Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 23
þegar náttúran skartaði sínu fegursta og Húnaþing lifnaði við. Ég vissi hvaða mann Ingi- mundur hafði að geyma þegar ég settist í stjórn Þingeyraverk- efnisins. Þau Valgí voru kærir vinir foreldra minna og sýndu þeim einstaka tryggð alla tíð. Ingimundur var hlýr og ávallt glaður þegar fundum bar sam- an. Þegar hindranir urðu á veg- inum leitaði hann ávallt lausna, rólegur og hvetjandi í senn. Bjartsýni hans var smitandi. Hann var stefnufastur, þolin- móður eins og ræktunarmenn eru jafnan og missti aldrei sjón- ar á markinu. Ég er innilega þakklát að hafa notið vináttu og samvista við hann. Nú kemur það í hlut okkar hinna að koma metnaðarfulla verkefninu hans um Þingeyrar í höfn. Guðrún Nordal. Ég var ekkert sérlega hár í loftinu þegar ég hitti Ingimund Sigfússon fyrst, svona ellefu eða tólf ára. Þá var ég í sveit á Stóru- borg í Vesturhópi og var fenginn ásamt fáum öðrum af sama bæ til að smala Sigríðarstaðalandið og svokölluð Nesbjörg í Vestur- hópi. Ingimundur og Valgerður höfðu þá reist sér sumarhús í landi Sigríðarstaða. Mér er sér- staklega minnisstæður einn dagur við þessa smalaiðju, það var samfellt úrhelli eins og hellt væri úr fötu þannig að ekki var þurr þráður á nokkrum manni. En þau sómahjón Ingimundur og Vala tóku á móti okkur í sumarbústaðnum og sjaldan hefur verið jafn gott að ylja sér á heitu súkkulaði eins og þá og ná að þurrka af sér úrhellið. Þeim var annt um að búa vel að okkur vinnumönnunum og enginn greinarmunur var gerður á börnum og fullorðnum. Þessi mynd hefur oft komið upp í huga minn í samskiptum mínum við Ingimund síðar á lífsleiðinni og hún gerir það óneitanlega nú þegar hann er kvaddur hinsta sinni. Ingimundur Sigfússon var Húnvetningur, Sigfús faðir hans og móðir mín voru þremenning- ar, svo við töldum hiklaust að við gætum kallað okkur frændur. Og það gerðum við. Nú þegar hann er allur birtast mér fyrir hugskotssjónum nokkur fleiri minningabrot af viðkynningu okkar. Þegar ég tók fyrst sæti í borgarstjórn Reykjavíkur var Ingimundur stjórnarformaður Heklu og við áttum smávegis samskipti á þeim vettvangi sem voru hreinskiptin og góð. Nokkru síðar, þegar Ingimund- ur var kominn til Berlínar sem sendiherra, tóku þau Vala á móti okkur hjónum þegar ég átti þar erindi sem borgarfulltrúi og gerðu það allt af stakri prýði og listfengi eins og þeim var svo lagið. Fyrir fáum árum var ég á ferð um Húnaþing í tengslum við ættarmót og ættarhópurinn hitti Ingimund þá stuttlega við Þingeyrakirkju. Þá þótti honum verst að við komum þangað án þess að gera boð á undan okkur svo hann gat ekki verið búinn að undirbúa móttökur, sem hann hefði svo gjarnan viljað. Þannig var Ingimundur, hvers manns hugljúfi, sérlega bóngóður og ófeiminn við að sýna væntum- þykju. Þessum mannkostum hans kynntist ég svo vel við alls kyns tilefni þegar fundum okkar bar saman. Hvort sem það var á listsýningu, við opinberar at- hafnir eða bara í Melabúðinni. Alltaf mætti manni hlýtt bros, forvitni um hagi manns og gam- ansöm glettni. Ég mun sakna slíkra stunda. Ingimundur var mikill höfðingi, traustur og sam- viskusamur og náði árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur. Skipti þá engu hvort það var í viðskiptum, menningarlífi, opin- berri stjórnsýslu eða við að rækta landið og umhverfið. Hann ávann sér traust hvar- vetna sem hann lagði hönd á plóg. Ingimund Sigfússon kveð ég með virðingu og þakklæti fyrir góða viðkynningu og velvild í minn garð alla tíð. Ég votta Val- gerði, sonum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð. Í minningunni um Ingimund Sig- fússon ríkir fegurðin ein. Árni Þór Sigurðsson. Ég kynntist Ingimundi Sig- fússyni þegar ég var ráðinn framkvæmdastjóri Þjóðleik- hússins árið 2010, en þá var hann formaður þjóðleikhúsráðs. Ingimundur var glæsimenni hið mesta, mikill fagurkeri og listunnandi, séntilmaður fram í fingurgóma, húmorinn hárfínn, þó ekki aðhlæginn, tók ekki þátt í söguburði og vildi aldrei af slíku vita. Að hafa slíkan mann sér við hlið á erfiðum tímum í miklum niðurskurði í kjölfar efnahags- þrenginga var ómetanlegt. Hann naut trausts meðal allra og sem formaður þjóðleikhús- ráðs barðist hann jafnt fyrir Þjóðleikhúsinu og leikhúslífi á Íslandi almennt. Þannig naut hann trausts ráðherra hvort sem þeir voru til hægri eða vinstri í pólitík. Og þó að Ingi- mundur hafi hætt sem formaður þjóðleikhúsráðs um áramótin 2014-15 fylgdist hann áfram vel með rekstrinum, var fastagestur á frumsýningum og var oft í sambandi til að fylgjast með, nú síðast fyrir örfáum vikum. Ég naut þeirrar ánægju og gæfu að vera oft boðið heim til Ingimundar og Valgerðar, bæði á Vatnsstíg og eins líka á Þing- eyrum, þar sem hann leiðbeindi og lagði alltaf gott til málanna. Ég sakna þessa góða manns sem aldrei sýndi mér neitt annað en mikla alúð og velvilja og sendi fjölskyldu hans og eftirlifandi eiginkonu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Látinn er mikill öðlingur, Ingimundur Sigfússon. Við kynntumst honum þegar hann tók við embætti sendiherra Ís- lands í Bonn 1995. Næstu árin urðu samskiptin mikil, einkum vegna áhuga hans á starfsemi Þýsk-íslenska félagsins í Köln. Á meðan sendiráð Íslands var í Bonn var hann góður gestur á málþingi félagsins í nóvember hvert ár og að lokinni dagskrá var hefð að bjóða þátttakendum til móttöku í Bonn. Hann lét sér einnig annt um Íslandsvina- félagið í Hamborg og tók virkan þátt í starfsemi þess. Í júní 1998 bauð hann íslenskum og þýskum listamönnum að vinna að list- sköpun á Þingeyrum. Þáverandi sendiherra Þýskalands á Ís- landi, dr. Reinhart Ehni, opnaði þar sýningu á verkum lista- mannanna. Tíu árum seinna, 2008, kom þessi hópur aftur saman á Þingeyrum í boði Ingi- mundar. Eftir flutning sendiráðsins til Berlínar varð að vísu vík á milli vina, en á meðan hann dvaldi í Berlín sótti hann árlega mál- þing félagsins í Köln og flutti kveðju frá Íslandi. Á 60 ára af- mæli félagsins 2015 hélt hann erindi um hrunið og hvernig Ís- lendingum tókst að vinna sig út úr erfiðleikunum. Þau hjón, Val- gerður og Ingimundur, voru höfðingjar heim að sækja. Á ferð okkar um landið með þýsk- um ferðamönnum buðu þau hjón hópnum á fallega heimilið sitt við Skúlagötu. Ingimundur var mikið ljúfmenni og ávallt boðinn og búinn að styðja góð málefni. Við munum sakna hans og send- um Valgerði, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Margret og Sverrir Schopka. Minningin er enn og verður ljóslifandi, þegar 6 ára drengur kemur með föður sínum inn á skrifstofu Ingimundar frænda í Heklu. Frændi heilsaði peyjan- um með þéttu handabandi, brosti breitt og gerði sér far um að draga úr feimninni, en sá glögglega hvað fangaði athygl- ina hjá þeim stutta. Módel af Ca- terpillar-gröfum, ýtum og Volkswagen-bílum voru um- svifalaust tekin úr hillunum og undirritaður fékk að leika sér með þau eins og hann lysti. Þetta voru sennilega ekki fyrstu kynni okkar, því oft heimsóttu amma Dagga og foreldrar mínir Rannveigu ömmusystur mína á Víðimelinn þar sem leiðir stór- fjölskyldunnar lágu oft saman í þá daga. Í fríum frá skóla og við vinnu mína við hin ýmsu störf í Heklu á námsárum mynduðust síðan nánari tengsl sem vörðu alla tíð síðan. Ég átti þess kost að heim- sækja þau Valgí til Bonn og Tók- ýó þegar þau voru fulltrúar okk- ar í Þýskalandi og Japan. Það var einkar ánægjulegt að sjá hversu vel fallin þau voru til þess að sinna því hlutverki að rækta tengsl menningar, stjórn- mála og viðskipta og glæsileg í sendiráðsstörfunum. Þar nutu hæfileikar Ingimundar sín sér- staklega vel og augljóst var að hann hafði skapað sterk tengsl og naut virðingar í þeim heimi. Glaðlegt fasið og hlýtt viðmótið einkenndi hann hvar sem hann kom. Það ásamt einlægum áhuga á fólki og þeim sögum sem það hafði að segja var sömu- leiðis vel til þess fallið að skapa, traust og varanleg tengsl. Skipti þá engu hvar í stétt fólk var, en ljúft að hugsa til þess góða sam- bands sem myndaðist milli þeirra hjóna og Helmuts Kohl og konu hans á þessum vett- vangi. Við ræddum reglulega saman og hann fylgdist ávallt vel með því sem ég var að stússa. Við ræddum gjarnan ýmislegt sem tengist viðskiptum, stjórnmál- um og stefnumótum, svo fátt eitt sé nefnt, en stundum þróuðust umræður í átt til lista og tónlist- ar þar sem hann var sterkur á heimavelli, eða yfir í ættfræði og um forföður okkar, Hans Jónat- an. Er mér ógleymanlegur lang- ur kvöldverður á litlum veitinga- stað í Tókýó árið 2001 þar sem við ræddum þýsk stjórnmál, samsvörun við íslensk sem og um lögmál viðskiptalífs og stjórnunar. Er skemmst frá því að segja að margt það sem hann spáði fyrir um þá rættist, en um- ræðan öll var gott veganesti fyr- ir undirritaðan æ síðan. Við heyrðumst síðast í janúar á 80 ára afamælisdaginn. Þá lék hann við hvern sinn fingur að vanda með Valgí og fjölskyld- unni og ekki að heyra að hann kenndi sér meins. Við einsettum okkur að hittast yfir kaffibolla heima eða erlendis þar sem hann langaði mjög að fræðast um núverandi starfsvettvang minn. Það spjall bíður betri tíma. Ég verð þessum kæra frænda mínum ætíð þakklátur fyrir áhuga hans á mínum við- fangsefnum, góð ráð, gleði og hlýju sem hann færði ekki bara mér, heldur fjölskyldu minni og sérstaklega foreldrum, en þeim sýndi hann ávallt mikla ræktar- semi. Ég sendi Valgí, Val, Sigfúsi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Jakob Óskar Sigurðsson. Leiðir okkar Ingimundar lágu saman eftir að hann tók við stöðu sem fyrsti sendiherra Ís- lands með búsetu í Japan árið 2001. Mikil gleði og eftirvænting ríkti í herbúðum Japansvina við stofnun sendiráðanna í Tókýó og Reykjavík. Vinátta þjóðanna og samvinna hafði fram að þeim tíma að mestu verið borin uppi af framtaki einstaklinga, fyrir- tækja og félagasamtaka. Eins og fyrrverandi formaður félagins komst að orði þá voru það: Draumar um sake og sendiráð sem voru hvatning til þess að Ís- lensk-japanska félagið var stofnað árið 1981. Óhætt er að segja að fyrsti áratugur aldarinnar marki ákveðin tímamót í samskiptum landanna. Heimsmyndin var breytt og fjarlægð nánast orðin afstætt hugtak. Áhugi á Japan var mikill, möguleikar til náms á japanskri tungu og menningu við HÍ höfðu opnað enn fleiri dyr. Fleiri og fleiri gestir, stjórnmálamenn, fræði- og lista- menn sóttu Ísland heim og sam- vinna jókst til muna. Tilkoma sendiráðanna auðveldaði öll samskipti og undirbúning. Það voru nýir tímar. Ingimundur reyndist félaginu traustur samstarfsaðili frá upp- hafi. Hann var fljótur að setja sig inn í málefni og áhugi hans var einlægur. Hann hafði skiln- ing á mikilvægi tungumála og samvinnu á sviði mennta-, menningarmála og lista. Sem ungur maður hafði hann dvalið erlendis, kynnst ólíkri þjóð. Honum varð tíðrætt um mikilvægi þess að eiga kost á því á ungum aldri að kynnast nýjum menningarheimum. Í samvinnu félagins og sendiráðsins var skapaður nýr vettvangur ung- menna til að hittast og starfa saman. Fram að þeim tíma höfðu möguleikar til skiptináms einskorðast við nám á meistara- og doktorsstigi. Árangur sam- starfs þessa unga fólks átti eftir að skila miklu fyrir framtíð þeirra. Við áttum farsæla sam- vinnu um mörg fleiri mál alla þá tíð sem ég gegndi formennsku fyrir félagið. Það voru ekki bara hvalir, eld- fjöll, túrbínur og bílar sem tengdu okkar lönd. Í tungumál- unum og tjáningu er að finna marga samnefnara eins og í hinu táknræna samskiptaformi, gjarnan þögn sem oft segir meira en talað orð. Ingimundur vann að heilindum að hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var óhræddur að leita nýrra leiða, hvort heldur um var væri að ræða samvinnu á al- þjóðavettvangi eða tækifæri til viðskipta. Mér er minnisstæð sú saga þegar japanskur embætt- ismaður tjáði honum að „Kannski getur þýtt nei í Jap- an“. Ingimundur svaraði: „Það þýðir þá að það er enn mögu- legt“. Það er ekki öllum eðlis- lægt að byggja brú milli svo ólíkra menningarheima, nýopn- að sendiráð hafði viðamiklu hlut- verki að gegna. Lagður var góð- ur grunnur að samvinnu. Gestrisni og viðmót sendiherra- hjónanna varð öðrum innblástur og saman unnu þau ómetanlegt starf. Ingimundur var framsýnn, opinn og umburðarlyndur. Frumkvæði og sköpun voru að hans skapi. Virðing og traust eru hornsteinar í japönsku þjóð- félagi, menningu og viðskiptum. Sem okkar fyrsti sendiherra í Japan vann hann óeigingjarnt starf. Ég kveð hann með söknuði og jafnframt með stolti yfir að hafa fengið að vinna með honum á samvinnuvettvangi Íslands og Japans. Gunnhildur Gunnarsdóttir, formaður Íslensk-japanska félagsins 1999-2010. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Öld er nú liðin frá fæðingu Axels V. Tulinius. Hann leit fyrst dagsins ljós þann 4. apríl 1918 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Hallgrímur Axel Tulinius og Hrefna Lárusdótt- ir. Okkur þykir vel við hæfi á þessum tímamótum að minnast hans og votta honum verðskuldað þakklæti og virðingu. Lífshlaup Axels var fjöl- breytt og kom hann víða við. Hann lauk lögfræðiprófi vorið 1941 með ágætum vitnisburði enda talinn flugskarpur náms- maður. Áður en hann gekk í þjónustu hins opinbera rak hann með föður sínum heild- verslun í Reykjavík sem versl- aði meðal annar með vinsælar vörur eins og UHU-lím og Badedas-sjampó. Fyrsta starf í opinberri þjónustu var að hann var skipaður lögreglu- stjóri í Bolungarvík og jafn- framt því gegndi hann starfi oddvita í hreppsnefnd staðar- ins. Síðar (1953) varð hann bæjarfógeti í Neskaupstað. Frá 1. júlí 1960 varð hann sýslumaður í Suður – Múla- sýslu. 1967 gerðist hann fulltrúi Borgarfógetaembætt- isins í Reykjavík og starfaði þar til dauðadags. Axel hafði lifandi áhuga á framfararmálum þeirra byggðalaga sem hann starfaði fyrir og varð fljótlega virkur og leiðandi þátttakandi í fé- lagsstarfi á fjölmörgum svið- um. Hvar sem hann starfaði eignaðist hann fjölmarga vini og naut óvenjulegra vinsælda fyrir dugnað og alúðlega fram- komu. Axel Valdimar Tulinius Hann hafði alla tíð áhuga á stjórn- málum og var ein- lægur og traustur fylgismaður Sjálf- stæðisflokksins. Árið 1946 var hann valinn fyrir hönd flokksins til framboðs til Al- þingis fyrir Vest- ur-Ísafjarðarsýslu gegn Ásgeiri Ás- geirssyni, síðar forseta Ís- lands. Hann var stórhuga fram- faramaður og sannur fé- lagshyggjumaður í bestu merkingu þess orðs. Hann hafði víðtæka þekkingu á lífi og kjörum fólks sem gerði hann óvenju víðsýnan og frjálslyndan í allrar afstöðu til landsmála. Axel var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristjana Krist- insdóttir kaupmanns á Húsa- vík. Seinni kona hans var Ás- laug Kristjánsdóttir Tulinius frá Ísafirði. Hún lést árið 2012. Með henni eignaðist hann fjórar dætur. Barnabörn- in eru 11 og barnabarnabörnin orðin 14. Axel var mikill fjöl- skyldumaður og heimili þeirra Áslaugar var annálað fyrir myndarskap og gestrisni. Þau hjón voru miklir höfðingjar heim að sækja og leið best þegar gestir voru í mat og helst að þeir gistu. Eftir að þau fluttu til Reykjarvíkur voru vinir og félagar dætranna velkomnir að njóta sömu gest- risni og góðsemi þeirra. Fráfall Axels langt um ald- ur fram árið 1976 var þungbær sorg fyrir fjölskylduna, en ljúfar minningar lifa. Hrefna, Alberta, Guðrún Halla og Helga og fjölskyldur þeirra. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minn- ingargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.