Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 8

Morgunblaðið - 04.04.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Í bæjarstjórn Seltjarnarness var ádögunum bókað að bæjarstjórn teldi „hugmyndir um nýja borgar- línu hæpnar, ekki síst forsendur um heildarkostnað við verkefnið, áætl- aða nýtingu og rekstrarkostnað.“ Fleira getur varla verið að einu verk- efni af þessu tagi en heildarkostnaður, nýting og rekstrar- kostnaður.    Um leið var bókað að Seltjarn-arnes vildi leggja megin- áherslu á frekari eflingu Strætó.    Seltjarnarnes telur mat á kostn-aði hæpið, en matið á fyrsta áfanganum einum er 44 milljarðar króna.    Það er án efa rétt að þessi kostn-aður er vanmat, en jafnvel þó að matið væri rétt væri kostnaður- inn yfirgengilegur.    Mikilvægt er að aðrar bæjar-stjórnir í nágrenni Reykja- víkur taki af skarið í sambandi við borgarlínuhugmyndir meirihlutans í Reykjavík og bendi á hversu fjar- stæðukenndar þær eru.    Það er hægt að stórbæta sam-göngur á höfuðborgarsvæð- inu, bæði fyrir fjölskyldubílinn og almenningsvagna. En hugmyndin með borgarlínunni er að hafna fjöl- skyldubílnum með því að þrengja að honum og þvinga sem flesta til að nota aðra fararmáta.    Vinstri meirihlutinn í Reykjavíktelur þetta réttlætanlegt hvað sem það kostar. Aðrir verða að taka í taumana og koma í veg fyrir eyði- leggingu á gatnakerfi höfuðborg- arsvæðisins samhliða stórkostleg- um fjárútlátum. Ásgerður Halldórsdóttir Hæpnar forsendur borgarlínu STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.4., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri -2 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 0 heiðskírt Ósló 3 snjókoma Kaupmannahöfn 3 þoka Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 3 léttskýjað Lúxemborg 12 þoka Brussel 14 skýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 3 skúrir London 12 rigning París 11 skúrir Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 15 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 19 heiðskírt Moskva 3 skýjað Algarve 18 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 18 heiðskírt Winnipeg -11 léttskýjað Montreal 3 alskýjað New York 3 rigning Chicago 4 súld Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:35 20:28 ÍSAFJÖRÐUR 6:34 20:38 SIGLUFJÖRÐUR 6:17 20:21 DJÚPIVOGUR 6:03 19:58 Reykjavíkurborg bárust alls 316 ábendingar um holur í götum borg- arinnar fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls bárust 240 ábendingar fyrstu tvo mánuði ársins og 76 ábendingar í marsmánuði. „Við leggjum áherslu á að bregðast skjótt við slíkum ábendingum, eink- um ef möguleiki er talinn á að þær geti leitt til slyss eða tjóns,“ segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Hann bendir jafnframt á að fjöldi ábendinga gefur ekki endilega vísbendingar um fjölda holna í götum því í mörgum tilfellum eru margar ábendingar um sömu hol- una. „Fjöldi ábendinga segir þannig meira um árvekni ökumanna og að þeir nýta sér þessa leið í meira mæli en áður að koma boðum til okkar,“ segir Jón Halldór. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að bú- ið sé að loka einhverjum holum til bráðabirgða, en farið verður í varan- legar viðgerðir þegar lengra líður á vorið. Hann býst ekki við því að ný- fallinn snjór í aprílmánuði muni hafa mikil áhrif á holumyndun í götum borgarinnar. „Snjórinn er það lítill að það breytir engu. Það sem verst er eru umhleypingarnir, þeir sprengja upp,“ segir G. Pétur. mhj@mbl.is Fleiri hundruð ábendingar um holur  Reykjavíkurborg hefur fengið yfir 300 ábendingar um brotholur í götum Morgunblaðið/Hari Holur Íbúar í Reykjavík benda borgaryfirvöldum á holur í götum. Markmið og við- mið um gæði starfs á frí- stundaheimilum fyrir 6-9 ára börn hafa verið gefin út á vegum mennta- og menningar- málaráðuneyt- isins. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016, samkvæmt því sem fram kem- ur í frétt mennta- og menningar- málaráðuneytisins. ,,Mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í út- færslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í frétta- tilkynningu ráðuneytisins. Í innsendum ábendingum hafi komið fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða og umsagn- araðilar hafi talið þetta mikilvægt skref til að efla faglegt starf frí- stundaheimila. agnes@mbl.is Lilja Dögg Alfreðsdóttir Markmið og viðmið  Gæði starfs frístundaheimila Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.isSTOFNAÐ 1956 DÍMON Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir Íslensk hönnun & handverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.