Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.2018, Blaðsíða 36
 Þýski píanóleikarinn Maria Baptist og saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son sameina krafta sína og leika eig- in tónlist hjá Múlanum á Björtu- loftum Hörpu í kvöld kl. 21. Baptist er alþjóðlega þekkt sem höfundur stór- sveitatónlistar, stjórnandi og píanó- leikari, en sem slík hefur hún meðal annars stjórnað Stórsveit Reykjavíkur. Hún er pró- fessor við Hans Eisler- háskólann í Berlín. Með þeim Sigurði leika Þor- grímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur. Kvartett Baptist og Sigurðar á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 94. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. 80 spor saumuð í andlit barnsins 2. Það eina ábyrga að lóga hundinum 3. Áverkar á líki mannsins 4. Hross með úr sér vaxna hófa »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Æskuvinir leiklesnir  Leikhúslistakonur 50+ standa nú um stundir fyrir leiklestrum á verkum Svövu Jakobs í Hannesarholti. Í kvöld kl. 20 er komið að Æskuvinum sem leiklesnir verða undir stjórn Maríu Kristjánsdóttur. Lesturinn verður endurtekinn sunnudaginn 8. apríl kl. 16. Um lesturinn sjá Arnar Jónsson, Guðrún S. Gísladóttir, Jakob S. Jóns- son, Sigurður Skúlason og Jörundur Ragnarsson. Leikritið var frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1976 í leik- stjórn Bríetar Héðinsdóttur. Svava sagðist í viðtali vera að reyna að lýsa stöðu konunnar í hinu volduga karla- samfélagi.  Geðfræðslu- félagið Hugrún stendur fyrir styrktartónleikum á Kex hosteli ann- að kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Friðrik Dór, Árný, Soffía Björg og Atli Jasonarson auk þess sem DJ Dóra Júlía þeytir skífum, en Karen Björg er kynnir. Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn og rennur allur ágóðinn til starfsemi Hugrúnar. Til styrktar Hugrúnu Á fimmtudag Minnkandi norðaustlæg átt og dálítil él fyrir norðan í fyrstu, annars víða þurrt og jafnvel bjart. Líkur á snjókomu syðst um kvöldið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 6 stig með suður- og suðvesturströndinni að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, 8-18 m/s og él, hvassast suð- austan- og austantil í kvöld, en léttskýjað syðra. Hlýnar lítillega. VEÐUR Íslandsmeistarar Fram unnu nokkuð öruggan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Safa- mýri í gær. Fram var 17:13 yfir eftir fyrri hálfleik og ÍBV minnkaði muninn tví- vegis niður í tvö mörk í þeim seinni, en komst ekki nær. Ragnheiður Júlíus- dóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram, öll í fyrri hálf- leik. »3 Meistararnir byrja einvígið betur „Úrslitakeppnin fer aftur af stað núna í kvöld eftir páskafrí. Þetta hraðmót sem úrslitakeppnin er er einn flottasti og stærsti íþrótta- viðburður sem fer fram hér á landi,“ skrifar Benedikt Guðmundsson, sér- fræðingur Morgunblaðsins, í yfirlitsgrein sinni um úr- slitakeppnina. »4 Einn flottasti og stærsti íþróttaviðburðurinn Cristiano Ronaldo heillaði knatt- spyrnuáhugamenn um allan heim með frammistöðu sinni gegn Juven- tus í Meistaradeild Evrópu í gær þar sem hann skoraði meðal annars úr frábærri hjólhestaspyrnu framhjá Gi- anluigi Buffon. Ronaldo gerði tvö mörk í 3:0-útisigri Real Madrid sem virðist svo gott sem hafa gert út um einvígið. »4 Óstöðvandi Ronaldo gerði út um einvígið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Eftir að hafa snúið þyrilsnældum í gríð og erg og búið til slím í tonnavís eru börnin okkar farin að dansa heldur óvenjulegan dans sem mörgum þykir erfitt að leika eftir. Svokallaður floss-dans á uppruna sinn hjá bandarískum unglingi sem setti þessa dans- hreyfingu inn á samfélagsmiðil og síðan hef- ur hún náð heimsyfirráðum. Dansinn er ýmist kallaður floss- eða backpack kid-dansinn og snýst um að standa kyrr með grafalvarlegan svip og sveifla höndunum stífum í kringum sig á meðan mjöðmunum er hnykkt hratt til og frá. Virðist auðvelt en er það ekki ef vel á að vera og gera. Geta ekki verið kyrr Birna Björnsdóttir hjá Dansskóla Birnu Björns hefur ekki farið varhluta af þessu dansæði, bæði í dansskólanum og heima. „Öll börn í dansskólanum gera þetta í öðru hverju spori þegar þau ganga inn í skólann. Þó að þau standi og tali við mann gera þau þetta allan tímann og ég er farin að gera þetta sjálf á meðan ég tala við þau. Þetta er ferlega skemmtilegt. Sonur minn, sem er ekki í dansi heldur fótboltastrákur, getur ekki verið kyrr heldur gerir þetta all- an tímann líka. Það þarf ekki að vera tónlist undir heldur gera þau þetta ósjálfrátt.“ Birna segir foreldra stundum biðja sig um að kenna sér dansinn en að þeir séu miklu lengur að ná honum en börnin. „Þetta virðist vera einfalt en getur verið mjög flók- ið líka. Þetta er rosalega skemmtileg hreyf- ing og gaman að sjá krakkana keppa um hversu hratt þau geta dansað án þess að ruglast. Dansinn er fínn fyrir mjaðmirnar og bakið og góð samhæfing.“ Spurð hvort hún muni eftir einhverju svipuðu segir Birna þetta ekki ólíkt því þegar hipphoppið var að koma og allir voru að reyna að gera The Running Man eða ákveðnar hreyfingar eins og orminn þegar breikið var sem vinsælast. Einnig megi líkja þessu við moon- walk sem Micheal Jackson kom á kortið. Börnin dansa floss ósjálfrátt  Vinsæll dans  Ekki svo ólíkt moonwalk-æðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Floss-dans Dansararnir standa kyrrir með grafalvarlegan svip og sveifla höndunum stífum í kringum sig á meðan mjöðmunum er hnykkt hratt til og frá, eins og þessir dansarar í Dansskóla Birnu Björns gera. Bakpokabarnið (Backpack Kid) Russell Horning er fæddur 19. desember 2001 í Lawrenceville í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum. Hann vakti fyrst athygli á samfélagsmiðlum í janúar 2016 þegar hann birti myndband af sér á Instragram að dansa floss-dansinn í herberginu sínu. Horning er slánalegur og grafalvarlegur á svipinn á meðan hann sveiflar stífum handleggjunum hratt um mjaðmirnar. Þetta myndband varð til þess að tónlistarkonan Katy Perry fékk hann til að dansa með sér þegar hún flutti lagið „Swish Swish“ í sjón- varpsþættinum Saturday Night Live á liðnu vori. Horning stal sviðsljósinu og Perry fékk hann til að dansa í myndbandi sem var gert við lagið. Horning er bæði á Instagram og Youtube sem The Backpack Kid en hann fékk það viðurnefni eftir að hann tók upp á því að dansa alltaf með bakpoka. Hann hefur sett inn myndbönd á Insta- gram frá árinu 2014 og er nú kominn með 1,6 milljónir fylgjenda. Dansinn vakti heimsathygli síðasta haust þegar nokkrir leikmenn ameríska fótboltans í NFL- deildinni gerðu floss-danshreyfinguna eftir að hafa skorað mark. Um svipað leyti fór dansinn fyrst að sjást hér á landi. Horning hefur hlotið frægð og frama og er nú í fullri vinnu við að mæta á allskonar samkomur til að dansa og sýna sig. Grafalvarlegur dansandi sláni BAKPOKABARNIÐ HLAUT SKJÓTA FRÆGÐ FYRIR DANSINN Russell Horning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.