Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Álfyrirtækið Rio Tinto í Straumsvík í
Hafnarfirði, hóf í byrjun þessa árs
framleiðslu á stuttum álstöngum –
meira unnum afurðum en þær lengri,
sem nýtast í fleiri þætti við fram-
leiðslu bíla í Evrópu og í Bandaríkj-
unum.
Árni Stefánsson, framkvæmda-
stjóri steypuskála, segir að með nýrri
framleiðslutækni
séu álstangirnar
nú notaðar í ríkari
mæli en áður í
framleiðslu bíla, í
þeim tilgangi að
gera þá léttari og
þar með lang-
drægari. „Það er
alltaf verið að
auka hlutfall áls í
bílunum til að
létta þá og þar með minnka eyðslu og
mengun þeirra. Álstangirnar sem við
framleiðum hafa verið mest notaðar í
byggingariðnaðinum, í glugga- og
hurðaprófíla, en núna fara um 10%
framleiðslunnar í bíla,“ segir Árni í
samtali við Morgunblaðið.
Árekstrarbitar og kæling
Aðspurður segir hann að íslenskt ál
sé nú þegar í bílum sem komnir eru á
göturnar hér á landi, og það eigi eftir
að aukast enn frekar á næstu miss-
erum.
„Bílaiðnaðurinn er farinn að nota ál
í auknum mæli í árekstrarstyrktar-
bita og í kæli/hita kerfin, en þar tekur
álið við af kopar,“ bætir Árni við.
Hann segir að álstangirnar séu
framleiddar eftir óskum hvers við-
skiptavinar hvað varðar efnisinnihald,
sverleika og lengd, allt eftir því í hvað
á að nota það. Í hreint, fljótandi ál sé
þannig bætt við efnum eins og títan,
kopar eða magnesíum. Álið sé síðan
formað í stangir með sverleika frá 178
mm upp í 305 mm með lengdina frá 80
sentimetrum upp í 8 metra. „Með
nýrri framleiðslutækni er auðveldara
að gera flóknari form. Þegar við-
skiptavinurinn fær stangirnar frá
okkur hitar hann þær upp í 500 °C,
setur síðan álið í einskonar sprautu og
Hlutur íslensks áls í raf-
bílaflotanum að aukast
Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Stangir Í Straumsvík eru framleidd 230.000 tonn af áli á ári. Stangirnar eru misstórar með ólík íblöndunarefni.
10% framleiðslu í Straumsvík fara til bílaframleiðenda Kolefnisfótspor skiptir máli
Árni Stefánsson Nýjung
» Efniseiginleikar gera ál
ákjósanlegra en stál.
» Margir stærstu bíla-
framleiðendur heims nota ís-
lenskt ál.
» Einnig notað í betri reið-
hjól.
» 5% framleiðslunnar í loft-
kælingar í bílum.
» Heildarkostnaðurinn við
verkefnið er um 280 m.kr.
● Brim auglýsti í gær formlegt tilboð til
annarra hluthafa í HB Granda um kaup
á hlutum þeirra í félaginu. Eins og fram
hefur komið keypti Brim 34% hlut í HB
Granda fyrr í mánuðinum og myndaðist
þá skylda til þess að gera öðrum hlut-
höfum yfirtökutilboð í samræmi við lög
um verðbréfaviðskipti. Tilboðsverðið er
34,3 krónur fyrir hvern hlut, en gengi
hlutabréfa í HB Ganda var 34,25 krónur
í lok dags í gær. Gildistími tilboðsins er
frá 1. til 29. júní og kemur fram í auglýs-
ingunni að stórir hluthafar hafi sam-
þykkt að vera áfram hluthafar í félaginu
og muni ekki taka yfirtökutilboðinu.
Brim auglýsir yfirtöku-
tilboð í HB Granda
29. maí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 105.67 106.17 105.92
Sterlingspund 140.8 141.48 141.14
Kanadadalur 81.34 81.82 81.58
Dönsk króna 16.521 16.617 16.569
Norsk króna 12.917 12.993 12.955
Sænsk króna 12.021 12.091 12.056
Svissn. franki 106.35 106.95 106.65
Japanskt jen 0.9657 0.9713 0.9685
SDR 149.47 150.37 149.92
Evra 123.06 123.74 123.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.6571
Hrávöruverð
Gull 1303.95 ($/únsa)
Ál 2280.0 ($/tonn) LME
Hráolía 78.82 ($/fatið) Brent
● Hlutabréf í
Heimavöllum
hækkuðu um 7,5%
í 228 milljón króna
viðskiptum í Kaup-
höllinni í gær. Bréf-
in enduðu í 1,29
krónum á hlut þeg-
ar mörkuðum var
lokað. Meðalgengi í
hlutafjárútboði
Heimavalla fyrr í
mánuðnum var 1,39 krónur á hlut og er
því dagslokagengi gærdagsins 7,2%
lægra, þrátt fyrir hækkunina.
Eimskip lækkaði mest í Kauphöllinni,
eða um 1,05% í innan við milljón króna
viðskiptum. Hlutabréf í Eimskip hafa
lækkað um meira en 15% undanfarinn
mánuð. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
lækkaði um 0,18% í viðskiptum gær-
dagsins.
Heimavellir hækka mest
í Kauphöll Íslands
Kauphöllin Heima-
vellir hækkuðu.
STUTT
Þurrkarar
Ofnar
Helluborð
Ryksugur
Smátæki
Þv
ot
ta
vé
la
r
Kæ
lis
ká
pa
r
Vi
ft
ur
og
há
fa
r
Uppþvottavélar
Alveg
einstök gæði
20-25% afsláttur
af öllum vörum í nokkra daga
Lágmúla 8 · sími 530 2800
TILBOÐSDAGAR
hugsuð fyrir starfsmenn, þannig að
„langtímahagsmunir aðila fari sam-
an“, eins og Ármann Þorvaldsson
forstjóri bankans orðaði það í Við-
skiptaMogganum fyrr á árinu.
Ármann segir í samtali við Morg-
unblaðið að nú sé verið að gefa út
áskriftarréttindi fyrir nýja starfs-
menn, en hluthafafundur hafi fyrir
um ári gefið heimild fyrir frekar
stórri útgáfu áskriftarréttinda.
Stærstur hluti þeirra er nú þegar
seldur, að sögn Ármanns.
„Í fyrra var samþykkt á hluthafa-
fundi frekar stór útgáfa af áskrift-
arréttindum, sem síðan hafa verið
boðin starfsmönnum til kaups. Þetta
er einhver smápartur af því,“ segir
Ármann.
Áskriftarréttindin eru þannig út-
færð að starfsmenn sem kaupa þau
hafa rétt, en ekki skyldu, til að kaupa
bréf í bankanum á næstu fimm árum
á ákveðnum kjörum. „Kaupverðið
miðast við núverandi markaðsverð á
hlutum í bankanum, en til viðbótar
hækkar það viðmiðunarverð um
7,5% á ári. Fyrir þá sem eru að
kaupa núna þarf gengi bréfanna að
hækka um meira en 7,5% á ári til að
þeir sjái sér hag í að nýta réttindin.“
Til útskýringar segir Ármann að
sé horft til fimm ára þurfi gengi
Kviku að hækka um nálægt 50% til
að starfsfólk sjái sér hag í að nýta sér
kaupréttinn. Lokagengi bréfa Kviku
í Kauphöll Íslands í gær var 8,05
krónur á hvern hlut.
tobj@mbl.is
Kvika banki tilkynnti til Kauphallar
um ný áskriftarréttindi að hlutum í
bankanum fyrir 3,5 milljónir króna
að nafnvirði í lok síðustu viku. Alls
hafa því verið gefin út og seld
áskriftarréttindi í félaginu sem nema
629,5 milljónum króna að nafnvirði í
samræmi við bráðabirgðaákvæði í
samþykktum bankans. Réttindin eru
Kvika bætir við áskriftarréttindum
Geta keypt hluta-
bréfin næstu 5 árin
svo er því sprautað í gegnum þar til
gerð mót.“
Árni segir að Rio Tinto framleiði
230 þúsund tonn af álstöngum á ári.
„Dæmigerður viðskiptavinur okkar
er að framleiða úr 3-15 þúsund tonn-
um frá okkur á ári, sem þýðir að við-
skiptavinahópurinn er stór.“
Árni segir að íslenska álið njóti
aukinna vinsælda. „Bílaframleiðend-
ur eru farnir að horfa í síauknum
mæli á kolefnisfótsporið í framleiðsl-
unni, sem hefur aukið eftirspurnina
hjá okkur, enda er framleiðsla okkar
grænni en flestra annarra. Í framtíð-
inni má telja líklegt að ábyrgir bíla-
framleiðendur verði tilbúnir að greiða
meira fyrir ál með grænu fótspori.“