Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Ráðamenn í Kreml eru ósáttir við ákvörðun stjórnvalda í Póllandi þess efnis að biðja um aukna við- veru bandarískra hersveita þar í landi. Dímítrí Peskov, fjölmiðla- fulltrúi Vladimírs Pútíns Rúss- landsforseta, segir öll ríki eiga rétt á að ákvarða eigin varnir en þetta muni þó draga úr stöðugleika á svæðinu. „Við höfum þurft að horfa upp á hernaðarlega útþenslu NATO í átt að landamærum okkar. Þetta renn- ir ekki stoðum undir stöðugleika á svæðinu,“ sagði hann við Reuters. Þá hefur Bandaríkjaher tilkynnt Þjóðverjum um umfangsmikla her- flutninga þar á næstunni, mörg hundruð brynvarin og beltaknúin tæki auk þúsunda hermanna. Uggandi vegna auk- inna umsvifa NATO Rússland Talsmaður Pútíns forseta segir Kreml hafa áhyggjur af stöðunni. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir einungis her- sveitir stjórnar Bashars al-Assads Sýrlandsforseta eiga rétt á að vera í suðurhluta Sýrlands, en þar má meðal annars finna landamærin að Jórdaníu og Ísrael. Hafa upp- reisnarmenn hins vegar hluta af þessu svæði á sínu valdi. Fyrr í þess- um mánuði gerðu ísraelskar her- sveitir miklar loftárásir á skotmörk sem tengjast hernaði Írana í suður- hluta Sýrlands, en hundruð íranskra hermanna berjast með stjórnar- hernum. Eru árásirnar svar við eld- flaugaárás Írana á hinar hernumdu Gólan-hæðir. Bæði Rússar og Íranir eru nánir bandamenn Assads Sýr- landsforseta. „Brotthvarf allra hersveita sem ekki lúta stjórn Sýrlands verður að eiga sér stað,“ hefur fréttastofa Reuters eftir Sergei Lavrov. „Út- koma þeirrar vinnu, sem er í gangi, ætti að vera sú að hersveitir Sýr- landsstjórnar standi vaktina við landamærin að Ísrael.“ Að sögn mannréttindahreyfing- arinnar Syrian Observatory for Human Rights eru hersveitir Sýr- lands farnar að fjölmenna á svæðinu og hefur áróðri verið dreift úr lofti til uppreisnarmanna. Eru þeir hvattir til þess að leggja niður vopn sín og viðurkenna stjórn Assads. Þykir þetta benda til þess að stórsókn sé nú í undirbúningi. Eiga ekkert erindi í Sýrlandi Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, vill íranskar her- sveitir út úr Sýrlandi. „Afstaða okk- ar til Sýrlands er skýr,“ sagði Netanyahu í ávarpi „Við trúum því að hersveitir Írans eigi ekkert erindi innan landamæra Sýrlands.“ Þá mun Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, halda til Moskvu og funda með Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rúss- lands. Er fundurinn sagður fara fram næstkomandi fimmtudag. Fundarefnið hefur ekki verið gert opinbert en gera má ráð fyrir að fulltrúar Rússlands og Ísraels ræði hernaðaraðgerðir Írana og viðveru þeirra í Sýrlandi. Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í sjö ár. Nákvæmar tölur um mannfall eru nokkuð á reiki en mannréttindasamtök þar í landi telja að alls um 500 þúsund manns hafi fallið þar í átökum. Segja sam- tökin einnig hátt í 4 þúsund almenna borgara hafa fallið í vopnuðum átök- um það sem af er þessu ári. Stjórnarherinn verði ráðandi afl í suðurhluta Sýrlands  Aðrar vopnaðar sveitir verða að yfirgefa svæðið, segir Sergei Lavrov AFP Átakasvæði Tveir bryndrekar sýrlenska stjórnarhersins sjást hér keyra um götur borgarinnar Damaskus um miðjan þennan mánuð. Voru þeir á leið suður til þess að taka þátt í átökum gegn vígasveitum Ríkis íslams. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, hefur beðið hagfræðinginn Carlo Cottarelli um að taka við embætti forsætisráðherra og mynda starf- hæfa ríkisstjórn þar í landi. Er henni ætlað að starfa fram að þingkosn- ingum sem í síðasta lagi eiga að fara fram í ársbyrjum 2019. Ekki hefur tekist að mynda ríkis- stjórn á Ítalíu frá kosningunum 4. mars sl. Greint hefur verið frá því að Giuseppe Conte hafi skilað umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að Mattarella forseti hafnaði tilnefn- ingu hans á efnahagsráðherra, en sá er yfirlýstur andstæðingur evru. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lofar ákvörðun Matta- rella og segir hann vera að uppfylla skyldu sína með „hugrekki og ábyrgð“. „Ég ítreka vináttu mína og stuðning í garð Mattarella, sem gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja stöðugleika stofnana og lýð- ræðis lands síns, sem hann gerir af miklu hugrekki og ábyrgð.“ Talsmaður Angelu Merkel Þýska- landskanslara segir Þjóðverja ætla að bíða og sjá hvaða stjórn muni leiða landið að lokum. „Þýska stjórn- in er alltaf tilbúin að vinna vel og ná- ið með ítölskum stjórnvöldum – það er grundvallarafstaða okkar,“ hefur fréttaveita AFP eftir honum. AFP Ábyrgð Carlo Cottarelli sést hér ganga á fund með fjölmiðlamönnum í Róm. Cottarelli beðinn um að mynda ríkisstjórn Evrópusam- bandið (ESB) hyggst leggja til bann við notkun á einnota plast- varningi til að stuðla að vernd á lífríki hafsins. Á bannið meðal annars að ná til drykkjarröra, plastdiska, eyrnapinna, plaststauka, sem gjarnan eru festir við blöðrur, og plaststauka sem notaðir eru til að hræra í drykkjum fólks. Þá vill ESB einnig festa í lög ákvæði um endurvinnslu á öllum plastflöskum fyrir árið 2025. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) verða aðildarríkin 28 og Evrópu- þingið þó að samþykkja áðurnefnt frumvarp áður en það getur orðið að lögum. ESB vill minnka notkun á plasti Rusl Plastflöskur á endurvinnslustöð. Minnst fjórir rússneskir ríkisborgarar féllu í árás vígamanna Ríkis íslams á herstöð í austurhluta Sýrlands. Í hópi hinna látnu voru tveir hernaðar- ráðgjafar sem veittu Sýrlandsher aðstoð, en þrír Rússar eru einnig sagðir særðir eftir árásina. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC). Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa drepið 43 vígamenn í átökunum. Ráðamenn í Kreml hófu í september 2015 að veita ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta hernaðaraðstoð. Samkvæmt opinberum tölum hafa nú alls 90 Rússar fallið í landinu frá þeim tíma. Hátt í 100 Rússar fallið HERNAÐARAÐSTOÐ RÚSSLANDS SMÁRALIND www.skornirthinir.is Leður strigaskór Verð: 11.995 Stærðir 36-42 Eigum úrval af strigaskóm úr leðri að innan sem utan. Mjúkur leðurinnsóli sem gerir skóna einstaklega þægilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.