Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á morgun í Bíó Paradís og er hún nú haldin í fimmta sinn. Hátíðin stendur yfir í 11 daga og að vanda verður fjöldi kvik- mynda á dagskrá, bæði leikinna og teiknimynda fyrir börn og unglinga og þar af fjórar talsettar á ís- lensku. Ein þeirra, Doktor Proktor og tíma- baðkarið, byggð á samnefndri barnabók Jos Nesbø, er opn- unarmynd hátíð- arinnar og verð- ur hún sýnd á morgun kl. 17.30. Frítt er inn á þá sýningu og allir vel- komnir á opnun hátíðarinnar sem hefst kl. 17 með því að Vísinda-Villi tekur á móti börnum og sýnir listir sínar. Spratt út frá fræðslu „Þessi hátíð sprettur út frá kvik- myndafræðslu fyrir öll skólastig,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrár- stjóri í Bíó Paradís. „Frá upphafi þegar fagfélög í kvikmyndagerð stofnuðu Bíó Paradís höfum við boð- ið upp á kvikmyndafræðslu fyrir öll skólastig með viðurkenndum kvik- myndafræðingi sem hefur réttindi og leyfi til að kenna öllum skólastig- um,“ segir hún en sá fræðingur er Oddný Sen. Ása segir fræðsluna hafa verið í formi kvikyndalæsis og þematengdra verkefna. „En það er eitt að vera með fræðslu, horfa á kvikmynd og gera verkefni og ann- að að halda hátíð. Kvikmyndahátíð er fyrirbæri sem við erum mjög ánægð með að geta kynnt börnum og unglingum,“ segir Ása og að há- tíðin sé fyrsta og eina alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin á Íslandi. Ása segir að á hátíðinni í ár verði í fyrsta sinn frumsýnd ný íslensk kvikmynd í fullri lengd, Adam eftir leikstjórann og handritshöfundinn Maríu Sólrúnu. Adam verður loka- mynd hátíðarinnar, sýnd 14. apríl kl. 19. Sögusvið hennar er listamanna- hverfið Neukölln í Berlín, þar býr hinn tvítugi Adam sem er heyrnar- laus og stendur frammi fyrir erfið- ustu ákvörðun lífs síns þegar móðir hans, sem þjáist af elliglöpum, biður hann um að hjálpa sér að deyja. Hún kýs heldur dauðann en að vera lögð inn á stofnun. María Sólrún leik- stýrði myndinni, skrifaði handrit hennar og framleiddi einnig með Jim Stark og syni sínum Magnúsi Maríusyni sem jafnframt leikur Adam í myndinni. Ása segir að María og Magnús verði viðstödd sýninguna en Magnús kemur hingað til lands frá Finnlandi þar sem hann þjónar í hernum. Myndin fer svo í almennar sýningar í Bíó Paradís í kjölfarið. Engir innlendir sjóðir Blaðamanni þykir áhugavert hversu margar kvikmynda hátíð- arinnar hafa verið talsettar á ís- lensku, fjórar talsins, og segir Ása þær aldrei hafa verið svo margar áð- ur. „Ég hef sérstaklega bent á að á Íslandi eru engir innlendir sjóðir að sækja í þegar kemur að talsetningu barnakvikmynda. Við höfum þess vegna ekki getað talsett eins mikið af efni en við erum að vinna með nor- ræna kvikmynda- og sjónvarps- sjóðnum, Nordisk Film & TV Fond, og þar af leiðandi fáum við smá- styrki, auðvitað ekki fullnægjandi styrki en þeir eru smástuðningur við norsku myndirnar í ár,“ segir Ása og á þar við Doktor Proktor og tíma- baðkarið og Doktor Proktor og prumpuduftið. Hinar tvær mynd- irnar sem hafa verið talsettar eru þýskar teiknimyndir ætlaðar yngri börnum en þær fyrrnefndu, Krummi klóki og Grænuvellir – sjúklegt svínarí. Spurning um aðgengi Ása segir talsetningu kvikmynda fyrir börn afar mikilvægt málefni þar sem íslenskan sé á undanhaldi en kostnaðurinn við talsetningar sé hár. „Það kostar háar fjárhæðir að tal- setja heila kvikmynd og þess vegna skorum við á yfirvöld í þessu landi að fara yfir þessi mál,“ segir hún. – Það hefur sárlega vantað tal- setningu á leiknum kvikmyndum fyrir börn … „Já og þetta er ekki bara okkar einkamál heldur aðgengismál fyrir börn á Íslandi,“ svarar Ása. Hún segir auðvitað ekki hægt að talsetja allar kvikmyndir sem sýndar eru á barnakvikmyndahátíðum en þó megi alltaf gera betur. Annað vandamál sé svo aðgengi að íslenskum kvikmyndum og þá ekki bara barna- og unglingamynd- um. „Þær eru oft ekki til á sýningar- hæfu formi og okkur langar kannski að sýna Benjamín dúfu eða Pappírs- Pésa og það er bara ekki hægt þar sem eintökin eru ekki til. Þetta er líka stórt mál og ekki bara fyrir okk- ur heldur alla þjóðina. Þetta er þjóð- Veglegasta hátíðin hingað til  Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík haldin í fimmta sinn 5. -15. apríl  Fjórar kvikmyndir talsettar á íslensku verða á hátíðardagskránni  Lokamynd hátíðarinnar verður hin íslenska Adam Ása Baldursdóttir Tímaflakk Úr Doktor Proktor og Tímabaðkarinu, opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem sett verður í Bíó Paradís á morgun. Flautuleikarinn Averil Williams lést á 89. aldursári í London 25. mars eft- ir stutt veikindi. Hún fæddist í sömu borg 12. nóvember 1939 og nam flautuleik við Konunglega tónlistar- háskólann í London, The Royal Coll- ege of Music, þar sem margir ís- lenskir tónlistarnemar hafa stundað nám. Hún var ráðin 1. flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands að- eins 22 ára að aldri og starfaði við hljómsveitina í þrjú ár. Williams lék einleikskonserta með hljómsveitinni, kenndi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík og tók virkan þátt í tónlistarlífi borgarinnar. M.a. beitti hún sér mjög fyrir flutningi samtímatónlistar á vegum Musica Nova þar sem ný kynslóð tónskálda og flytjenda, þ.á m. Þorkell Sigur- björnsson, Atli Heimir Sveinsson og Gunnar Egilsson, voru í framvarða- sveit ásamt mörgum öðrum. Reynsla hennar á Íslandi kom sér vel þegar hún sneri til baka til London og hún gekk til liðs við samtímatónlistar- hópa á borð við The London Sinfon- ietta og The Nash Ensemble og starfaði einnig um þrjátíu ára skeið við BBC-sinfóníuhljómsveitina. Williams tók þátt í fyrstu upp- færslunni á Jesus Christ Superstar í London og var leiðandi flautuleikari hjá Ballet Rambert og London Festi- val Ballet. Hún var einnig ráðin pró- fessor við tónlistardeildina í The Guildhall School of Music and Drama á þessum tíma og starfaði þar um áratugi allt fram að síðasta ári. Nemendur hennar starfa um all- an heim, þar á meðal á Íslandi. Árið 1980 byrjaði Williams að vinna við músíkþerapíu og menntaði sig einnig í sálfræði og sálgreiningu og sameinaði þessar greinar tónlist- inni sem gerði hana að eftirsóttum fyrirlesara og kennara. Tengsl hennar við Ísland voru ætíð mikil og minnist samferðafólk hennar með virðingu fyrir þátt hennar í upp- byggingu tónlistarlífs landsins. Uppbygging Averil Williams starf- aði sem 1. flautuleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands í um þrjú ár. Flautuleikarinn Averil Williams er fallin frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.