Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018
beittur og gaf hvergi eftir. Ekki
dró hann fólk þó í pólitíska dilka,
þótt hann væri mjög pólitískur.
Hann vandaði allar ákvarðanir
og ætíð leitaði hann ráða hjá fag-
fólki áður en hann tók afdrifa-
ríkar ákvarðanir. Það mættu
fleiri leika eftir.
Við Stefán þökkum Ingi-
mundi fyrir ómetanlega vináttu
og sendum Valgerði konu hans
og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur. Megi minning
Ingimundar Sigfússonar lifa.
Þórunn Sigurðardóttir.
Lífið manns hratt fram hleyp-
ur. Á þau orð Hallgríms Péturs-
sonar vorum við minnt við fráfall
Ingimundar Sigfússonar sem
kvaddi óvænt eftir stutta legu
nú í byrjun einmánaðar. Að hon-
um er sjónarsviptir, m.a. fyrir
okkur nágrannana á Vatnsstíg.
Fráfall hans er harmað af mörg-
um, en sárast er það fyrir hans
nánustu. Með Ingimundi er
genginn afar starfsamur ein-
staklingur sem framan af ein-
beitti sér að viðskiptum sem for-
stöðumaður
fjölskyldufyrirtækis, en tók síð-
an að sér opinber störf og
gegndi þeim með sóma í aldar-
fjórðung. Ég kynntist honum
fyrst sem sendiherra í Bonn
haustið 1997, en þar var þá hald-
ið loftslagsþing í aðdraganda
Kyótó-samkomulagsins. Um
þau efni átti ég þá og síðar sam-
töl við Ingimund, sem þá þegar
lagði sig fram um að setja sig inn
í flókið samspil vísinda og
stjórnmála á þessu sviði, tveim-
ur áratugum fyrir Parísarsam-
komulagið 2016. Eftirminnileg
var þá móttaka hans og Valgerð-
ar í sendiráðinu með menning-
arlegu ívafi. – Eftir farsæl störf
sem sendiherra í Þýskalandi lá
leið Ingimundar árið 2001 í ólíkt
umhverfi þegar hann varð fyrsti
sendiherra Íslands í Japan. Það
gerðist réttum 10 árum eftir að
ég fyrst flutti tillögu á Alþingi
um að komið yrði á fót íslensku
sendiráði í Tókýó. Þar gagnaðist
vel frá byrjun reynsla Ingi-
mundar af alþjóðlegu viðskipta-
lífi og svo vel sem Þjóðverjar
kunnu að meta einlægt og glað-
vært viðmót hans er ég viss um
að það féll ekki síður að japönsk-
um siðum.
Eftir heimkomu þeirra hjóna
2004 urðum við fyrir tilviljun ná-
grannar og þá bar fundi oft sam-
an. Margt var rifjað upp, svo og
fjölþætt vinna Ingimundar sem
nú beindist að menningarsvið-
inu. Þá fyrst komst ég að því að
Ingimundur var ekki aðeins
heimsmaður heldur líka sveita-
maður með hug og hjarta á ætt-
aróðalinu á Þingeyrum. Hann
þreyttist aldrei á að bjóða okkur
Kristínu heim á þann vettvang
sem við loksins létum verða af
sumarið 2014 og áttum þá afar
ánægjulega stund hjá þeim
hjónum auk þess að litast um á
þessu fornfræga menningar-
setri. Þau óku með okkur um
landareignina allt til strandar og
þar blöstu við bláir akrar á fyrr-
um berangri. Umræðuefni
skorti ekki frekar en áður, og nú
bættust við aðferðir í upp-
græðslu. Þótt við Ingimundur
hefðum ólíka sýn og reynslu að
baki var hann ætíð einlægur og
tilbúinn að kynna sér mál frá
ýmsum hliðum. Með honum er
genginn gagnmerkur einstak-
lingur sem var gæfumaður í
einkalífi með styrka og glæsi-
lega eiginkonu sér við hlið. Við
Kristín vottum henni, sonum
þeirra og öðrum aðstandendum
samúð á þessum krossgötum.
Hjörleifur Guttormsson.
Fyrstu kynnin við Ingimund
voru þegar hann var sendiherra
í Þýskalandi, og var réttur mað-
ur á réttum stað, talaði þýsku
reiprennandi, með tengsl í at-
vinnulífi og stjórnmálum og
óþreytandi að leggja öllu ís-
lensku lið, í menningu og listum
og öðrum sviðum. Þegar við svo
vorum að búast til að setjast að í
Berlín árið 2000 lét Ingimundur
vita að fyrra bragði að öll aðstoð
væri honum útbær og strax og
við komum nutum við gestrisni
og elskusemi þeirra Valgerðar.
Þau fylgdust með öllu sem var
að gerast í menningarlífinu, ekki
bara ef Íslendingar áttu í hlut
heldur voru einnig með á nót-
unum hvort sem það snerti mús-
ík, leiklist, myndlist eða bók-
menntir. Yngsta dóttirin á
þrettánda árinu var með okkur
allan tímann og þau sýndu henni
sérstaka gæsku, urðu henni sem
afi og amma. Eitt sinn vorum við
í boði með öðrum Íslendingum
sem bjuggu ytra og þá heyrði
Júlía dóttir okkar að einhver
hafði út á þjónustu sendiráðsins
að setja og óvönduð orð um Ingi-
mund sendiherra. Seinna ætluð-
um við sjálf að halda boð fyrir
fólk sem við þekktum í Berlín og
vorum við að bræða með okkur
hverja ætti að hóa í, Ingimundur
og Valgerður voru þar ofarlega
á lista ásamt fleirum, en svo þeg-
ar við veltum upp einu nafni
mundi Júlía að það var sá sem
skammast hafði í fyrra sam-
kvæminu og kvað upp úr með að
ef bjóða ætti fólki sem talaði illa
um Ingimund ætlaði hún ekki að
vera heima.
Ingimundur gerði ekki
mannamun, heldur lagði strax á
sig langan akstur ef hann vissi af
Íslendingi sem lent hefði í vand-
ræðum á hans svæði. Hann var
líka vel tengdur og eitt sinn fékk
hann boð um að heimsækja sjálf-
an Helmut Kohl í Köln. Hann
svaraði um hæl og sagði ritara
Kohls að hann myndi koma,
hann þyrfti hvort sem er að líta
við hjá fanga þar í borginni.
Hann kunni að segja frá svona
löguðu, var með lágstemmdan
húmor í bland við umhyggju-
semina. Eitt sinn keyrði hann
tvisvar í sömu vikunni til Amst-
erdam, meira en sex hundruð
kílómetra hvora leið, því að þar
lentu tveir landar í haldi með
fárra daga millibili. Hann lét
vita að þjónusta sendiráðsins
stæði til reiðu, og hafði að auki
með lítinn pakka með einhverju
íslensku, meðal annars nýlegum
dagblöðum. Sá sem fyrr sat inni
hafði arfleitt þann seinni að sín-
um blaðabunka og þegar Ingi-
mundur kom til hans virtist sá í
varðhaldinu hafa takmarkaðan
áhuga á komumanni, en sagði þó
allt í einu: Ertu frá sendiráðinu?
Ég er mjög óánægður með
sendiráðið; það vantar alltaf
íþróttasíðurnar í Moggann sem
það skammtar manni! En, sagði
Ingimundur þegar hann sagði
frá þessu, ég hef víst þann leiða
vana að henda alltaf miðkálfum
eins og auglýsingum og íþrótt-
um, sem ég hef engan áhuga á,
út úr blöðum sem ég les. En ég
lofaði fanganum í Hollandi að við
myndum reyna að bæta úr
þessu!
Seinna, þegar við vorum flutt
heim og Ingimundur og Val-
gerður fréttu um alvarleg veik-
indi í okkar fjölskyldu, voru þau
strax komin í gættina með blóm
og gjafir og bataóskir. Það er
mikill sjónarsviptir að þessum
mannkostamanni, og við vottum
Valgerði og sonunum okkar
innilegustu samúð.
Einar Kárason og
Hildur Baldursdóttir.
Í dag kveðjum við mikinn
merkismann og náinn vin sem
hafði djúp og sterk tengsl við
heimaland mitt, Japan.
Svo nefnd séu dæmi af öllum
þeim fjölda afreka sem Ingi-
mundur Sigfússon á að baki, þá
var hann fyrsti sendiherra Ís-
lands með búsetu í Japan og átti
stóran þátt í að efla tvíhliða sam-
band Íslands og Japans. Til að
mynda var Verslunarráð Íslands
í Japan stofnað að tilstuðlan
hans árið 2003, sem hefur og
mun eiga þátt í að styrkja við-
skiptatengslin um ókomna tíð.
Þá miklu aukningu sem varð í
fjölda japanskra ferðamanna til
Íslands má rekja til kynningar-
vinnu Ingimundar, en hann vann
ötullega að því að auka vitneskju
um Ísland í Japan, og þar með
talið um íslenska menningu og
listir, en þekking Japana á Ís-
landi og sögu þess var ekki mjög
mikil á þeim tíma.
Ingimundur var sömuleiðis
kappsamur að kynnast jap-
anskri menningu, en hann lagði
stund á japönsku og leitaðist eft-
ir að dýpka þekkingu sína á
hefðbundinni japanskri list, svo
sem kabuki-leiklistinni, sumo-
íþróttinni, chado te-athöfninni,
og fleira. Jafnvel eftir að hann
lauk störfum hélt Ingimundur
áfram að vera mikilvægur milli-
liður milli landanna tveggja,
sem má rekja til velvilja og hlý-
hugar hans til Japans. Frá árinu
2008 var Ingimundur stjórnar-
maður Watanabe-styrktarsjóðs-
ins, og sömuleiðis varaformaður
Scandinavia-Japan Sasakawa
Foundation, og átti þar af leið-
andi stóran þátt í að tengja sam-
félög okkar á sviði menntunar.
Það er óhætt að segja að ævi-
afrek Ingimundar og tileinkun
hans hafi styrkt og gegnt lyk-
ilhlutverki í að samskipti Ís-
lands og Japans hafi vaxið og
dafnað á öllum sviðum. Því var
það mikill persónulegur heiður
fyrir mig að hafa verið sá sendi-
herra Japans sem afhenti Ingi-
mundi formlega heiðursorðu
Japanskeisara sem ber nafnið
„Order of the Rising Sun, Gold
and Silver Star“, í desember
2016 við hátíðlega athöfn er 60
ára stjórnmálasambandsafmæl-
is Íslands og Japans var minnst,
sem viðurkenning á framlagi
Ingimundar í að efla tengsl
landa okkar. Það er vert að taka
það fram að sú heiðursorða er
ein af virtustu viðurkenningum
Japanskeisara.
Orð duga skammt til að tjá
sorg og missi okkar allra, þar
sem Ingimundur hefur starfað
náið með sendiráði Japans í
gegnum tíðina. Það eru sönn for-
réttindi að hafa kynnst og unnið
með honum, og ég er viss um að
afrek Ingimundar munu verða
arftökum hans skínandi for-
dæmi um ókomna tíð.
Fyrir hönd sendiráðs Japans
á Íslandi votta ég Valgerði og
fjölskyldu Ingimundar okkar
dýpstu samúð, og trúi því að
kærleikur ættingja og vina veiti
þeim styrk á þessari erfiðu
stund.
Yasuhiko Kitagawa,
sendiherra Japans á Íslandi.
Ingimundur Sigfússon er nú
fallinn frá og við minnumst vinar
og góðs félaga sem hefur starfað
með okkur í stjórn Watanabe-
styrktarsjóðsins við Háskóla Ís-
lands frá stofnun hans árið 2008.
Það var alveg sérstakt lán
fyrir okkur að Geir H. Haarde
skyldi skipa hann sem stjórnar-
mann fyrir sína hönd því betri
stjórnarmann hefði vart verið
hægt að hugsa sér. Hlutverk
sjóðsins er að styrkja samband
Háskóla Íslands við Japan með
nemaskiptum og heimsóknum
fræðimanna. Reynsla Ingi-
mundar sem fyrrverandi sendi-
herra í Japan kom sér því sér-
lega vel og ekki síður reynsla úr
viðskiptalífinu. Hann beitti sér
oft fyrir hönd sjóðsins og talaði
oft máli hans við áhrifafólk þeg-
ar þess gerðist þörf. Þessi vinna
hefur nú borið ríkulegan ávöxt
þar sem sjóðurinn hefur nú þeg-
ar styrkt meira en fimmtíu
námsmenn og fræðimenn til
dvalar og náms eða fræðistarfa í
Japan eða á Íslandi.
Samskipti okkar við Ingi-
mund voru einstaklega ánægju-
leg og má segja að hann hafi haft
sinn sérstaka stíl sem vissulega
hafði áhrif á starf sjóðsins. Ingi-
mundur var ávallt mjög kurteis
og alúðlegur í sínum samskipt-
um og hann átti góða vini og
kunningja nánast hvar sem
komið var. Þessi góðu tengsl
sem hann hafði ávallt gætt að
rækta komu líka oft sjóðnum til
góða. Þótt Ingimundur væri
ávallt kurteis var hann líka fast-
ur fyrir og lá aldrei á sínum
skoðunum í samtölum við nokk-
urn mann. Eitt af því sem Ingi-
mundur lagði áherslu á var að
hafa viðeigandi umgjörð um þá
árlegu styrkveitingarathöfn
sem fer fram í Hátíðarsal Há-
skóla Íslands. Þá nýttust vel þau
miklu tengsl sem Ingimundur
hafði við menningarlífið og
ávallt tókst honum að finna frá-
bært tónlistarfólk sem kom
fram við þessar athafnir. Þessar
hátíðlegu stundir mörkuðu byrj-
un á námsdvöl í framandi landi
fyrir margt ungt fólk, reynslu
sem vafalaust mun hafa mótandi
áhrif til frambúðar.
Ingimundur lagði líka mikla
áherslu á að taka ávallt vel á
móti Toshizo (Tom) Watanabe
við komu hans til landsins. Hann
skipulagði heimsóknir á merka
staði á Suður- og Vesturlandi og
sá til þess að þar væri ávallt fyr-
ir staðkunnugt fólk sem miðlað
gæti fróðleik um staðina og
mannlífið. Ingimundur lét sér
ekki nægja að skipuleggja þess-
ar heimsóknir heldur var hann
líka í hlutverki bílstjórans og
kom þar vel fram hve vel hann
naut sín í hlutverki gestgjafans.
Ingimundur varð áttræður á
þessu ári en þrátt fyrir að vera
kominn á þennan aldur var hann
ávallt kvikur og fljótt kominn
með nýjar hugmyndir og eitt-
hvað nýtt á prjónunum. Við vor-
um því farnir að hlakka til næstu
styrkveitingar sem jafnframt
markar tíu ára afmæli sjóðsins.
En skjótt skipast veður í lofti.
Það er ótrúlegt að núna eru að-
eins nokkrar vikur síðan við
fréttum að hann væri alvarlega
veikur og núna er hann farinn
frá okkur allt of snemma.
Við viljum því votta fjölskyldu
hans okkar dýpstu samúð. Við
munum minnast hans fyrir
ómetanlegt framlag til sjóðsins
sem mun halda áfram að styrkja
ungt fólk og fræðimenn um
ókomin ár.
Már Másson,
Toshizo (Tom) Watanbe.
Þingeyrar eru hvort tveggja í
senn einn helsti sögustaður
landsins og tignarlegur af nátt-
úrunnar hendi. Þar var fyrsta
klaustri landsins valinn staður á
tólftu öld og stóð óslitið til siða-
skipta. Þar hafa orðið til lista-
verk fáum lík og dýrmæt hand-
rit skrifuð og lýst. Bækurnar lifa
enn góðu lífi en klausturs-
byggingarnar eru fyrir löngu
horfnar ofan í svörðinn. Þegar
Ingimundur Sigfússon bað mig
fyrir nokkrum árum að taka þátt
í því verkefni að efla rannsóknir
á klaustrinu á Þingeyrum þurfti
ég ekki að hugsa mig um tvisvar.
Það var þeim Valgí líkt að
taka frumkvæði í að hvetja til
rannsókna á klaustrinu á Þing-
eyrum. Þau voru eigendur Þing-
eyra og sátu staðinn með ein-
stakri reisn. Staðurinn hefur
dafnað í höndum þeirra. Þau
hafa ræktað upp örfoka land,
stundað skógrækt og endur-
heimt votlendi svo eftir hefur
verið tekið. Mér hefur ávallt
fundist þau líta fremur á sig sem
vörslumenn með ljúfar skyldur
gagnvart staðnum og héraðinu
heldur en eigendur með eigin
hag að leiðarljósi. Og það er fá-
gæt afstaða eignarmanna.
Ingimundur var auðmjúkur
gagnvart mikilvægi Þingeyra í
íslenskri sögu og menningu og
einbeittur í að leita leiða til að
gera klausturtímann sýnilegan
og gefa staðnum um leið nýtt líf.
Upp úr þeirri hugsjón óx Þing-
eyraverkefnið og snerist um að
grafa upp minjar sem tengjast
klaustrinu, rannsaka vistfræði
staðarins og nágrennis og hand-
ritamenningu miðalda.
Ingimundur var höfðingi í
bestu merkingu þess orðs. Það
fundum við vel þegar Árnastofn-
un hélt upp á 350 ára afmæli
Árna Magnússonar árið 2013. Á
því ári skipulögðum við sýningar
á endurgerðum sex handrita um
allt land og var ein þeirra haldin
á Þingeyrum, á endurgerð
sjálfrar Flateyjarbókar. Við
undirbúning þeirrar sýningar
skynjaði ég metnað Ingimundar
og einlægan áhuga á því að efla
staðinn með því að gera sögu
hans sýnilegri og veita þannig
fleirum hlutdeild í honum. Okk-
ur eru minnisstæðar stórkost-
legar móttökur á opnunardegi
Ingimundur í samræðum við Roman Herzog, þáverandi for-
seta Sambandslýðveldisins Þýskalands í ágúst 1997.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Alúðarþakkir færum við þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
BIRGIS HALLS ERLENDSSONAR,
skipstjóra,
Hraunvangi 1, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á L2 á Landakoti fyrir
kærleiksríka umönnun.
Arndís Birgisdóttir Kristján Haraldsson
Erlendur Þ. Birgisson
Hallur Birgisson Kristín Dóra Karlsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts móður minnar,
tengdamóður og langömmu,
MARÍU HILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem lést 24. febrúar 2018.
Kærar þakkir til starfsfólks og íbúa
Vitatorgs.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar
fyrir einstaka umönnun og hlýhug í hennar garð.
Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson
Erla Jóna Sverrisdóttir
Aron Logi Andrason Skarphéðinn Eli Andrason
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR KR. INGADÓTTUR
Byggðarhorni.
Gísli Geirsson
Baldvin Ingi Gíslason Jóhanna Þorvaldsdóttir
Bára Kristbjörg Gísladóttir Ágúst Ármann Sæmundsson
Sigurjón Ingi Gíslason Erna Sólveig Júlíusdóttir
Ingi Magnús Gíslason Bergþóra Björk Guðmundsd.
Sigríður Ruth Gísladóttir Kristján Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.