Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 Kerruöxlar & íhlutir ALLT TIL KERRUSMÍÐA Jórunn Pála Jónasdóttir lögfræðingur fæddist í Reykjavík og ólstupp í Seljahverfinu. Hún lauk stúdentsprófi frá MR, embættis-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og er um þessar mundir að ljúka námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi: „Ég verð einmitt á seinni hluta námskeiðsins á morgun en það fjallar um siðareglur og siðferði, þannig að megnið af afmælisdeginum fer í nám eins og stundum áður.“ En hvað á að gera eftir námskeiðið á mogun? „Ég ætla að byrja daginn á því að skokka upp á Úlfarsfell og gá þar til veðurs í fyrramálið. Ég er mikið fyrir fjallgöngur og eftir Úlfars- fellið skola ég af mér ferðarykið í Árbæjarlauginni. Þegar síðan nám- skeiðinu lýkur á morgun kem ég við á vinnustaðnum, á Rétti - lög- mannsstofu og hef þá köku meðferðis. Síðan hitti ég vini og kunningja á skemmtistað í miðbænum. Þetta er svona nokkurn veginn planið fyrir afmælisdaginn.“ En nú ert þú í framboði, í níunda sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Er ekki kosningabaráttan að byrja? „Hún er nú reyndar byrjuð þó auðvitað eigi eftir að bera mun meira á henni eftir því sem á líður. Starfið hjá okkur að undanförnu hefur farið í það að stilla saman strengi, huga að áherslum og skipulagi, en nú tekur svo sjálf baráttan við og ég er sko til í tuskið.“ Og þú ætlar náttúrlega að komast inn sem aðalmaður? „Já, og helst fleiri á okkar lista. Það er markmiðið!“ Fjallgöngukonan Afmælisbarnið á Hvanndalshnjúk 2015. Hún fór á Úlfarsfellið í morgun og ætlar í borgarstjórn Reykjavíkur í vor. Byrjar daginn með göngu á Úlfarsfell Jórunn Pála Jónasdóttir er 29 ára í dag D avíð Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 4.4. 1948 og ólst upp vestur í Skjólum: „Bernskuárin í Skjól- unum eru mér minnisstæð fyrir feg- urð og friðsæld og ánægjuna af því að veiða síli í fjörunni við Faxaskjól.“ Davíð var í Melaskólanum, Haga- skólanum, stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík, lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1968 og lauk MSc Honour-prófi í eðlisfræði við elsta háskóla Skotlands, St. And- rews University, árið 1972. Auk þess lauk, hann prófi í kennslufræði við Háskóla Íslands. Davíð hefur kennt í framhalds- skólanum nánast allan sinn starferil, aðallega eðlisfræði og tölvuforritun en auk þess stjörnufræði. Hann var kennari við Menntskólann í Reykja- vík 1972-74, kennari við Mennta- skólann á Laugarvatni 1974-86 og síðan aftur við Menntaskólann í Reykjavík. Davíð samdi kennslubók í tölvu- forritun og raðir nokkurra kennslu- bóka í eðlisfræði fyrir framhalds- skóla sem mikið hafa verið kenndar. Hann lét af kennslu árið 2013. Davíð þvertekur fyrir að hafa nokkurn tíma setið í ráðum, nefnd- um eða stjórnum félaga eða fyr- irtækja. Hann fékk ungur áhuga á ljósmyndun, tók töluvert af myndum á unglingsárunum og kom sér upp aðstöðu til að framkalla myndir og stækka: „Þetta var fyrst svona ung- Davíð Þorsteinsson, fyrrv. eðlisfræðikennari – 70 ára Tvær kynslóðir Hér eru þeir Þorsteinn og Hrafnkell með fimm yngstu barnabörnum Davíðs og Sigríðar. Ljósmyndari og fagurkeri Heima í stofu Talið f́rá vinstri: Þorsteinn, Sigríður, Áslaug og Stella. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.