátti ekki standa upp á hann. Trúr öllu, sem hann tók að sér. „Hann var drengur góður“, hefur löngum verið haft á orði á Íslandi um þá menn, sem vænzt- ir hafa þótt. Sú lýsing hæfir vel Ingimundi Sigfússyni, sem nú er kvaddur með þakklæti. Samúð- arkveðjur okkar Steinunnar og okkar fólks til þeirra, sem misst hafa hinn góða dreng, Valgerð- ar, sonanna, sonarsonanna og annarra mætra ástvina hans og ættingja. Hörður Einarsson. Þegar fundum okkar Ingi- mundar bar fyrst saman var hann sendiherra Íslands í Þýskalandi og ennþá með aðset- ur í Bonn. Ég var að skipuleggja upplestrarferð þeirra skáld- bræðra Einars Más Guðmunds- sonar og Einars Kárasonar um Þýskaland, enda útgefandi beggja á þeim árum. Ingimund- ur ákvað ekki bara að taka fagn- andi á móti okkur, heldur að gera upplestur Einaranna að helsta dagskrárlið mikillar ræð- ismannasamkomu sem hann var að halda. Það var aðeins einn hængur á: allir viðstaddir áttu að vera í smóking, og Ingimund- ur var ekki alveg laus við áhyggjur af klæðaburði gamalla róttæklinga, og hvort við kynn- um yfirleitt að vera svona fínir. Hann hringdi nokkrum sinnum í mig út af þessu, og þá lærðist mér hversu erfitt er að neita jafn elskulegum manni um nokkra bón. Að lokum komum við til hans og Valgerðar draugfínir, en það var gott að þau höfðu ekki þurft að vera vitni að því þegar við vorum að reyna að strekkja lindann hver á öðrum á hótelherberginu og binda á okk- ur slaufur, og óvæntar undir- hökur skutust upp á milli. En allt þetta pjatt gleymdist þegar við komum á staðinn, slík var gestrisni þeirra hjóna. Mað- ur var umvafinn algerlega til- gerðarlausri elskusemi frá upp- hafi til enda, og sú hefur jafnan verið raunin þegar við Anna höf- um heimsótt Ingimund og Val- gerði þau 20 ár sem síðan eru liðin. Hann var höfðingi og öð- lingur, í bestu merkingu þeirra orða, og frábær sendiherra sem var vel tengdur í Þýskalandi og nýtti þau tengsl í þágu Íslend- inga sem best hann mátti. En um leið var í honum íslenskur sveitamaður, eins og sást þegar maður hitti hann á Þingeyrum, þar sem þau hjón unnu einstakt uppbyggingarstarf. Ég dáðist oft að því hvað Ingimundur kom miklu í verk, en lét mann samt aldrei finna annað en hann hefði ómældan tíma, leitaði maður til hans. Móttökur þeirra Valgerð- ar voru alltaf jafn höfðinglegar og sjálfsagðar, hvort sem við komum ein eða með alla vini okkar með okkur. Síðar átti ég eftir að vinna ná- ið með Ingimundi, fyrst í stjórn Listahátíðar í Reykjavík og eftir það í Þjóðleikhúsráði, alls í átta ár. Við komum hvor úr sinni átt stjórnmálanna en áttum ákaf- lega gott samstarf, og svo var Ingimundi fyrir að þakka. Hann var nákvæmur, virti siði og regl- ur en þó öðru fremur trúnað og samkomulag manna í millum; og gat líka verið fastur fyrir þegar svo bar undir. En allt hans starf á þessum vettvangi var í þágu menningarinnar, aldrei í eigin þágu. Það var hollt fyrir mann einsog mig, sem hafði haft bók- menningu að lifibrauði alla tíð, að kynnast manni einsog honum sem trúði á hina upprunalegu merkingu orðsins kúltúr, mann- rækt; var umburðarlyndur lýð- ræðissinni sem fór ekki í mann- greinarálit, og síst af pólitískum ástæðum. Það var einhver eðl- islæg siðfágun sem fylgdi Ingi- mundi hvað sem hann tókst á hendur, og það tókst mér þó að læra af honum að ég mun óum- beðinn setja á mig slaufu og strekkja á mig lindann, næst þegar ég fer á hans fund. Valgerði og sonum þeirra, Vali og Sigfúsi, sendum við Anna innilegar samúðarkveðjur. Halldór Guðmundsson. Við kynntumst Ingimundi Sigfússyni í tengslum við Wat- anabe-sjóðinn sem stofnaður var við Háskóla Íslands árið 2008 með ríkulegu framlagi Toz- isho Watanabe. Stofnun sjóðsins var liður í því að styrkja tengsl Íslands og Japans í háskóla- menntun og vísindum. Sjóður- inn veitir stúdentum og vísinda- mönnum á Íslandi tækifæri til að nema og starfa í japönsku sam- félagi og það sama gildir um jap- anska stúdenta og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Ingimundur var stjórn- armaður í Watanabe-sjóðnum frá stofnun og beitti sér allt til dauðadags fyrir því að sjóðurinn dafnaði vel, tíu ára saga sjóðsins hefur verið glæsileg. Hafa tengsl Háskóla Íslands og Jap- ans styrkst verulega eftir að sjóðurinn tók til starfa. Má ekki síst þakka Ingimundi Sigfússyni fyrir hans mikilvæga framlag. Reynsla hans og þekking á Jap- an og japönsku samfélagi nýttist einstaklega vel í þessu verkefni. Nefna má að Ingimundur tryggði ávallt að vel var staðið að umgjörð styrkathafna og kunni Tozisho Watanabe vel að meta það. Nýlega ákvað Wat- anabe að auka stofnfé sjóðsins verulega. Við áttum ávallt góðar stundir með Ingimundi og Valgerði í tengslum við úthlutanir úr Wat- anabe-sjóðnum. Síðasta sumar buðu þau hjónin okkur að Þing- eyrum og voru móttökur þeirra afar höfðinglegar. Ingimundur naut sín sérstaklega vel í sveit- inni og var hann mjög stoltur af uppgræðslunni á Þingeyrum og Sigríðarstöðum sem hann sýndi okkur. Þar hefur verið unnið frábært uppgræðslustarf. Átt- um við yndislegar stundir sam- an í sveitasælunni. Við þökkum Ingimundi Sig- fússyni einstaklega góð kynni og vottum Valgerði og fjölskyldu innilega samúð. Jón Atli Benediktsson og Stefanía Óskarsdóttir. Veikindi Ingimundar stóðu stutt og andlátið var brátt. Þó ekki svo, að ekki gæfust nokkur skipti til að hittast og kveðja. Slíkar aðstæður eru sumum erf- iðar en ekki þeim sem nálgast þessar stundir af sömu yfir- vegun og ró og allt lífið. „Hjá mér hefur allt gengið upp og núna komið þið allir vinir mínir. Hvað get ég beðið um meira?“ Ég ákvað að segja honum milli- liðalaust það sem venjulega ætti að standa í minningargrein. Á lágri stund rifjaði ég upp vináttu okkar og hvað hún hefði fært mér. Hvernig hann hefði falið mér ungum manni stór og smá lagði m.a. áherslu á að bæta bú- svæði fugla með fjölbreyttum gróðri og endurheimt votlendis. Öll verk Ingimundar einkennd- ust af alúð, snyrtimennsku og virðingu fyrir náttúru landsins, gróðrinum og dýralífinu. Ingi- mundur og Valgerður hlutu verðskuldað Landgræðsluverð- laun Landgræðslu ríkisins árið 2016 og nefndi Ingimundur oft hve þau mátu þá viðurkenningu mikils. Eftirminnilegt var að fara með Ingimundi vor og haust í skoðunarferð um uppgræðslur á Sigríðarstöðum og Þingeyrum. Margt bar á góma. Lærdóms- ríkt var að kynnast jákvæðni hans og þakklæti fyrir þau tæki- færi sem hann sagði lífið hafa rétt sér. Ingimundur spurði og fræddi, honum var eðlislægt að gefa af sér í viðræðu og fram- göngu allri. Heima á Þingeyrum tók Valgerður á móti okkur, samvalin manni sínum að rausn og alúð. Þetta voru góðir dagar. Ég kveð höfðingjann Ingi- mund á Þingeyrum með virð- ingu og þökk fyrir samvinnu og samskipti öll. Við Laufey send- um Valgerði og fjölskyldu þeirra Ingimundar innilegar samúðar- kveðjur. Bjarni Maronsson. Það liðu ekki nema fimm vik- ur frá því að Ingimundur, vinur minn, greindist með krabba- meinið þar til það varð honum að aldurtila. Hann tók úrskurði læknanna af æðruleysi og bjó sig undir það sem verða vildi. Allt gerðist það þó of hratt fyrir okkur sem nutum samvista hans, áhuga hans á að lifa lífinu lifandi og fylgjast með fram- vindu mála hér og á alþjóðavett- vangi. Þegar rætt var við Ingimund um þýsk stjórnmál var aldrei komið að tómum kofunum og í fyrra voru þau Valgerður í innsta vinahring þeirra sem fylgdu Helmut Kohl, fv. Þýska- landskanslara, til grafar. Traustið sem Ingimundur naut í Þýskalandi og greiður að- gangur hans að áhrifamönnum var í anda allrar lífsgöngu hans. Óvænt og ungur að árum tók hann forystu í rekstri Heklu við fráfall föður síns. Oft minntist hann þeirra sem sýndu honum traust á þeim árum, þar á meðal föður míns. Milli þeirra skapað- ist vinátta sem ég tók í arf, bar aldrei skugga á hana. Ingimundur var hlýr og góður vinur. Hann sýndi einlæga rækt- arsemi en var dómharður um menn og málefni ef svo bar und- ir. Fyrir öllu hafði hann góð og gild rök, ósanngirni var honum ekki í blóð borin. Eftir að hafa verið mikils metnir fulltrúar Íslands í sendi- ráðunum í Þýskalandi og Japan vildu Ingimundur og Valgerður helst dvelja á jörð sinni, Þing- eyrum. Hvergi leið honum bet- ur. Ingimundur og Valgerður hlutu landgræðsluverðlaunin ár- ið 2016 fyrir stórfellda upp- græðslu á jörðum sínum Sigríð- arstöðum og Þingeyrum. Á þeim eru stærstu sjávarsandar í Húnavatnssýslum. Menningarstarfsemi naut góðs af dugnaði og áhuga Ingi- mundar. Þá ýttu þau Valgerður Þingeyraverkefninu úr höfn, rannsóknum sem reistar eru annars vegar á fornleifagreftri á gamla klausturstaðnum og hins vegar á bókmenningunni sem blómstraði í klaustrinu. Áhugi Ingimundar og umhyggja fyrir vísindamönnunum sem gengu til liðs við verkefnið var öllum ein- stök hvatning. Fyrst og síðast minnumst við Rut góðs vinar sem jafnan var boðinn og búinn að leggja því lið sem bar hæst hverju sinni hvort sem það var á sviði tónlistar í Þingeyrakirkju eða stjórnmála. Í prófkjöri kom ekki annað til greina en að bjóða mér aðstöðu í húsi Heklu við Laugaveg. Ingi- mundur setti þar upp skilti með áletruninni: Þeir fiska sem róa. Nokkrum árum áður hafði hann drifið mig í Talskólann til Gunnars Eyjólfssonar og Bald- vins Halldórssonar og varð það til þess að leiðir okkar Gunnars tengdust síðar vegna sameigin- legs áhuga á qigong. Ógleymanleg er ferðin með Ingimundi og sonum hans, Vali og Sigfúsi, frá Wolfsburg í Vest- ur-Þýskalandi um Austur- Þýskaland til Prag í ársbyrjun 1990 til að kynnast mannlífinu nokkrum mánuðum eftir fall kommúnismans. Yfir minningunum er gleði og birta, þakklæti fyrir vináttu og mikla umhyggju. Erfitt er að meta sálarstyrk. Þegar dauðinn nálgaðist og ekk- ert varð að gert sýndi Ingi- mundur þann styrk af mikilli reisn. Sú minning gerir sorgina léttbærari. Við flytjum Valgerði, Vali og Sigfúsi og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingi- mundar Sigfússonar. Björn Bjarnason. Ég kynntist Ingimundi Sig- fússyni undir lok 8. áratugarins. Hörður Einarsson hæstaréttar- lögmaður var þá að loka lög- mannsstofu sinni og fékk mig til að taka við ýmsum verkefnum sem hann hafði sinnt. Meðal þeirra var að veita Heklu hf. lög- fræðiþjónustu. Þar var Indi æðstráðandi. Afar gott samstarf myndaðist strax með okkur Ingimundi. Það þróaðist svo fljótlega upp í ein- læga vináttu þar sem eiginkonur okkar Valgí og Kristín voru grunnstoðir. Sú vinátta hefur haldist alla tíð síðan. Meðal ann- ars heimsóttum við þau gjarnan að Þingeyrum eftir að þau voru búin að skjóta þar rótum. Þá vorum við stundum á ferð með fjölskyldu okkar til veiða í Svartá, sem ég var með á leigu um nokkurra ára skeið. Einu sinni komu þau með okkur þang- að og áttum við þá nokkra góða daga saman við það ljúfa vatns- fall. Börnin okkar kynntust þeim hjónum við svona tækifæri og mynduðust þar bönd sem verið hafa þeim verðmæt. Mér brá svo sannarlega við þegar vasasími minn hringdi þar sem ég var staddur í golfferð á Spáni um miðjan síðasta mánuð. Indi var að hringja. Ég hafði ekkert vitað um veikindi hans en heyrði strax á röddinni að eitt- hvað alvarlegt var á seyði. Hann sagðist hringja frá líknardeild Landspítalans þar sem hann hefði verið lagður inn. Hann var sem sagt kominn á lokasprett- inn. Aðeins um einum mánuði eftir að hinn skaðvænlegi sjúk- dómur hafði greinst. Ótrúlegt. Ég náði svo að heimsækja hann á deildina daginn áður en hann var allur. Það þótti mér vænt um og ég held honum líka. Hann var með ágætri rænu og hugsunin var skýr. Við ræddum gamla daga og rifjuðum ýmislegt upp þar sem skipst höfðu á skin og skúrir í lífshlaupi hans eins og gengur. Indi hætti sem forstjóri Heklu hf. í árslok 1990. Hann gekk síðar til liðs við utanríkis- þjónustuna og varð sendiherra Íslands í Þýskalandi og Japan um tíu ára skeið 1995 til 2004. Við Kristín heimsóttum þau á starfsstöðvar þeirra í þessum löndum. Minnisstæðust er ferð okkar til Tókýó vorið 2004. Þar áttum við ógleymanlegar stund- ir með þessum kæru vinum okk- ar. Indi var sannkallaður heið- ursmaður. Hann sýndi öðru fólki velvilja og tillitssemi og vildi greiða götu allra manna eftir föngum. Maður verður ofurlítið betri maður við að eignast vin- áttu slíks heiðursmanns sem hann var. Indi hafði þann sið að smella léttum kossi á vanga þegar hann hitti eða kvaddi vini sína. Ég man vel eftir því einhverju sinni þegar hann var í þann mund að flytjast til starfa í Þýskalandi að við höfðum verið að sinna ein- hverjum erindum saman og hann skutlaði mér upp á Skóla- vörðustíg á eftir, þar sem skrif- stofa mín var. Áður en ég fór út úr bílnum smellti hann að venju Ingimundur Sigfússon, fyrsti sendiherra Íslands í Japan, afhendir Akihito Japanskeisara trúnaðarbréf í keisarahöllinni 2001.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.