Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinnmiðvikudaginn 30. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvumArion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins og upplýsingar um frambjóðendur til stjórnarmá nálgast á frjalsi.is. Sjóðfélagar þurfa að framvísa skilríkjummeðmynd við skráningu inn á fundinn. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Það vakti athygli á föstudags-kvöld þegar Einar Þor- steinsson, frétta- maður á Ríkis- útvarpinu, spurði oddvita Sósíal- istaflokksins í Reykjavík út í for- ingja flokksins, Gunnar Smára Eg- ilsson. Innti Einar oddvitann eftir því hvort hægt væri að treysta foringj- anum þegar hann hefði oftar en einu sinni „skilið launafólk eftir kaup- laust“.    Oddvitinn slapp vel frá þessu meðþví að svara ekki spurningunni efnislega en benda á rangar for- sendur í henni, sérstaklega það að Gunnar Smári væri ekki formaður flokksins eins og spyrjandi hafði sagt.    Spurning af þessu tagi á auðvitaðalveg rétt á sér til frambjóðanda flokks sem gefur sig sérstaklega út fyrir að vera málsvari launafólks og þegar vitað er að sá sem um er spurt er helsta sprautan í flokknum og helsti forsprakkinn að stofnun hans.    Þessi orðaskipti vöktu athygli,ekki síst vegna þess að sá sem um var rætt, Gunnar Smári, virtist reiðast spurningunni mjög og kallaði fréttamanninn „drullusokk“ á Fa- cebook.    Í umræðuþætti á Ríkisútvarpinu ásunnudag gerðist það svo að Gunnar Smári var spurður út í málið og þá sagðist hann hafa skynjað að þarna væri pólitískt dauðafæri og að þá hefði hann náttúrlega orðið að gera sér upp það „að verða foxillur til að magna þetta upp eins mikið og hægt var“.    Sem sagt bara blekkingaleikur tilað spila með kjósendur. Gunnar Smári Egilsson STAKSTEINAR Er eitthvað að marka annað? Veður víða um heim 28.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 23 léttskýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 26 léttskýjað Brussel 28 léttskýjað Dublin 14 heiðskírt Glasgow 22 heiðskírt London 24 heiðskírt París 24 rigning Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 24 rigning Berlín 28 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 20 rigning Barcelona 19 rigning Mallorca 20 heiðskírt Róm 21 rigning Aþena 24 heiðskírt Winnipeg 22 heiðskírt Montreal 19 skýjað New York 15 alskýjað Chicago 23 heiðskírt Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:30 23:21 ÍSAFJÖRÐUR 2:54 24:07 SIGLUFJÖRÐUR 2:35 23:52 DJÚPIVOGUR 2:50 22:59 Um þrjátíu manns hafa stað- fest þátttöku í hópmálsókn gegn fyrirtækinu Geymslum vegna brunans í Mið- hrauni í apríl. Um er að ræða leigjendur geymslna í hús- næði fyrirtæk- isins sem brann til kaldra kola í stór- bruna. Enn fjölgar í hópnum að sögn Ágústs Valssonar, eins forsvars- manna leigjendahópsins, en hann segir að þeir sem að málsókninni standi hafi bæði orðið fyrir fjárhags- legu og tilfinningalegu tjóni. Spurður um kröfur hópsins segir Ágúst að í fyrsta lagi séu þær að ábyrgð Geymslna verði viðurkennd og í öðru lagi verði gerð krafa um skaðabætur. Lögmaður hópsins er Guðni Á. Haraldsson hjá Löggarði og hvetur Ágúst þá sem hug hafa á að taka þátt í málsókninni að hafa samband við hann. Leigutakarnir funduðu fyrst um miðjan maí, en Ágúst segir Guðna stefna á að halda sameiginlegan fund fyrir alla þá sem hyggjast taka þátt í málsókninni hinn 6. júní klukkan 10. Upptök eldsvoðans voru í raf- tenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear í sama húsi og Geymslur höfðu starfsemi í. Minnst 30 í mál við Geymslur  Leigutökum í hópnum fer fjölgandi Bruni Frá eldsvoð- anum í apríl. Landsréttur staðfesti í gær sex mánaða langt nálgunarbann yfir manni sem margdæmdur er fyrir of- beldisbrot gagnvart konu. Sam- kvæmt úrskurðinum má maðurinn ekki koma inn á svæði sem afmark- ast við 50 metra radíus við heimili hennar. Þá má hann ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana. Í greinargerð lögreglustjóra kom fram að ákvörðun hans væri byggð á því að kærði liggi undir rökstuddum grun um ofbeldi og ónæði gagnvart konunni og hafi þannig raskað friði hennar. Hann var sakfelldur þrisvar árið 2017 fyrir þrjú ofbeldisbrot gegn henni og lögregla rannsakar nú tvö önnur nýleg brot. M.a. segir konan manninn hafa veist að sér í maí sl. með ofbeldi, dregið hana upp stiga, reynt að kyrkja hana, kýlt ítrekað og haldið henni nauðugri á heimili hennar. Sex mánaða langt nálgunarbann staðfest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.