Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 11
11 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Leggings með sportrönd Kr. 7.900 Str. 40-56 Litir: rautt,blátt,svart Opinn fræðslufundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar Sturlugötu 8, fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00 til 18.30. Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar á erfðamengi landnámsmanna en grein um hana birtist í tímaritinu Science sama dag og fræðslufundurinn er haldinn. Kaffiveitingar frá 16.30 – allir velkomnir. E R I N D I F LY TJ A : H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A / 1 8 -2 2 2 1 Ný sýn á uppruna Íslendinga Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Agnar Helgason líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sunna Ebenesersdóttir líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Margrét Hallgrimsdóttir þjóðminjavörður. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Elst í nýrri borgarstjórn Reykjavík- ur er Guðrún Ögmundsdóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, 67 ára. Hún sest aftur í borgarstjórn eftir tveggja áratuga hlé. „Ætli það sé ekki fyrst og fremst hvatvísin hjá mér sem varð þess valdandi að ég er komin aftur í borg- arstjórn Reykjavíkur,“ segir Guðrún sem hugðist fara á eftirlaun um ára- mót þegar hún lýkur störfum hjá vist- heimilanefnd. Guðrún sat fyrst í borgarstjórn fyrir Kvennalistann og síðar Reykja- víkurlistann. Guðrún sat á þingi fyrir Samfylkinguna 1999 til 2003. „Ég fékk mjög mikla hvatningu og það þurfti ekki meira til. Það vantaði aldursbreidd og ég hef alltaf viljað láta gott af mér leiða. Ég er enn að fá hugmyndir sem mig langar að fram- kvæma þrátt fyrir aldurinn,“ segir Guðrún. Hún segir margt hafa breyst til batnaðar á 20 árum og starfið legg- ist vel í sig en hún mun halda einbeita sér að velferðarmálum. „Ég hef alltaf verið brúarsmiður og ætla að halda því áfram. Minn draum- ur er að snúa kyndlinum við og láta unga fólkið berjast fyrir málefnum foreldra sinna og aldraðra á meðan við eldri tökum baráttuna fyrir unga fólkið og barnabörnin,“ segir Guðrún sem og bætir við að það þurfi að hætta hugsa í boxum. Reynsla og rödd unga fólksins Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er yngsti borgarfulltrúinn í Reykjavík 26 ár gömul. „Það leggst vel í mig að setjast í borgarstjórn og ég er mjög ánægð að vera kominn á þennan stað. Þrátt fyr- ir að ég sé ung hef ég mikla reynslu og hef sjálf upplifað fátækt, misskipt- ingu auðs, óréttlæti í samfélaginu og hvernig samfélagið brást móður minni og mér vegna fátæktar,“ segir Sanna sem er ánægð með það fylgi sem Sósíalistaflokkurinn fékk sér- staklega í ljósi þess að um nýtt fram- boð var að ræða og flokkurinn hafði lítið sem ekkert fjármagn á bak við sig. „Það var magnað að vera í hópi fólks sem hefur upplifað óréttlæti og að kerfi borgarinnar hafa ekki mætt þeirra þörfum. Vera í hópi sem skilur hvað það er að upplifa það að vera fá- tækur og valdalaus,“ segir Sanna. Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart hvað margir tilheyra slíkum hópi. „Fólk sem er fátækt er oft í mörg- um störfum og hefur ekki tíma eða orku til þess að taka þátt í baráttu. Það er líka gott að sjá ungt fólk í póli- tík og að rödd þess heyrist,“ segir Sanna og bætir við að ungt fólk hafi reynslu og því sé vel treystandi. Rödd unga fólksins nýtt framboð í Grindavík fékk einn bæjarfulltrúa og var nálægt því að fá annan fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn. Framboðið er nú næststærsta stjórnmálaaflið í Grindavík. Báðum ekki um atkvæði „Við erum mjög ánægð og reikn- uðum ekki með jafn góðri niður- stöðu,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins. Hún segir framboðið þverpólitískt og til- gangurinn með því hafi verið að koma ungu fólki 18 til 29 ára í skilning um það hversu miklu máli atkvæði þeirra skiptir. „Við fengum eldri borgara í heið- urssætin og það var stuðningur og yf- irlýsing og stuðningur á því að þau treysti okkur unga fólkinu,“ segir Helga Dís. Hún segir að Raddir unga fólksins hafi rætt við öll framboð í Grindavík og fundið samhljóm með Samfylkingu, Miðflokki og Fram- sókn. Það verði því fyrsta verk fram- boðsins að reyna meirihlutamyndum með þeim flokkum. „Á kynningarfundum reyndum við að útskýra fyrir ungu fólki af hverju flokkarnir væru með stefnuskrá og ýmislegt annað hagnýtt,“ segir Helga Dís og bætir við að þau hafi ekki beð- ið unga fólkið að kjósa framboðið heldur hvatt þau til þess að nýta at- kvæðisrétt sinn. Unga fólkið má vel við una með úrslit kosninganna  Raddir unga fólksins næststærsta framboðið í Grindavík  Sanna yngst í borg- arstjórn með mikla reynslu af lífinu  Guðrún elst og kemur til baka eftir 20 ár Guðrún Ögmundsdóttir Sanna Magdalena Mörtudóttir Helga Dís Jakobsdóttir ÚRSLIT SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 2018 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.