Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði Fundarboð Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði boðar til fundar miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 19:30 í Sjálfstæðishúsinu, Norðurbakka 1, Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Tillaga um skipan á lista Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstórnar- kosningar 26. maí næstkomandi verður kynnt og borin upp til afgreiðslu. 2.Önnur mál. Fulltrúar í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna eru hvattir til að mæta. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og foreldramorgnar eru kl 10.30. Prjónahópur hittist kl 13 í sófunum hjá okkur og söngstund við píanóið er kl 13.45. Hrafn Jökulsson kemur svo aftur í hús með bóka- spjallið góða kl 15. Hlökkum til að sjá ykkur! Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12, leikskólabörn syngja undir lok stundar. Léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16. Leikfimi með Öldu Maríu kl. 13.30. Jón Unnar flytur ljóð eftir ýmsa höfunda kl. 14.30. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16.Smíðastofan er lokuð. Stóladans með Þórey kl. 10. Söngstund með Helgu. Opið hús, t.d.vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Miðvikudagur: Handavinnustofa opin frá kl. 9.00 - 15.00. Harmonikku/gítarspil og söngur kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur Boðans kl. 15.00. Bústaðakirkja Almenn samverustund, spil, handavinna og fram- haldssaga. Sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn, kaffið góða á sínum stað, stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Allir hjartanlega velkomnir Garðabær Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 09.30-16.00. Vatns- leikfimi Sjál. Kl. 7.40/15.15. Kvennaleikfimi í Sjál kl. 9.30. Kvennaleik- fimi í Ásg. kl. 10.40. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.00. Bridge í Jónshúsi kl. 13.00. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13.00. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.10 Byrjenda-Boccia, kl. 9.30 Glerlist, kl. 13.00 Félagsvist, kl. 13.00 Postulínsmálun. Grensáskirkja Samverstund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14- 15.30. Helgistund, fræðsla, skemmtiefni ofl kaffi í lokin. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 4.apríl kl. 12.00. Byrjum í kirkjunni með fyrirbænir og söng. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 577-7770. Davíð Ólafsson söngvari kemur og skemmtir okkur eftir matinn. Boðið verður upp á steiktan fisk á kr. 1000.- Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Leifur Ragnar, Anna Sigga, Hrönn og Lovísa. Gullsmári FEBK Dansleikur í Gullsmára föstudaginn 6. apríl kl. 20.00 - 23.00 Hilmar og Kristján leika fyrir dansi. Miðaverð kr. 1500,- Gullsmári Miðvikudagur Myndlist kl 9.00 Ganga kl 10.00 Post- ulínsmálun /Kvennabridge /Silfursmiði kl 13:00 Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Boccia kl.10 – 11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500kr skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9 – 14. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, hádegismatur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, línudans kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30 Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl.10, línudans með Ingu kl.10, Zumba dans leikfimi kl. 13, tálgun í ferskan við með Valdór kl.14.30, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10.00 í dag, í Borgum, gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10:00 Keila í Egislhöll kl. 10 í dag og Gaman saman í Borgum kl. 13 í dag og Qigong með þóru Halldórsdóttir kl. 16.30 í dag í Borgum. Sala á aðgöngumiðum á afmælishátíð Korpúlfa í fullum gangi 7.800.- (muna pening ekki með posa). Allir velkomnir. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur saman kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla kl. 9.00 og 13.00. Leir Skólabraut kl. 9.00. Botsía Gróttusal kl. 10.00. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.00. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10.00 . Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30 stjórnandi Gylfi Gunnarsson Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Ræðumaður Beyene Galassie. Allir velkomnir Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl 20.00.  HELGAFELL 6018011019 VI Smáauglýsingar Ferðalög Fasteignir í Portúgal http:// www.abbaleiga.net/439232483 Bæði einbýlishús og íbúðir í jölbýlum. abbaleiga@gmail.com Húsnæði óskast Húsnæði óskast til leigu, Hjúkrunarfræðingur óskar eftir lítilli búð eða stúdíóíbúð á höfuðborgarsvæði. Skilvísum greiðslum heitið og reglusemi. Sæmundur sími: 786-0441 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Ýmislegt -Þ Ú SE ND IR OKK UR MYND EÐA TEXTA- -V IÐ PRENTUM Á TATT O- PA PP ÍR - Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ÚTSALA Á HERRASKÓM! Við erum að hætta með útiskó! JOMOS þýskir gæða leður skór! Stærðir 39-47 Kr. 8.990,- ALLT Á AÐ SELJAST Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 fasteignir ✝ Magnús Sigurðs-son fæddist 5. nóvember 1928. Hann andaðist á Heilbrigð- isstofnun Austurlands Neskaupstað 24. mars 2018. Magnús var son- ur Sigurðar Björns- sonar bónda í Sauð- haga á Völlum, f. 17.9. 1885, d. 2.12. 1939, og Magneu Herborgar Jónsdóttur, f. 26.1. 1892, d. 17.3. 1967, en þau bjuggu lengst af í Sauðhaga. Systkini Magnúsar voru Anna Björg bóndi á Gunnlaugsstöðum, f. 1920, d. 2013, Ingibjörg á Hall- ormsstað, f. 1924, d. 2014, Páll bóndi á Sauðhaga I, f. 1926, d. 2015, Björn bóndi í Sauðhaga II, f. 1927, d. 2007, Jón Benedikt bóndi í Lundi, f. 1931, d. 2013. Magnús kvæntist 19. apríl 1951 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Magneu Ólafsdóttur frá Siglufirði. Þau hjón hófu búskap í Vallanesi 1951 og bjuggu þar í níu ár. Árið 1960 kaupa þau jörðina Úlfs- staði á Völlum og bjuggu þar með sauðfé og hesta. Magnús var ann- álaður fyrir góðan árangur í fjárrækt sem og hrossarækt. Samtímis sáu þau um Orlofshúsin á Einarsstöðum frá árinu 1971 til 2002 og félagsheimilið Iðavelli frá 1964 til 1993. Magnús var oddviti sveitarstjórnar Valla- hrepps frá árinu 1974 til 1982, auk þess gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreppinn. Árið 2008 brugðu þau hjón búi og fluttu í Egilsstaði. Útförin fer fram frá Egils- staðakirkju í dag, 4. apríl 2018, kl. 14. Jarðsett verður í Valla- neskirkjugarði. Kynni okkar Magnúsar, bónda á Úlfsstöðum, hófust haustið 1967 þegar undirbúningur var hafinn að byggingu Orlofshúsa Alþýðusam- bands Austurlands en stjórn sam- bandsins hafði verið bent á ákjós- anlegt land á Einarsstöðum í Valla- hreppi fyrir slíka starfsemi. Ég var, sem starfsmaður sambandsins, ásamt stjórn þess og fulltrúum eig- enda landsins, Skógræktarfélagi Austurlands, að kanna aðstæður í fögru skógivöxnu landi Einars- staða. Land Einarsstaða liggur að landi Úlfsstaða og var Magnús með í för sem leiðsögumaður. Vegslóði að Einarsstöðum lá um land hans. Því þurfti að semja við Magnús um varanlega legu vegarins að vænt- anlegri orlofshúsabyggð. Reyndist það auðsótt og afskaplega sann- gjarn samningur gagnvart sam- bandinu var gerður. Þetta var upp- haf að löngu og farsælu samstarfi Alþýðusambands Austurlands og þeirra hjóna Magnúsar og Sigríðar, sem tóku að sér umsjón með orlofs- húsunum strax í byrjun samhliða búrekstri sínum og þau störf ræktu þau af einstakri lipurð og sam- viskusemi. Magnús var einstakt ljúfmenni og var lipurð hans og hjálpsemi í samskiptum við þá mörgu sem í or- lofshúsunum dvöldu rómuð. Það að fá Magnús til að hafa umsjón með Einarsstöðum var mikils virði og var lykillinn að því hve vel tókst til með reksturinn í byrjun. Á þessum árum tókst með fjölskyldu minni og þeim hjónum einlæg vinátta sem við og börn okkar nutum í ríkum mæli. Heimsóknir í Úlfsstaði voru margar og börnin sóttust eftir að fara um helgar að Úlfsstöðum til Magga og Siggu. Þar kynntust þau sveitalífinu, sauðfé, hestum og hey- skap. Meira að segja sauðburði og árlegum réttum á Fagradal. Kær vinur er nú kvaddur með söknuði og þökk fyrir vináttu hans og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum með honum í rúm 50 ár. Við samhryggjumst Sigríði, ætt- ingjum hans og öllum sem sakna hans. Árni Þormóðsson, Guðrún Jónsdóttir. Að leiðarlokum er mér einkar ljúft að minnast góðs vinar, Magn- úsar Sigurðssonar, fv. bónda á Úlfsstöðum á Völlum. Lífshlaup hans er að mörgu leyti einstakt og áhugavert. Magnús var á 11. ári þegar faðir hans lést frá eiginkonu og sex ungum börnum. Má nærri geta að einhvern tíma hafi hurð skollið nærri hælum í afkomu fjöl- skyldunnar. Þau börðust til bjarg- álna, tvær dætur og fjórir drengir, allt dugnaðarfólk. Með Magnúsi eru nú öll Sauðhagasystkinin látin. Fjölskyldan var þekkt af dugnði og elju, sem sést á lífshlaupi hennar og urðu bræðurnir góðir fjárbændur svo eftir var tekið. Þrátt fyrir föðurmissinn og erf- iðleika áttaði Magnús sig á að menntun skapaði mátt og ákvað að ganga þann veg í leit að betri lífs- afkomu. Hann nam við Bændskól- ann á Hvanneyri og lauk búfræði- prófi vorið 1949. Minntist hann námsára með þakklæti. Þar eign- aðist hann góða vini fyrir lífstíð. Magnús vann um hríð hjá Hrafni á Hallormsstað. 1950 kynntist hann yndislegri siglfirskri blómarós, Sigríði Ólafs- dóttur frá Siglufirði, sem nam við Hallormsstaðaskóla. Þau giftu sig 19. apríl 1951. Búskap hófu þau sem leiguliðar hjá séra Pétri í Vallanesi og voru þar í níu ár. 1960 keyptu þau Úlfsstaði og hófu bú- skap, fyrst með sauðfé og kýr og síðar skógrækt og ferðaþjónustu. Nú tóku við erilsöm ár. Magnús varð fljótt virtur sauðfjárræktandi. Úlfsstaðafé var afurðagott og hafa yngri frændur hans af Sauðhaga- ætt haldið merkinu uppi. Magnús var að upplagi félags- málamaður og því hlóðust á hann trúnaðarstörf. Auk setu í sveitar- stjórn var hann oddviti 1974-1982. Á sumrin, 1960-70, sóttu þau Sigga bæði vinnu í síld á Seyðisfjörð og Reyðarfjörð og störf í sláturhúsum KHB um langt árabil, og hann síð- ustu árin sem kjötmatsmaður. Unnið var að jarðarbótum og þegar yfir lauk var ræktað land 28 ha. Fjárstofn var á annað hundrað og hross á annan tug þegar flest var. Auk stækkunar íbúðarhúss 1960 byggðu þau fjárhús, hlöðu, véla- geymslu, móttöku og þjónustuhús auk sumarhúss á Úlfsstöðum. Já, þar var mikið að gera í sveitinni. Að þeim hjónum löðuðust mörg börn á ýmsum aldri, sem dvöldu hjá þeim við leik og störf á hverju sumri. Nú tók við uppbygging og umsjá sumarhúsahverfis í landi Eyjólfs- staða og Úlfsstaðaskógi. Þau hættu búskap 1989 og fluttu til Egils- staða. Þar hafa þau notið ævi- kvöldsins. Magnús hafði góða nánd, sann- gjarn, orðheldinn og trygglyndur, en fastur fyrir, ef réttu máli var hallað. Hann lét sig þjóðmál skipta og hafði oft að vel athuguðu máli skýrar skoðanir, var samvinnu- og félagsmálamaður. Magnús var myndarlegur maður og vörpulegur að vallarsýn, samsvaraði sér vel, gekk ákveðinn til verka og hraust- ur vel á yngri árum. Hann var í senn maður alvöru þegar þess þurfti, en líka góðglettinn á gleði- stundum. Þau Sigga höfðu ánægju af að ferðast innan lands sem utan, enda áttu þau víða góða að. Nú er komið að kveðjustund. Þeim sem þessar línur ritar er kunnugt um að ýmsir eiga Magnúsi mikið að þakka að leiðarlokum. Kæri vinur. Hugheilar þakkir fyrir allt og hvíl í Guðs friði. Jónas Hallgrímsson, Úlfsstöðum. Magnús Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Magnús Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.