Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 78. tölublað 106. árgangur
VIGNIR AFTUR
VALINN Í
LANDSLIÐIÐ
MYNDIR FYRIR
BÖRN OG
UNGLINGA
DAGLEG ÚTIVIST,
REGLUSEMI
OG LANGLÍFI
ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ 30 ÁGÚSTA GÍSLADÓTTIR 100 ÁRA 2HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR
Hópur fólks kom saman við hús ríkis-
sáttasemjara í gær, þegar samninganefndir
Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins voru á
sáttafundi. Tilgangurinn var að sýna ljós-
mæðrum stuðning í kjarabaráttu þeirra.
Einnig komu foreldrar saman fyrir framan
hús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í sama
tilgangi. „Þetta er ótrúlega dýrmætur stuðn-
ingur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for-
maður kjaramálaráðs Ljósmæðrafélagsins.
Hún segir mikilvægt að fá svona góðan skiln-
ing á málefninu. Minni skilningur var innan
dyra því sáttafundurinn var árangurslaus, að
sögn Katrínar. Samninganefnd ríkisins hafi
ekki verið tilbúin til að koma til móts við
kröfur ljósmæðra. »2
Morgunblaðið/Eggert
Mæður og feður styðja ljósmæður
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ef áætlanir WOW air ganga eftir
munu um 2.000 starfsmenn vinna hjá
félaginu yfir háannatímann 2019. Til
samanburðar störfuðu mest um
1.100 manns hjá félaginu í fyrra.
Jónína Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðssviðs WOW
air, segir félagið hafa flutt um 100
þúsund farþega fyrsta starfsárið,
sem var árið 2012. Á þessu ári sé
áætlað að farþegarnir verði 3,7 millj-
ónir. Gangi það eftir hefur farþega-
fjöldinn 37-faldast frá árinu 2012. Á
fáeinum árum er félagið að verða eitt
það stærsta á landinu hvað fjölda
starfsmanna snertir.
Næstum 30.000 umsóknir
Jónína segir um 2.000 manns hafa
sótt um störf flugliða hjá WOW air í
vor. Samtals hafi félaginu borist um
30.000 starfsumsóknir síðan 2015.
Kunna einhverjir að hafa sótt um
starf oftar en einu sinni.
Jónína segir að um 1.300 manns
starfi nú hjá félaginu og að mest
muni um 1.550 starfa hjá því í sumar.
Tilkoma fjögurra nýrra breiðþotna í
flotann á síðustu mánuðum ársins
muni kalla á frekari fjölgun starfs-
manna. Fyrir vikið sé áætlað að þeir
verði orðnir um 2.000 á næsta ári.
Með nýju breiðþotunum verða þot-
urnar orðnar 24. Icelandair verður
með 33 þotur og samtals verða félög-
in því með 57 farþegaþotur í ár.
Á þriðja þúsund hjá Icelandair
Til samanburðar var alls 981
stöðugildi hjá Icelandair árið 2010 en
2.143 í fyrra. Tölur fyrir þetta ár
liggja ekki fyrir. Pétur Þ. Óskarsson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs
Icelandair Group, segir gert ráð fyr-
ir frekari vexti félagsins í ár. Því
megi ætla að fjöldi starfsmanna og
farþega muni slái met.
Benda þessar tölur til að vel á
fimmta þúsund manns muni starfa
hjá WOW air og Icelandair á næsta
ári. Það er metfjöldi.
WOW air stefnir á 2.000
starfsmenn á næsta ári
Nærri tvöföldun frá 2017 Líka metfjöldi hjá Icelandair
MFlugfélögin margfalda … »6
Ljósmynd/WOW air
Á uppleið Vöxtur félagsins hefur
verið ör frá fyrsta starfsárinu 2012.
Nýtt fimm stjörnu hótel, The Re-
treat, við Bláa lónið var opnað á
páskadag og fengu fyrstu gestir hót-
elsins páskaegg af því tilefni.
Már Másson, markaðs- og mann-
auðsstjóri Bláa lónsins, segir fjölda
bókana standa undir væntingum.
Ein nótt á hótelinu kostar frá 144
þúsund krónum, en gestirnir njóta
þjónustu einkaþjóna og hafa aðgang
að sérbaðlóni.
Vel gekk að manna 165 stöður
sem auglýstar voru vegna starfsem-
innar þrátt fyrir lítið framboð á
starfsfólki í ferðaþjónustu. »6
Lúxus við
Bláa lónið
Huggulegt Á hótelinu eru tveir veit-
ingastaðir og glæsileg heilsulind.
Eftirprenti af verki listamannsins
Tolla, sem nefnist Morgunstemning
á Mýrunum, var stolið af gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi fyrir
síðastliðna helgi.
„Verk merkt Tolla hefur einfald-
lega verið of freistandi fyrir ein-
hvern,“ segir Anna Sigrún Baldurs-
dóttir, aðstoðarmaður forstjóra
Landspítala, við Morgunblaðið, en
verið er að fara yfir upptökur úr
öryggismyndavélum á spítalanum
til að sjá hvort þjófurinn finnist. »4
Listhneigður þjófur
á Landspítalanum
SA lýsir yfir andstöðu við frumvarp
um styttingu vinnuvikunnar og ASÍ
telur að breytingar á lögum um 40
stunda vinnuviku feli í sér „ótíma-
bært inngrip“ í heildarendur-
skoðun aðila vinnumarkaðarins um
skipulag vinnutíma. FA segir að
vinnutími verði ekki styttur með
valdboði frá Alþingi.
Ýmsar opinberar stofnanir og fé-
lög styðja hins vegar styttingu
vinnuvikunnar með ýmsum rökum,
eins og sjá má í umsögnum. »18
Skiptar skoðanir um
styttingu vinnutíma