Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
„Bókin hefur að geyma ljóð, smá-
sögur og ljóðævintýri,“ segir
Sveinbjörg Alexanders um Aft-
anskin, sem hún hefur gefið út til
að heiðra aldarminningu móður
sinnar, Ólafar Jónsdóttur rithöf-
undar. Ólöf fæddist árið 1909 í
Litlu-Ávík á Ströndum og ólst þar
upp, en fluttist síðar til Reykjavík-
ur þar sem hún bjó til dánardags
árið 1997. Samhliða ritstörfum
vann hún um skeið sem hvíslari hjá
Þjóðleikhúsinu og í Þjóðminjasafni
Íslands.
Verkin í Aftanskini eru frá síð-
ustu æviárum Ólafar. Flest voru
bara til í handriti, en önnur hafa
birst áður og þau valdi Sveinbjörg
af stakri kostgæfni. „Til dæmis æv-
intýrið „Rósin og stjakinn“ í einni
af mínum uppáhaldsbókum, Heim-
sókn, sem kom út árið 1959 og var
fyrsta bók móður minnar. Allt frá
árinu 1954 höfðu þó birst eftir hana
smásögur, ljóð og þulur í blöðum
og tímaritum. Margir hafa í áranna
rás opinberlega sungið lög við ljóð-
in hennar, þar á meðal merkar
söngkonur eins og Ingibjörg Þor-
bergs og Jóhanna Linnet,“ segir
Sveinbjörg og lætur þess getið að
móðir hennar hafi á sinni tíð flutt
fjölda erinda og bæði samið og les-
ið barnaefni í útvarpinu.
Af listrænu fólki
„Mamma var komin af list-
hneigðum borgfirskum og norð-
lenskum ættum. Meðal forfeðra
hennar var séra Matthías Joch-
umsson og því átti hún kannski
ekki langt að sækja skáldgáfuna.
Hún fékk yfirleitt mikið lof og prís
fyrir verk sín, listamannalaun um
tíma og ýmis verðlaun og viður-
kenningar. Þótt hún væri ekki
langskólagengin stundaði hún
sjálfsnám af kappi. Hún sótti bók-
menntatíma í Háskóla Íslands auk
þess sem hún fór í upplestrarnám
hjá Lárusi Pálssyni leikara, og
fleira mætti tína til.“
Ólöf sendi frá sér þrettán bækur
af ýmsum toga. Af barna- og ung-
lingabókum má nefna Dularfulla
njósnarann, Glaða daga og Gunna
og Palla í Texas. Viðamestu verkin
eru þó líklega Úr fylgsnum fyrri
tíðar, sem kom út í þremur bind-
um, með viðtölum Ólafar við
þekkta sem óþekkta Íslendinga.
Sjálfri finnst Sveinbjörgu ekki
hægt að tala um skáldskap móður
sinnar án þess að geta um ljóða-
bókina Dögg næturinnar. „Í þess-
ari yfirlætislausu bók er að finna
skærar perlur, sem gott er að eiga
og geyma í minni, þótt það séu
perlur sorgarinnar, en einmitt í
þeim verður ljósið fegurst,“ sagði
gagnrýnandi Þjóðviljans meðal
annars um bókina á sínum tíma.
„Yndisleg ljóð,“ segir Sveinbjörg
einfaldlega.
Stóra stundin
Það var stór stund í lífi Svein-
bjargar í Pennanum-Eymundsson í
Austurstræti á laugardaginn þegar
hún kynnti bókina og fékk Arnar
Jónsson leikara til að lesa upp úr
henni. „Ég vil reyndar ekki eigna
mér allan heiðurinn af útgáfunni,
því sonur minn, Simon Björgvin
Veredon, hjálpaði mér með umbrot
og kápuhönnun og Halldóra
Björnsdóttir las prófarkir og kom
einnig að umbrotinu,“ upplýsir
hún.
Þótt höf og lönd hafi oftast skilið
þær mæðgur að frá því dóttirin
hleypti heimdraganum aðeins 17
ára segir Sveinbjörg að þær hafi
alltaf skipst á sendibréfum og að á
milli þeirra hafi ríkt gagnkvæm ást
og virðing. „Hún styrkti mig í öllu
því sem ég gerði með jákvæðni
sinni og hvatningarorðum. Ég dáð-
ist að umburðarlyndi hennar og
þolinmæli. Hún líktist einna helst
þeim kjörviði, sem ekkert fær
beygt,“ segir Sveinbjörg. Og er nú
farin að hljóma býsna skáldlega.
Samt kveðst hún ekki hafa í sér
snefil af skáldageni. Listagyðjan
beindi henni snemma á aðrar
brautir; ballettinn varð hennar líf,
starf og yndi.
Ballerína á heimsvísu
„Eftir ballettnám í Þjóðleikhús-
inu fór ég í Konunglega ballett-
skólann í London. Næst lá leiðin
vestur um haf þar sem ég stundaði
nám við Hartford-ballettskólann í
Connecticut og öðlaðist Vaganova-
kennararéttindi.“
Ballettferill Sveinbjargar spann-
ar meira en þrjá áratugi. Hún hef-
ur m.a. verið í Stuttgart-ballett-
inum, aðaldansari hjá Tanz--
Forum-flokknum í Köln og dansaði
í ótal klassískum og nútímalegum
ballettum í frægustu óperuhúsum
heims. Ballerína á heimsvísu sem
unnið hefur með heimsþekktum
danshöfundum og sjálf samið ball-
etta og dansa fyrir óperur, leikrit
og sjónvarp sem og sviðsett ball-
etta eftir aðra. Auk þess hefur hún
leikið aðalhlutverk í leikritum eftir
Tennessee Williams, Jean Cocteau
og fleiri fræga. Alltaf á ferð og
flugi.
Kvikmyndagerð í Berlín
„Síðustu tvo áratugina hef ég
aðallega starfað sem kennari í ball-
ettskólum, ballettflokkum og há-
skólum í Bandaríkjunum og Evr-
ópu, verið í dómnefndum í alþjóð-
legum danskeppnum og einnig sem
sviðsstjóri við Óperuna í Köln,“
segir Sveinbjörg og víkur að því
starfi sem hún er einna stoltust af
á ferlinum: „Á árunum 1997-2007
var ég ballettmeistari og skóla-
stjóri við Nevada-ballettinn í
Bandaríkjunum, þar sem um 600
nemendur stunduðu nám í ballett
og ýmiss konar sviðslistum undir
leiðsögn 23 kennara.“
Árið 2012 réð hún sig til starfa
sem aðstoðarskólastjóri við Margot
Fonteyn-ballettakademíuna í New
York. Núna segist hún vera í
„millibilsástandi“ því til standi að
flytja skólann, jafnvel til Ástralíu
og Frakklands. Þótt hún viti ekki
hvað framtíðin ber í skauti sér sit-
ur Sveinbjörg ekki auðum höndum.
Hún er á leiðinni til Berlínar, þar
sem hún hefur búið undanfarið og
unnið að kvikmynd ásamt Simoni,
syni sínum, sem leikstýrir, en hann
er kvikmyndaleikstjóri, leikari, rit-
höfundur og upplesari. Og um hvað
skyldi kvikmyndin vera? „Dans,“
svarar hún að bragði.
Heiðrar aldarminningu móður sinnar
Sveinbjörg Alexanders hefur gefið út bókina Aftanskin með áður óbirtum ljóðum og smásögum
móður sinnar, Ólafar Jónsdóttur rithöfundar Ólöf sendi frá sér þrettán bækur af ýmsum toga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aftanskin Sveinbjörg efndi til kynningar á bók móður sinnar, Aftanskini, og fékk Arnar Jónsson leikara til að lesa.
Ljósmynd/Pipo Tafel
Ballettkennari Sveinbjörg leiðbeinir 15 ára ballerínu, sem vann silf-
urverðlaun í alþjóðlegu danskeppninni í Riga í Lettlandi í apríl sl.
Listahátið 1974 Sveinbjörg og Truman Finn-
ey dönsuðu Grand pas de deux með glæsibrag
á Listahátíð í Reykjavík árið 1974.
Rithöfundur Ólöf Jónsdóttir skrif-
aði ljóð, smásögur og barnabækur.