Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 kossi á vanga minn. Þegar ég steig út úr bílnum stóð svo á að maður nokkur var að ganga nið- ur gangstéttina á móts við bílinn og horfði á mig með undrunar- svip. Ég flýtti mér að ávarpa manninn og segja honum að allt væri með felldu; ég væri átta barna faðir. Með Ingimundi Sigfússyni er genginn hreinasti öðlingur. Hans verður minnst fyrir mann- kosti sína. Við Kristín sendum Valgí sem og sonunum og þeirra fólki innilegar samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. „Mjög erum tregt tungu að hræra“ þegar við kveðjum ein- stakan vin og félaga, en bjartar minningar um yndislegan mann munu lifa áfram í huga okkar Oddnýjar og sona. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg nær hálfr- ar aldar samskipta við þau sómahjón Valgerði og Ingi- mund. Okkur Oddnýju er sér- staklega minnisstætt hvernig hann ræktaði syni okkar og virti. Páll sonur okkar átti t.d. ógleymanlega dvöl í þýskunámi hjá þeim hjónum í Þýskalandi. Góðar samverustundir áttum við hjá þeim á Þingeyrum og Sigríð- arstöðum í Húnavatnssýslum og þau hjá okkur í Gunnarsholti. Þau voru sannir höfðingjar heim að sækja og við minnumst þeirra samverustunda með söknuði og virðingu. Alltaf kom Ingimund- ur færandi hendi. Í síðustu heimsókn Ingimundar til okkar sl. haust sagði hann: „Lífið er búið að vera svo gott við mig að ég held ég sé bara tilbúinn til að fara.“ Starfsævi Ingimundar var í raun þrískipt og var land- græðslustarfið á fyrrnefndum jörðum það síðasta og það sem honum þótti hvað vænst um að eigin sögn. Jarðirnar liggja að sjó og þar eru stærstu sjávar- sandar í Húnavatnssýslum. Upp úr 1970 tók Ingimundur, ásamt bræðrum sínum, virkan þátt í baráttunni við sandinn á Sigríð- arstöðum. Á síðari hluta ævi- skeiðs síns vann hann ötullega að landbótum á jörðunum, upp- græðslu sanda, skógrækt og nú síðast endurheimt votlendis. Þau hjónin voru stórhuga og spannaði landgræðslustarfið yf- ir 2.000 hektara lands. Á Þing- eyrum hafa þau hjónin lagt áherslu á að jörðin væri nytjuð til búskapar með sjálfbærum hætti og staðið fyrir merkum rannsóknum á sögu og menning- ararfi þessa forna höfuðbóls. Þau hafa því alla tíð unnið að ræktun lýðs og lands og voru sannir landgræðslubændur. Hjónin tóku verðskuldað við landgræðsluverðlaununum árið 2016 Elsku Indi minn. Að leiðar- lokum er okkur efst í huga sökn- uður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikill heiður og forrétt- indi að fá að kynnast þér. Öll voru þau samskipti á einn veg. Þú varst traustur félagi, ein- staklega einlægur, hreinn og beinn, vinfastur, samur við alla, háa sem lága, og frá þér stafaði mikil innri hlýja. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Við vottum Valgerði og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Blessuð sé minning Ingimundar Sigfússonar. Sveinn Runólfsson og fjölskylda. Við fráfall góðvinar míns, Ingimundar Sigfússonar, skil ég betur úr hverju gæfa manns er ofin. Meðal þráða í henni eru ein- staklingar eins og Ingimundur sem ég tel einn vænsta mann er ég hef þekkt. Kynni okkar hófust þegar ég sem nýr starfsmaður Raunvís- indastofnunar hafði samband við hann, umboðsmann Cater- pillar-tækjanna á Íslandi, og fal- aðist eftir aðstoð við að prófa nýjar tegundir eldsneytis á sprengihreyflum. Ljúfmennska Ingimundar leyndi sér ekki og þessi kynni leiddu til þess að hann tengdi Volkswagen og Daimler við tengslahringinn. Sem sendiherra í Þýskalandi og síðar Japan var Ingimundur mjög hjálpsamur við orkuverk- efni okkar háskólamannanna og nutu prófessorarnir Bragi og Valdimar þeirrar hjálpar. Við stofnun International Partner- ship for the Hydrogen Economy í Washington 2003 var Ingi- mundur í sérstakri skjaldborg um verkefnin. Þegar ég hlaut Global-orku- verðlaunin í Pétursborg 2007 voru þau hjónin Ingimundur og Valgerður þátttakendur í eftir- minnilegri ferð sem treysti vin- áttuböndin enn frekar. Ég var svo heppinn að börnin okkar Bergþóru áttu kost á að hitta Ingimund og Valgerði oft- lega. Þorkell sonur okkar fékk að stunda veiði á lendum Ingi- mundar fyrir norðan. Árvisst kom Ingimundur með blómvönd á aðfangadag heim til okkar til þess að innsigla hátíðina. Þannig mætti lengi telja dæmi um höfð- ingslund hans. Það gladdi okkur mjög þegar þau hjónin voru sæmd Land- græðsluverðlaununum á síðasta ári fyrir framlag sitt til málefn- isins á jörðum þeirra á Sigríð- arstöðum og á Þingeyrum. Svo skipast veður fljótt í lofti og allt í einu er Ingimundur burt kallaður. Ég verð ævinlega þakklátur forsjóninni fyrir vin- áttu okkar og tel það hluta af gæfu minni að hafa verið vinur hans. Við hjónin og fjölskylda send- um Valgerði, sonum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Ingi Sigfússon. Kynni okkar Ingimundar í Heklu hófust fyrir einhverja til- viljun. Við vorum að tala saman út af einhverju öðru. En þá barst í tal flug, sem við höfðum báðir greinilega áhuga á, og hann spurði umsvifalaust hvort ég vildi ekki koma í hóp manna sem væru að kaupa Skymaster C337 til landsins. Ég fór með honum á fund nærri tugar valinkunnra manna og ekki varð aftur snúið. Þarna byrjaði ósvikin vinátta okkar Ingimundar. Hann var einstak- lega hjartahlýr maður sem faðmaði vini sína að sér og þau faðmlög urðu strax gagnkvæm og vináttan ósvikin. Ég endaði með því að elska þessa flugvél meira en nokkurn dauðan hlut og fljúga henni í nærri þúsund klukkustundir þar til ég varð að selja hana eftir hrunið 2008. Eftir það datt eiginlega botn- inn úr fluginu hjá mér enda orð- inn talsvert eldri. „Ég hef selt hann yngra Rauð, er því sjaldan glaður …“ orti líka hann Páll Ólafsson langafabróðir. Var hún annars dauður hlut- ur? Ég var hreint ekkert alltaf viss um það, eins og rithöfund- urinn Richard Bach sem átti um nótt fróðlegar viðræður við svona Skymaster-vél. Ég viður- kenni að ég átti það til að kyssa hana á nefið þegar ísinn var að bráðna af henni í flugskýlinu eft- ir lendingu. Ég fékk þann heiður að fljúga fyrir Ingimund ýmsa túra. Sá eftirminnilegasti er þegar hann bað mig að fljúga með vin sinn, Benny nokkurn Goodman, til Blönduóss. Þar tók Ingimundur mynd af okkur Benny og vélinni og sendi mér seinna áritaða. Ingimundur stóð í stórfram- kvæmdum á Þingeyrum og fól mér að teikna þar allar lagnir í mikið bændahús og stendur það held ég enn. Samskipti okkar voru talsverð á þessum árum, vináttan óx, faðmlögum fjölgaði og aldrei bar skugga á. Hann var samt ófeiminn að segja sínar skoðanir og hann hellti sér yfir mig fyrir slæman umgang í mal- arnáminu á Esjubergi sem fór í hans fínustu og ég átti sjálfsagt alveg skilið og fleira var rætt op- inskátt. Árin liðu og Ingimundur vann mikið starf fyrir Sjálfstæðis- flokkinn okkar sem fjármuna- safnari áður en stjórnmálaflokk- ar voru gerðir að ölmusuþegum og ríkistilberum af tillitssemi við kommaflokkana sem ekki gátu bjargað sér sjálfir og voru í bráðri útrýmingarhættu sem gjaldþrota framboðsflokkar. Er skömm okkar sjálfstæðismanna mikil fyrir að hafa tekið þátt í þessu því við vorum sjálfbjarga. Ingimundur varð svo sendi- herra í Þýskalandi og hittumst við þar. Þar var sama fölskva- lausa vináttan af hans hálfu. En svo hellti hann sér endurtekið yfir mig vegna frágangsins í námunum. Eftir þetta sáumst við sjaldnar en ávallt fagnaði hann mér sem besti bróðir við þau tækifæri. Og nú er hann fallinn frá eins og flestir sem komu að uppruna- legum eigendahópi TF-SKY og ég veit ekki lengur sjálfur hvar vélin er niðurkomin. En blessuð sé minning „Skæjarans“ sem færði mér svo óendanlega marg- ar sælustundir og líka uppeldi. Og svo færði hann mér ekki síst gnægð af vináttu hinna bestu manna. Ingimundur í Heklu, eins og hann var kallaður í gamla daga, kemur mér gjarnan í hug þegar ég heyri góðs manns getið. Halldór Jónsson. Utanríkisþjónusta Íslands kveður kæran starfsfélaga, Ingimund Sigfússon fyrrverandi sendiherra. Hann var sendi- herra Íslands í Þýskalandi 1995- 2001. Á þeim árum hafði hann umsjón með hinum vandasama flutningi sendiráðsins frá Bonn til Berlínar, þar sem Ísland gerðist aðili að norræna sendi- ráðasamstarfinu. Ingimundur átti gott samstarf við þýska samstarfsaðila og var mörgum eftirminnilegt gott samband hans við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands til margra ára. Ingi- mundur var fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Tókýó og hafði mótandi áhrif á samskipti Íslands og Japans. Það var Ingi- mundi mikil gæfa sem sendi- herra að hafa sér við hlið eig- inkonu sína, Valgerði Valsdóttur, og voru þau hjón glæsilegir og áhrifamiklir fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi. Þegar Ingimundur lét af störfum eftir Japansdvölina gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum. Fyrri reynsla Ingimundar og tengsl úr viðskiptum hérlendis og erlendis nýttust honum mjög vel þegar hann kom til liðs við utanríkisþjónustuna og mótuðu að verulegu leyti áherslur hans í starfi. Segja má að hann hafi verið einn af frumherjunum í ís- lenskri viðskiptaþjónustu er- lendis og hann hlaut fyrir það verðskuldað hrós frá fjölda fyr- irtækja og einstaklinga. Um leið var hann starfsfélögum góð fyr- irmynd og hafði þannig áhrif á þróun þessa mikilvæga þáttar í utanríkisþjónustunni. Auk þessa kom áhugi og þekking Ingimundar og Valgerðar eigin- konu hans á menningu og listum að miklu gagni í störfum þeirra í Þýskalandi og Japan og þau lögðu mikið af mörkum í kynn- ingu á íslenskum listamönnum og tengslamyndun fyrir þeirra hönd. Allt var þetta gert af ein- stakri smekkvísi og myndarskap og bar ótvíræðan árangur. Ingimundur var gæddur miklum persónutöfrum, lipur í öllum samskiptum og átti auð- velt með að kynnast ólíku fólki. Margir íslenskir samstarfsmenn hafa komist að því hvað hann naut mikillar virðingar víða. Hann var bóngóður og örlátur á tíma og starfskrafta. Jákvætt hugarfar og hvatningar drógu fram bestu eiginleika samstarfs- manna, einkum ungra starfs- félaga sem voru að hefja störf í utanríkisþjónustunni. Fyrir vik- ið naut hann trausts íslenskra sem erlendra samferðamanna. Fyrir hönd starfsmanna í ut- anríkisþjónustunni votta ég Val- gerði og fjölskyldu innilega sam- úð. Minningin um góðan starfsfélaga og vin lifir í hjörtum okkar. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri. Ingimundur Sigfússon skilur eftir skarð sem ekki verður auð- velt að fylla. Menn eins og hann eru allt of sjaldgæfir; óþreyt- andi ástríðumaður í baráttu fyr- ir framgangi menningar og lista í samfélaginu, velgjörðarmaður listamanna sem hvarvetna stuðl- aði að bættu samfélagi. Ógleym- anlegur samstarfsmaður sem mikil gæfa var að fá að kynnast, vinna með og eignast fyrir vin. Ég kynntist Ingimundi fyrst þegar Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu. Hann var sendiherra í Þýska- landi, gríðarlega vel tengdur og sambönd sín nýtti hann til hins ýtrasta til að kynna íslenska menningu og listir. Sjálf hafði ég aðeins fylgst með því þegar Þjóðleikhúsið leitaði að leikhúsi ytra fyrir sýninguna á Sjálf- stæðu fólki á heimssýningunni í Hannover og hvernig honum tókst með harðfylgi og útsjón- arsemi að koma sýningunni inn í aðalleikhús borgarinnar þegar allt var frátekið fyrir stærri fiska en Ísland. Metnaður hans og framganga fyrir hönd lands og þjóðar var með ólíkindum og fáir hefðu leikið þetta eftir. Þegar Ingimundur kom inn í stjórn Listahátíðar 2004 varð hann fljótlega náinn vinur sem ég gat í raun rætt allt við. Hann varð einstakur formaður, fylginn sér en hógvær, öflugur, nákvæmur og smekkvís og sam- starf okkar var í raun hnökra- laust öll þessi ár. Þetta voru uppgangsár – árin fyrir hrun – og hátíðin gekk í gegnum miklar breytingar. Hátíðin naut góðs af einstaklega samstæðri stjórn reyndra en ólíkra einstaklinga. Við slíkar aðstæður er starf list- ræns stjórnanda létt. Stundum vorum við ekki sammála, en allt- af var hann hreinskilinn, eins og þegar hann hitti mongólsku barkasöngvarana frá Tuva: „Ósköp er þetta nú druslulegt, Þórunn mín,“ sagði hann þegar þeir voru að tína hljóðfærin sín upp á svið, öll gerð úr hrosshúð- um og beinum. „En þetta eru áreiðanlega ágætis menn“ – bætti hann við. Þessi tónlist átti ekkert við hann, en aldrei reyndi hann að hafa áhrif á val eða dag- skrárgerð – hann vissi upp á hár hvað til hans friðar heyrði og stóð ætíð á bak við mig eins og klettur, hvaða vitleysu sem ég fann upp á. Ég hef alltaf álitið það stóran part af minni gæfu að hafa átt vináttu Ingimundar og Valgerð- ar konu hans og vináttubrögð þeirra í minn garð og Stefáns verða seint talin. Fyrir allt þetta þakka ég nú þegar Ingimundur er kvaddur, allt of snemma. Ég þakka honum einnig fyrir hönd Listahátíðar í Reykjavík fyrir ómetanlegt starf og framlag hans á þeim vettvangi. Fagmennska og fágun ein- kenndu persónu Ingimundar, ljúfmennska og hlýja, en hann var þó hreint ekki skaplaus. Honum gat mislíkað mjög við fólk og þá var hann harður og SJÁ SÍÐU 22 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÓLAFÍA JÚLÍUSDÓTTIR, Hrísalundi 18g, Akureyri, lést þriðjudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 13.30. Jóhann F. Stefánsson Sigríður J. Stefánsdóttir María S. Stefánsdóttir Ásgeir G. Hjálmarsson Bára M. Stefánsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Dúa Stefánsdóttir Jón Ó. Ferdinandsson Hugrún Stefánsdóttir Jón H. Thorleifsson ömmu- og langömmubörn Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS SVEINSSONAR læknis, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 23. mars, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans láti SÍBS njóta þess. Guðrún Friðriksdóttir, Heimir Örn Jensson, Rósa Friðriksdóttir, Þorsteinn Óli Kratsch, Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Jónsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hildur Kristín Friðriksdóttir, Sigurður Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ANNA SIGURLÍNA STEINGRÍMSDÓTTIR, Álftamýri 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 13. Guðrún S. Guðmundsdóttir Valdimar Gíslason Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir Grettir Ingi Guðmundsson Hrönn Harðardóttir Óðinn Ari Guðmundsson Iðunn Lárusdóttir Halldór Þór Guðmundsson Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir Rebekka Rós Guðmundsd. Kristján Róbert Walsh barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK SIGURLÍNI FRIÐRIKSSON, húsgagnasmíðameistari, frá Látrum í Aðalvík, Lindasmára 95, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. mars. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 6. apríl klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ás styrktarfélag. Anna Þorbjörg Jónsdóttir Ingveldur K. Friðriksdóttir Friðrik Ari Friðriksson Sigurjón H. Friðriksson Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir og barnabörn Kær systir okkar, mágkona og frænka, GUÐNÝ ALDA EINARSDÓTTIR frá Hreggstöðum á Barðaströnd, lést á heimili sínu í Sjálfsbjörg, Hátúni 12 miðvikudaginn 7. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 6. apríl klukkan 11. Guðný verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns í Þingeyrarkirkjugarði sunnudaginn 8. apríl klukkan 11. María Henley Þórdís Heiða Einarsdóttir Sturla Einarsson Freyja Valgeirsdóttir Andrés Einar Einarsson Halldóra Berglind Brynjarsd. Guðrún Björg Einarsdóttir Helgi Guðjón Bjarnason og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.