Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018
4. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.56 99.04 98.8
Sterlingspund 138.49 139.17 138.83
Kanadadalur 76.54 76.98 76.76
Dönsk króna 16.263 16.359 16.311
Norsk króna 12.568 12.642 12.605
Sænsk króna 11.768 11.836 11.802
Svissn. franki 103.02 103.6 103.31
Japanskt jen 0.9272 0.9326 0.9299
SDR 143.1 143.96 143.53
Evra 121.16 121.84 121.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 146.9759
Hrávöruverð
Gull 1323.9 ($/únsa)
Ál 1996.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.32 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Í nýliðnum marsmánuði námu við-
skipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands
41,5 milljörðum króna eða tæpum 2,1
milljarði á dag. Er það 34% lækkun frá
sama mánuði í fyrra en þá námu við-
skipti tæpum 3,2 milljörðum á dag.
Mest voru viðskipti með bréf Marel eða
7,6 milljarðar króna, Reita fasteigna-
félags upp á 5,8 milljarða, bréf Ice-
landair Group upp á 4,8 milljarða og
Símans upp á 3,4 milljarða.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði um 0,4% milli mánaða og
stendur nú í 1.775 stigum. Á aðalmark-
aði var Arion banki með mesta hlutdeild
í viðskiptum eða 30,8%, Landsbankinn
18,5% og Kvika með 15,3%.
Heildarviðskipti með skuldabréf
námu 68,6 milljörðum í mars, viðskipti
með bankabréf námu 13,3 milljörðum
og viðskipti með íbúðabréf námu 1,8
milljörðum. Á skuldabréfamarkaði var
Landsbankinn umsvifamestur með
17,4% viðskiptanna, Kvika með 17,1%
og Íslandsbanki með 16,4%.
Viðskipti með hlutabréf
námu 41,5 milljörðum
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Það er mikilvægt að efla nettengingar
til og frá landinu í því skyni að treysta
stoðir upplýsingatækniiðnaðarins
hérlendis. Það er ein forsenda þess að
skapa áhugaverð og verðmæt störf
hér á landi.
Þetta segir
Gísli Hjálmtýs-
son, fram-
kvæmdastjóri
Thule Invest-
ments og forseti
tölvunarfræði-
deildar Háskólans
í Reykjavík. Thule
Investments hef-
ur leitt verkefni
um lagningu nýs
sæstrengs milli
Íslands, Írlands og Noregs.
Fram kom í nýlegri úttekt KPMG á
gagnaversiðnaðinum að litið væri á
það neikvæðum augum af mögu-
legum viðskiptavinum gagnavera að
einungis eitt fyrirtæki, Farice, bjóði
nettengingar við umheiminn, eins og
Morgunblaðið hefur áður sagt frá.
Að sögn Gísla eru nettengingar
þeirra landa sem eru leiðandi í gagna-
versiðnaði áreiðanlegri, hraðari og
ódýrari en hér á landi. „Það er því erf-
itt að laða að stór gagnaver sem
treysta á áreiðanlegt samband og öfl-
ugar nettengingar. Af þeim sökum
eru hér á landi einkum gagnaver með
mikilli reiknigetu, eins og bitcoin-
námur, sem þarfnast ekki mikils
áreiðanleika og bandvíddar.“
Sæstrengur kostar 6-7 milljarða
Gísli segir að það þurfi að leggja
sæstreng til Íslands á um sjö ára
fresti. „Nýr strengur kostar um 6-7
milljarða króna, sem í stóra samheng-
inu væri eðlilegt að ríkið fjármagnaði.
Þetta er sambærilegt við það þegar
ríkið reisti Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, sem var mikilvægt skref fyrir
landsmenn og ferðaþjónustu. Á þeim
tíma hefðu einkaaðilar ekki treyst sér
til að fjármagna flugvöllinn en nú
væru innviðasjóðir reiðubúnir til
þess. Sama þróun mun eflaust eiga
sér stað varðandi sæstrengi, með auk-
inni notkun verði fjárfestar áhugsam-
ir um að fjárfesta í þeim.
Takist að byggja upp gagnavers-
iðnað, þar sem við eigum að hafa sam-
keppnisforskot, m.a. vegna
umhverfisvænnar orku og náttúru-
legrar kælingar, er komin traust
undirstaða fyrir upplýsingatækni-
fyrirtæki hér á landi. Ólíkt öðrum
orkutengdum iðnaði eru afleiddu
störfin sem tengjast gagnaverum enn
verðmætari en störfin í gagnaverun-
um sjálfum,“ segir hann.
Að sögn Gísla er talið að um þriðj-
ungur starfa í dag muni hverfa á
næstu 20 árum í kjölfar fjórðu iðn-
byltingarinnar. „En það sama á við
um fyrirtækin. Eftirspurn eftir
vörum og þjónustu stórs hluta þeirra
mun hverfa að sama skapi. Og hvaða
íslensku atvinnuvegir standa þá eftir?
Við þurfum að vinna kerfisbundið í að
búa til ný fyrirtæki og nýjar greinar,
ekki síst í upplýsingatækni, ef við ætl-
um að halda áfram að hafa
samkeppnishæf lífskjör á Íslandi.“
Leggja þarf nýjan sæstreng
til landsins á sjö ára fresti
Gagnaver Nettengingar landa sem eru leiðandi í gagnaversiðnaði eru öflugri og áreiðanlegri en hérlendis.
Gagnaver væri
undirstaða
» Takist að byggja upp gagna-
versiðnað er komin traust
undirstaða fyrir upplýsinga-
tæknifyrirtæki hér á landi.
» Ólíkt öðrum orkutengdum
iðnaði eru afleiddu störfin sem
tengjast gagnaverum enn
verðmætari en störfin í gagna-
verunum sjálfum.
» Um þriðjungur starfa mun
hverfa á næstu 20 árum.
Gísli Hjálmtýsson segir að mörg fyrirtæki muni hverfa á braut í fjórðu iðnbyltingunni
Gísli
Hjálmtýsson
Sjö einstaklingar í framkvæmda-
stjórn Origo, þar á meðal forstjór-
inn, nýttu kauprétt við síðustu
mánaðamót. Hver um sig keypti
fyrir 600 þúsund krónur, sam-
kvæmt tilkynningu til Kauphallar.
Frá því að samið var um kaupin fyr-
ir tveimur árum hefur gengið
hækkað um 40%.
Ívar Kristjánsson, stjórnarfor-
maður fyrirtækisins, segir í samtali
við Morgunblaðið að um sé að ræða
kaupréttaráætlun frá árinu 2016
sem allir þáverandi fastráðnir
starfsmenn áttu rétt á að taka þátt
í. Samkvæmt áætluninni, sem var
til þriggja ára, gat hver starfsmað-
ur keypt fyrir allt að 600 þúsund
miðað við gengið í lok mars 2016.
Að sögn Ívars var öðru ári áætl-
unarinna að ljúka, en þriðja árið
hófst nú mánaðarmótin þegar 94
starfsmenn til viðbótar gerðu kaup-
réttarsamning á genginu 24,7 sem
ávinnst svo á sama tíma á næsta ári.
„Ég er hlynntur því að tengja
saman ávinning starfsmanna og
hluthafa. Starfsmenn eiga að njóta
góðs af því að efla hag fyrirtæk-
isins. Þetta er sameiginlegt ferða-
lag,“ segir hann.
Í tilkynningu segir að til þess að
mæta skuldbindingum sínum sam-
kvæmt samningunum muni stjórn
félagsins gefa út nýtt hlutafé.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo,
á hlutabréf í fyrirtækinu sem metin
eru á 36 milljónir króna.
helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Forstjóri Finnur Oddsson keypti
fyrir hámarkið eða 600 þúsund.
Starfsfólk Origo
nýtir kauprétti
Stór hluti starfs-
manna fékk kaup-
rétt árið 2016